Óska eftir sameiningarviðræðum þrátt fyrir andstöðu meirihluta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2024 12:01 Meirihluti íbúa Ásahrepps lýsti sig mótfallinn sameiningu í skoðanakönnun sem lögð var fyrir þá samhliða forsetakjöri. Vísir/Magnús Hlynur Hreppsnefnd Ásahrepps ætlar að óska eftir viðræðum um sameiningu við tvö önnur sveitarfélög, þrátt fyrir að tillaga um slíkt hafi ekki hlotið brautargengi í skoðanakönnun íbúa. Sveitarstjórinn segir að íbúar muni fá lokaorðið um sameiningu. Samhliða forsetakosningum síðustu helgi var lögð skoðanakönnun fyrir íbúa Ásahrepps, þar sem spurt var hvort þeim hugnaðist að sameina sveitarfélagið við Rangárþing ytra eða eystra. Af 170 íbúum á kjörskrá tóku 120 þátt, en tæp 56 prósent íbúa sögðu nei, en 43 prósent já. Hreppsnefndin samþykkti engu að síður á fundi í gær að senda erindi til sveitarfélaganna með ósk um sameiningarviðræður. Sveitarstjóri Ásahrepps segir litið svo á að ekki sé um marktækan mun að ræða. „Nú er þá bara næst að kanna hvort hinar sveitarstjórnirnar séu tilbúnar til þess að fara í slíkar viðræður. Nú eiga þeir bara eftir að svara. Það er verið að opna þarna bókina og verið að spyrja, eru menn klárir í að taka þessa umræðu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi. Byggðasamlög þynni út lýðræðið Ef mögulegar viðræður skiluðu jákvæðri niðurstöðu um sameiningu yrði lokaorðið þó alltaf í höndum íbúa. „Samkvæmt lögum þá enda formlegar viðræður með því að íbúar allra sveitarfélaga sem taka þátt í þessum sameiningarviðræðum, það þarf að vera samþykkt í öllum sveitarfélögum.“ Valtýr er ráðinn sveitarstjóri og hefur ekki atkvæðisrétt í hreppsnefndinni. Hann segist sjálfur hlynntur stækkun sveitarfélaga þar sem það eigi við, og telur rekstur sveitarfélaga í byggðasamlögum í of miklum mæli ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið. „Það er allt öðruvísi heldur en ef rekstur þessara málaflokka heyrir bara beint undir sveitarstjórn, það er svolítið annar veruleiki. Það er svolítil útþynning á lýðræðinu að vera með stærstan hluta af sínum rekstri í byggðasamlögum.“ Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Samhliða forsetakosningum síðustu helgi var lögð skoðanakönnun fyrir íbúa Ásahrepps, þar sem spurt var hvort þeim hugnaðist að sameina sveitarfélagið við Rangárþing ytra eða eystra. Af 170 íbúum á kjörskrá tóku 120 þátt, en tæp 56 prósent íbúa sögðu nei, en 43 prósent já. Hreppsnefndin samþykkti engu að síður á fundi í gær að senda erindi til sveitarfélaganna með ósk um sameiningarviðræður. Sveitarstjóri Ásahrepps segir litið svo á að ekki sé um marktækan mun að ræða. „Nú er þá bara næst að kanna hvort hinar sveitarstjórnirnar séu tilbúnar til þess að fara í slíkar viðræður. Nú eiga þeir bara eftir að svara. Það er verið að opna þarna bókina og verið að spyrja, eru menn klárir í að taka þessa umræðu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi. Byggðasamlög þynni út lýðræðið Ef mögulegar viðræður skiluðu jákvæðri niðurstöðu um sameiningu yrði lokaorðið þó alltaf í höndum íbúa. „Samkvæmt lögum þá enda formlegar viðræður með því að íbúar allra sveitarfélaga sem taka þátt í þessum sameiningarviðræðum, það þarf að vera samþykkt í öllum sveitarfélögum.“ Valtýr er ráðinn sveitarstjóri og hefur ekki atkvæðisrétt í hreppsnefndinni. Hann segist sjálfur hlynntur stækkun sveitarfélaga þar sem það eigi við, og telur rekstur sveitarfélaga í byggðasamlögum í of miklum mæli ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið. „Það er allt öðruvísi heldur en ef rekstur þessara málaflokka heyrir bara beint undir sveitarstjórn, það er svolítið annar veruleiki. Það er svolítil útþynning á lýðræðinu að vera með stærstan hluta af sínum rekstri í byggðasamlögum.“
Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira