Sænski boltinn Óli Valur lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð með Aroni Óli Valur Ómarsson spilaði í 8 mínútur með Aroni Bjarnasyni hjá Sirius í sigri liðsins gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Óli Valur spilaði alls rúmar 14 mínútur í sínum fyrsta leik með liðinu. Davíð Kristján Ólafsson og Sveinn Aron Guðjohnsen fengu einnig mínútur með sínum liðum í Svíþjóð. Fótbolti 17.7.2022 15:09 Milos hafði betur gegn Ara Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn á miðjunni fyrir Norrköping í 0-2 tapi á heimavelli gegn Milos Milojevic og lærisveina hans í Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 16.7.2022 15:31 Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping Samkvæmt Aftonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. Fótbolti 14.7.2022 20:04 Arnór endurnýjar kynnin við Norrköping Arnór Sigurðsson er genginn til liðs sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping en hann kemur þangað á lánssamningi frá CSKA Moskvu. Fótbolti 14.7.2022 17:35 Óli Valur mættur til Sirius Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Fótbolti 13.7.2022 09:31 Daníel Guðjohnsen að semja við Malmö Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, er að ganga til liðs við Miloš Milojević og lærisveina hans hjá Malmö í sænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 12.7.2022 08:31 Þrír Íslendingaslagir á Norðurlöndunum | Davíð Kristján skoraði Sex íslenskir leikmenn spiluðu í Noregi og Svíþjóð í dag þar sem þrír Íslendingaslagir voru á dagskrá. Fótbolti 10.7.2022 21:46 Andri Lucas orðaður við Norrköping Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Real Madrid, er sagður vera á leið til sænska liðsins Norrköping samkvæmt sænskum fjölmiðlum í dag. Fótbolti 10.7.2022 17:36 Íslenskar varamínútur í sænska boltanum Valgeir Lundal Friðriksson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Alex Þór Hauksson komu allir inn af varamannabekknum í leikjum sinna liða í efstu tveimur deildum sænska fótboltans í dag. Fótbolti 10.7.2022 16:52 Ari lék 90 mínútur í grátlegu jafntefli Ari Freyr Skúlason og Alfons Sampsted spiluðu báðir allar 90 mínúturnar með sínum liðum í sænsku og norsku úrvalsdeildunum í dag. Fótbolti 9.7.2022 17:39 Óli Valur mögulega á leið til Svíþjóðar Sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius hefur mikinn áhuga á Óla Val Ómarssyni, hægri bakverði Stjörnunnar og einni skærustu stjörnu Bestu deildar karla í fótbolta. Fótbolti 6.7.2022 14:01 Aron hafði betur gegn Ara Frey Aron Bjarnason og félagar í Sirius unnu 1-0 útisigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði rúmlega stundarfjórðung í 1-1 jafntefli Häcken og Elfsborg. Fótbolti 3.7.2022 18:16 Jón Guðni enn meiddur og spilaði ekki þegar Hammarby tapaði Vonast er til að Jón Guðni Fjóluson fari að snúa til baka eftir að hafa slitið krossband á síðasta ári en hann náði ekki að vera með í dag. Hammaarby fór í heimsókn til Djurgården og laut í gras 1-0. Fótbolti 3.7.2022 15:01 Davíð lék allan leikinn er Kalmar gerði jafntefli gegn botnliðinu Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í vinstri bakverði hjá Kalmar er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn botnliði Helsingborg. Fótbolti 2.7.2022 17:33 Fimm mörk og tvö rauð er Alex og félagar töpuðu Alex Þór Hauksson og félagar hans í sænska liðinu Öster máttu þola 2-3 tap er liðið tók á móti Skovde í sænsku B-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 2.7.2022 17:19 Malmö tapaði óvænt gegn Sundsvall: Mæta Víkingum næst Sænska meistaraliðið Malmö tapaði nokkuð óvænt gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. Fótbolti 1.7.2022 19:10 Lærisveinar Brynjars Björns enn á botninum eftir þriðja jafnteflið í röð Brynjar Björn Gunnarsson og lærisveinar hans í Örgryte eru enn á botni sænsku B-deildarinnar í fótbolta eftir 2-2 jafntefli gegn Jönköping í kvöld. Fótbolti 28.6.2022 19:05 Alfreð gæti farið aftur til Svíþjóðar Alfreð Finnbogason gæti verið á leiðinni aftur til Svíþjóðar. Hammarby hefur boðið honum samning. Fótbolti 28.6.2022 16:01 Sveinn Aron með frábæra innkomu í stórsigri Elfsborg Það var nóg um að vera í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði í stórsigri Elfsborg, Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í sigri Kalmar og Aron Bjarnason spilaði allan leikinn í tapi Sirius. Fótbolti 27.6.2022 19:15 Häcken henti frá sér tveggja marka forystu Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði BK Häcken og Ari Freyr Skúlason byrjaði hjá Norrköping. Fótbolti 26.6.2022 15:11 Arnór orðaður við endurkomu til Norrköping Staðarmiðlar í Norrköping halda því fram að landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson gæti verið að snúa aftur í raðir félagsins. Arnór gerði gott mót með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann færði sig um set til Rússlands. Fótbolti 22.6.2022 10:31 Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. Fótbolti 21.6.2022 19:59 Berglind í byrjunarliðinu í sigri en Hallbera ekki í hóp Berglin Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro í 1-2 útisigri liðsins á Vittsjo í sænsku úrvalsdeildinni en á sama tíma var Hallbera Guðný Gísladóttir ekki í leikmannahóp Kalmar sem tapaði á heimavelli gegn Djurgarden, 0-1. Fótbolti 19.6.2022 15:10 Guðrún og stöllur styrkja stöðu sína á toppnum | Kristianstad vann Íslendingaslaginn Guðrún Arnarsdóttir og liðsfélgar hennar í Rosengård tóku botnlið AIK í kennslustund með 0-6 stórsigri í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Kristianstad Íslendingaslagin gegn Piteå með einu marki gegn engu. Fótbolti 19.6.2022 13:03 Sjáðu Hlín svara hraustlega fyrir sig í nótt eftir EM-valið Hlín Eiríksdóttir er ein af þeim sem voru allra næst því að ná sæti í EM-hópi Íslands sem tilkynntur var síðasta laugardag en urðu að bíta í það súra epli að fá ekki sæti. Hún sendi landsliðsþjálfaranum skýr skilaboð með frammistöðu sinni í nótt. Fótbolti 14.6.2022 16:00 Hlín eftir þrennuna í miðnætursólinni: „Frábær tilfinning í alla staði“ Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå er liðið lagði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í miðnætursólinni í Svíþjóð í gærkvöld. Hlín skoraði öll þrjú mörk Piteå í 3-0 sigri. Fótbolti 14.6.2022 09:30 Hlín skoraði öll þrjú í öruggum sigri Berglind Rós Ágústsdóttir og Hlín Eiríksdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hlín var svo sannarlega drifkrafturinn í sigri Piteå á Djurgarden en hún skoraði þrennu í kvöld. Fótbolti 13.6.2022 23:03 Ekki missa af Hlín og stöllum hennar í miðnætursólinni í Svíþjóð Hlín Eiríksdóttir og stöllur hennar í Piteå mæta Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 en í Svíþjóð verður klukkan 23.00 er flautað verður til leiks. Fótbolti 13.6.2022 10:31 Guðrún og stöllur enn á toppnum eftir stórsigur Fimm leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum þeirra. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu 5-2 stórsigur gegn Umeå og eru enn taplausar á toppi deildarinnar. Fótbolti 12.6.2022 14:53 Elísabet áfram á sigurbraut Íslendingalið Kristianstad vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 5.6.2022 15:07 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 39 ›
Óli Valur lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð með Aroni Óli Valur Ómarsson spilaði í 8 mínútur með Aroni Bjarnasyni hjá Sirius í sigri liðsins gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Óli Valur spilaði alls rúmar 14 mínútur í sínum fyrsta leik með liðinu. Davíð Kristján Ólafsson og Sveinn Aron Guðjohnsen fengu einnig mínútur með sínum liðum í Svíþjóð. Fótbolti 17.7.2022 15:09
Milos hafði betur gegn Ara Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn á miðjunni fyrir Norrköping í 0-2 tapi á heimavelli gegn Milos Milojevic og lærisveina hans í Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 16.7.2022 15:31
Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping Samkvæmt Aftonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. Fótbolti 14.7.2022 20:04
Arnór endurnýjar kynnin við Norrköping Arnór Sigurðsson er genginn til liðs sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping en hann kemur þangað á lánssamningi frá CSKA Moskvu. Fótbolti 14.7.2022 17:35
Óli Valur mættur til Sirius Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Fótbolti 13.7.2022 09:31
Daníel Guðjohnsen að semja við Malmö Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, er að ganga til liðs við Miloš Milojević og lærisveina hans hjá Malmö í sænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 12.7.2022 08:31
Þrír Íslendingaslagir á Norðurlöndunum | Davíð Kristján skoraði Sex íslenskir leikmenn spiluðu í Noregi og Svíþjóð í dag þar sem þrír Íslendingaslagir voru á dagskrá. Fótbolti 10.7.2022 21:46
Andri Lucas orðaður við Norrköping Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Real Madrid, er sagður vera á leið til sænska liðsins Norrköping samkvæmt sænskum fjölmiðlum í dag. Fótbolti 10.7.2022 17:36
Íslenskar varamínútur í sænska boltanum Valgeir Lundal Friðriksson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Alex Þór Hauksson komu allir inn af varamannabekknum í leikjum sinna liða í efstu tveimur deildum sænska fótboltans í dag. Fótbolti 10.7.2022 16:52
Ari lék 90 mínútur í grátlegu jafntefli Ari Freyr Skúlason og Alfons Sampsted spiluðu báðir allar 90 mínúturnar með sínum liðum í sænsku og norsku úrvalsdeildunum í dag. Fótbolti 9.7.2022 17:39
Óli Valur mögulega á leið til Svíþjóðar Sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius hefur mikinn áhuga á Óla Val Ómarssyni, hægri bakverði Stjörnunnar og einni skærustu stjörnu Bestu deildar karla í fótbolta. Fótbolti 6.7.2022 14:01
Aron hafði betur gegn Ara Frey Aron Bjarnason og félagar í Sirius unnu 1-0 útisigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði rúmlega stundarfjórðung í 1-1 jafntefli Häcken og Elfsborg. Fótbolti 3.7.2022 18:16
Jón Guðni enn meiddur og spilaði ekki þegar Hammarby tapaði Vonast er til að Jón Guðni Fjóluson fari að snúa til baka eftir að hafa slitið krossband á síðasta ári en hann náði ekki að vera með í dag. Hammaarby fór í heimsókn til Djurgården og laut í gras 1-0. Fótbolti 3.7.2022 15:01
Davíð lék allan leikinn er Kalmar gerði jafntefli gegn botnliðinu Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í vinstri bakverði hjá Kalmar er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn botnliði Helsingborg. Fótbolti 2.7.2022 17:33
Fimm mörk og tvö rauð er Alex og félagar töpuðu Alex Þór Hauksson og félagar hans í sænska liðinu Öster máttu þola 2-3 tap er liðið tók á móti Skovde í sænsku B-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 2.7.2022 17:19
Malmö tapaði óvænt gegn Sundsvall: Mæta Víkingum næst Sænska meistaraliðið Malmö tapaði nokkuð óvænt gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. Fótbolti 1.7.2022 19:10
Lærisveinar Brynjars Björns enn á botninum eftir þriðja jafnteflið í röð Brynjar Björn Gunnarsson og lærisveinar hans í Örgryte eru enn á botni sænsku B-deildarinnar í fótbolta eftir 2-2 jafntefli gegn Jönköping í kvöld. Fótbolti 28.6.2022 19:05
Alfreð gæti farið aftur til Svíþjóðar Alfreð Finnbogason gæti verið á leiðinni aftur til Svíþjóðar. Hammarby hefur boðið honum samning. Fótbolti 28.6.2022 16:01
Sveinn Aron með frábæra innkomu í stórsigri Elfsborg Það var nóg um að vera í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði í stórsigri Elfsborg, Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í sigri Kalmar og Aron Bjarnason spilaði allan leikinn í tapi Sirius. Fótbolti 27.6.2022 19:15
Häcken henti frá sér tveggja marka forystu Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði BK Häcken og Ari Freyr Skúlason byrjaði hjá Norrköping. Fótbolti 26.6.2022 15:11
Arnór orðaður við endurkomu til Norrköping Staðarmiðlar í Norrköping halda því fram að landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson gæti verið að snúa aftur í raðir félagsins. Arnór gerði gott mót með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann færði sig um set til Rússlands. Fótbolti 22.6.2022 10:31
Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. Fótbolti 21.6.2022 19:59
Berglind í byrjunarliðinu í sigri en Hallbera ekki í hóp Berglin Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro í 1-2 útisigri liðsins á Vittsjo í sænsku úrvalsdeildinni en á sama tíma var Hallbera Guðný Gísladóttir ekki í leikmannahóp Kalmar sem tapaði á heimavelli gegn Djurgarden, 0-1. Fótbolti 19.6.2022 15:10
Guðrún og stöllur styrkja stöðu sína á toppnum | Kristianstad vann Íslendingaslaginn Guðrún Arnarsdóttir og liðsfélgar hennar í Rosengård tóku botnlið AIK í kennslustund með 0-6 stórsigri í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Kristianstad Íslendingaslagin gegn Piteå með einu marki gegn engu. Fótbolti 19.6.2022 13:03
Sjáðu Hlín svara hraustlega fyrir sig í nótt eftir EM-valið Hlín Eiríksdóttir er ein af þeim sem voru allra næst því að ná sæti í EM-hópi Íslands sem tilkynntur var síðasta laugardag en urðu að bíta í það súra epli að fá ekki sæti. Hún sendi landsliðsþjálfaranum skýr skilaboð með frammistöðu sinni í nótt. Fótbolti 14.6.2022 16:00
Hlín eftir þrennuna í miðnætursólinni: „Frábær tilfinning í alla staði“ Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå er liðið lagði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í miðnætursólinni í Svíþjóð í gærkvöld. Hlín skoraði öll þrjú mörk Piteå í 3-0 sigri. Fótbolti 14.6.2022 09:30
Hlín skoraði öll þrjú í öruggum sigri Berglind Rós Ágústsdóttir og Hlín Eiríksdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hlín var svo sannarlega drifkrafturinn í sigri Piteå á Djurgarden en hún skoraði þrennu í kvöld. Fótbolti 13.6.2022 23:03
Ekki missa af Hlín og stöllum hennar í miðnætursólinni í Svíþjóð Hlín Eiríksdóttir og stöllur hennar í Piteå mæta Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 en í Svíþjóð verður klukkan 23.00 er flautað verður til leiks. Fótbolti 13.6.2022 10:31
Guðrún og stöllur enn á toppnum eftir stórsigur Fimm leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum þeirra. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu 5-2 stórsigur gegn Umeå og eru enn taplausar á toppi deildarinnar. Fótbolti 12.6.2022 14:53
Elísabet áfram á sigurbraut Íslendingalið Kristianstad vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 5.6.2022 15:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent