

Kjartan Henry Finnbogason er án félags eftir að framherjinn og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens komust að samkomulagi um að rifta samningnum. Stuðningsmenn Horsens þökkuðu Kjartani fyrir hans framlag.
Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er á heimleið. Kjartan og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens hafa komist að samkomulagi um að rifta samningnum.
Danski markvörðurinn Jonas Lössl er á heimleið ef marka má heimildir danska vefmiðilsins BT. Hann er að yfirgefa EVerton og ganga í raðir dönsku meistarana í FC Midtjylland.
Hákon Arnar Haraldsson var á skotskónum fyrir aðallið FCK sem vann 6-1 stórsigur á AGF er liðin mættust í síðasta æfingaleik áður en danska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir jólahlé.
Ragnar Sigurðsson er ekki lengur leikmaður FCK en hann verður alltaf minnst sem einum af ástsælli leikmönnum félagsins. Svo miklum metum er hann hjá stuðningsmönnum liðsins eftir tæplega fjögurra ára veru, í tveimur hlutum.
„Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum.
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin.
Tveir ungir íslenskir piltar eru á lista Ekstra Bladet í Danmörku yfir þá leikmenn sem eiga að „bjarga framtíð FCK“, eins og stendur í fyrirsögn blaðsins.
Breiddin í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hefur oft verið til umræðu. Oft hefur verið sagt að hún sé ekki nægilega mikil en sömu sögu má ekki segja af grönnum okkar í Danmörku.
Ståle Solbakken, fyrrum stjóri FCK og nú þjálfari norska landsliðsins, segir að hann óskum flestum hjá FCK hið besta en þó ekki öllum. Þetta sagði Norðmaðurinn í viðtali við Ekstra Bladet.
Hjörtur Hermannsson, varnarmaður Bröndby, er ofarlega á óskalista Legía Varsjá. Þetta segir pólski vefmiðillinn futbol.pl en danski miðillinn bold.dk hefur þetta eftir pólska miðlinum.
Patrik Gunnarsson mun verja mark Silkeborg í Danmörku á því spennandi vori sem framundan er hjá U21-landsliðsmarkmanninum.
Jens Berthel Askou hefur verið ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Með liðinu leika þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Kjartan Henry Finnbogason.
Lasse Vøge, blaðamaður BT, greinir frá því að danska B-deildarfélagið Silkeborg sé að klófesta Patrik Sigurð Gunnarsson frá Brentford.
Christian Lønstrup hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðsins Hillerød í Danmörku en hann þjálfaði meðal annars Frederik Schram hjá Roskilde.
Sölvi Geir Ottesen, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, var í viðtali við danska vefmiðilinn bold.dk um helgina. Þar sagði hann meðal annars frá því þegar hann laug sig veikan í partí er FCK fagnaði gullmedalíu um árið.
Jacob Neestrup er orðinn aðstoðarþjálfari FCK í danska boltanum. Neestrup á leiki að baki á Íslandi þar sem hann lék með FH í Pepsi deildinni árið 2010.
Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby tók í gær stóra ákvörðun. Þeir ráku þjálfarann Christian Nielsen sem hefur ekkert verið á hliðarlínunni að undanförnu.
Sá draumur um að spila fótbolta á nýjan leik lifir enn hjá Dananum Niclas Bendtner sem hefur átt ansi skrautlegan feril.
Kjartan Henry Finnbogason, framherji AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni er ekki beint aðdáandi myndbandsdómgæslu eða VAR.
Danmerkurmeistarar Midtjylland fóru á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-1 sigri á Nordsjælland í kvöld. Alexander Scholz var á skotskónum og Mikael Neville Anderson kom inn af bekknum undir lok leiks.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði tvö mörk er AGF vann 3-0 sigur á Álaborg í dönsku knattspyrnunni í gær.
Eftir að VARsjáin var tekinn í notkun í fótboltanum þá eru fleiri pásur í leiknum og leikmenn nýta sér þær til hins ítrasta. Það var að minnsta kosti raunin hjá Íslendingaliðinu Bröndby í danska boltanum í gær.
Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu á dögunum af Íslandsvininum Lars Lagerback. Sá sænski fékk sparkið og Norðmaðurinn Ståle tók við en Ståle sjálfum var sparkað frá FCK í byrjun október.
Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby verða í einu af tveimur efstu sætunum í dönsku úrvalsdeildinni yfir jólahátíðina.
Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir AGF þegar liðið fékk AaB í heimsókn í danska boltanum í dag.
Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg unnu í dag sinn áttunda deildarleik í röð.
Elías Rafn Ólafsson, markvörður, hefur framlengt sinn við dönsku meistarana í FC Midtjylland og er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2025.
Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Elís Þrándarson, leikmenn OB í Danmörku, fá nýjan stjóra eftir jól, ef marka má heimildir Ekstra Bladet í Danmörku.
Jonas Thorsen, leikmaður AC Horsens, hefur ekki spilað með liðinu undanfarnar vikur og það er góð ástæða fyrir því.