Óska eftir sameiningarviðræðum þrátt fyrir andstöðu meirihluta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2024 12:01 Meirihluti íbúa Ásahrepps lýsti sig mótfallinn sameiningu í skoðanakönnun sem lögð var fyrir þá samhliða forsetakjöri. Vísir/Magnús Hlynur Hreppsnefnd Ásahrepps ætlar að óska eftir viðræðum um sameiningu við tvö önnur sveitarfélög, þrátt fyrir að tillaga um slíkt hafi ekki hlotið brautargengi í skoðanakönnun íbúa. Sveitarstjórinn segir að íbúar muni fá lokaorðið um sameiningu. Samhliða forsetakosningum síðustu helgi var lögð skoðanakönnun fyrir íbúa Ásahrepps, þar sem spurt var hvort þeim hugnaðist að sameina sveitarfélagið við Rangárþing ytra eða eystra. Af 170 íbúum á kjörskrá tóku 120 þátt, en tæp 56 prósent íbúa sögðu nei, en 43 prósent já. Hreppsnefndin samþykkti engu að síður á fundi í gær að senda erindi til sveitarfélaganna með ósk um sameiningarviðræður. Sveitarstjóri Ásahrepps segir litið svo á að ekki sé um marktækan mun að ræða. „Nú er þá bara næst að kanna hvort hinar sveitarstjórnirnar séu tilbúnar til þess að fara í slíkar viðræður. Nú eiga þeir bara eftir að svara. Það er verið að opna þarna bókina og verið að spyrja, eru menn klárir í að taka þessa umræðu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi. Byggðasamlög þynni út lýðræðið Ef mögulegar viðræður skiluðu jákvæðri niðurstöðu um sameiningu yrði lokaorðið þó alltaf í höndum íbúa. „Samkvæmt lögum þá enda formlegar viðræður með því að íbúar allra sveitarfélaga sem taka þátt í þessum sameiningarviðræðum, það þarf að vera samþykkt í öllum sveitarfélögum.“ Valtýr er ráðinn sveitarstjóri og hefur ekki atkvæðisrétt í hreppsnefndinni. Hann segist sjálfur hlynntur stækkun sveitarfélaga þar sem það eigi við, og telur rekstur sveitarfélaga í byggðasamlögum í of miklum mæli ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið. „Það er allt öðruvísi heldur en ef rekstur þessara málaflokka heyrir bara beint undir sveitarstjórn, það er svolítið annar veruleiki. Það er svolítil útþynning á lýðræðinu að vera með stærstan hluta af sínum rekstri í byggðasamlögum.“ Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samhliða forsetakosningum síðustu helgi var lögð skoðanakönnun fyrir íbúa Ásahrepps, þar sem spurt var hvort þeim hugnaðist að sameina sveitarfélagið við Rangárþing ytra eða eystra. Af 170 íbúum á kjörskrá tóku 120 þátt, en tæp 56 prósent íbúa sögðu nei, en 43 prósent já. Hreppsnefndin samþykkti engu að síður á fundi í gær að senda erindi til sveitarfélaganna með ósk um sameiningarviðræður. Sveitarstjóri Ásahrepps segir litið svo á að ekki sé um marktækan mun að ræða. „Nú er þá bara næst að kanna hvort hinar sveitarstjórnirnar séu tilbúnar til þess að fara í slíkar viðræður. Nú eiga þeir bara eftir að svara. Það er verið að opna þarna bókina og verið að spyrja, eru menn klárir í að taka þessa umræðu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi. Byggðasamlög þynni út lýðræðið Ef mögulegar viðræður skiluðu jákvæðri niðurstöðu um sameiningu yrði lokaorðið þó alltaf í höndum íbúa. „Samkvæmt lögum þá enda formlegar viðræður með því að íbúar allra sveitarfélaga sem taka þátt í þessum sameiningarviðræðum, það þarf að vera samþykkt í öllum sveitarfélögum.“ Valtýr er ráðinn sveitarstjóri og hefur ekki atkvæðisrétt í hreppsnefndinni. Hann segist sjálfur hlynntur stækkun sveitarfélaga þar sem það eigi við, og telur rekstur sveitarfélaga í byggðasamlögum í of miklum mæli ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið. „Það er allt öðruvísi heldur en ef rekstur þessara málaflokka heyrir bara beint undir sveitarstjórn, það er svolítið annar veruleiki. Það er svolítil útþynning á lýðræðinu að vera með stærstan hluta af sínum rekstri í byggðasamlögum.“
Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira