Seðlabankinn

Fréttamynd

Bankarnir gætu þurft að hækka út­lána­kjör til að vega upp tapaðar vaxta­tekjur

Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka fasta vaxtalausa bindiskyldu í því skyni að láta lánastofnanir bera hluta af kostnaði sem fylgir gjaldeyrisforðanum mun að óbreyttu þýða tapaðar vaxtatekjur fyrir bankana, að sögn hagfræðings, sem bendir á að Seðlabankinn hafi sjálfur mikinn hag af stórum forða. Aðgerðin styður við peningalegt aðhald en áframhaldandi vöxtur í peningamagni er til marks um að umsvifin séu enn mikil í hagkerfinu. 

Innherji
Fréttamynd

Ó­sam­mála nefndinni og biðst lausnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar hefur einn viljað lækka stýrivexti á tveimur fundum peningastefnunefndar í röð. Hann hefur þegið starfstilboð erlendis frá.

Innlent
Fréttamynd

Af skatt­lagningar­valdi Seðla­bankans

Með þeim breytingum sem peningastefnunefnd hefur gert á fastri bindiskyldu er einungis verið að fjármagna risa stóran (og vissulega mjög þarfan) gjaldeyrisforða Seðlabankans með dulinni skattheimtu, að sögn hagfræðings.

Umræðan
Fréttamynd

Bjart­sýn á að samningar náist

Katrín Jakobsdóttir forætisráðherra ávarpaði ársfund Seðlabanka Íslands sem fór fram í Hörpu í dag. Í ávarpi sínu segist hún vera bjartsýn á að hópar á almennum vinnumarkaði og starfsfólk hins opinbera muni fylgja á eftir og gera langtímakjarasamninga á borð við þá sem gerðir voru af aðilum á vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins í mars.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn dregur úr útlánagetu bankanna

Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða.

Innlent
Fréttamynd

Vill að bankarnir beri einnig kostnað af á­bata sem fylgir miklum gjald­eyris­forða

Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Væntingar skulda­bréfa­markaðar til stýri­vaxta

Væntingar til stýrivaxta og verðbólgu hafa mikil áhrif á skuldabréfaverð og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða væntingar megi lesa út úr núverandi skuldabréfaverðum. Á smærri og óstöðugri mörkuðum eins og á Íslandi, stöndum við oft frammi fyrir öðruvísi vandamálum en á stærri og rótgrónari mörkuðum.

Umræðan
Fréttamynd

Vildi aftur einn lækka vexti

Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mark­vissar að­gerðir munu skila árangri á hús­næðis­markaði

Of hátt vaxtastig og hert lánþegaskilyrði hafa haft letjandi áhrif á framkvæmdaaðila með þeim afleiðingum að við erum ekki að byggja nauðsynlegt magn íbúða til að anna eftirspurn. Á sama tíma sjáum við marga sem hafa góða greiðslugetu og mikinn vilja til að komast út á markaðinn og eignast húsnæði falla á greiðslumati.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­gengi í mann­heimum

Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við.

Skoðun
Fréttamynd

Bankarnir geti lækkað eigin vexti án að­komu Seðla­bankans

Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda meginvöxtum óbreyttum. Forsendur hafi verið fyrir því að lækka vexti í dag. Markmið nýgerðra samninga standi þó enn og væntanlega verði myndarlegrar vaxtalækkunar í maí. Viðskiptabankarnir geti hins vegar lækkað sína vexti.

Innlent
Fréttamynd

Upp­gangur og þensla halda uppi verð­bólgu og vöxtum

Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta.

Innlent
Fréttamynd

Undrast að það séu hrein­lega ekki ó­eirðir á Ís­landi

Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp.

Neytendur
Fréttamynd

Vöxtum haldið ó­breyttum fjórða fundinn í röð en ó­vissa minnkað eftir kjara­samninga

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við væntingar meirihluta markaðsaðila og greinenda, en segir að óvissa hafi minnkað eftir að kjarasamningar kláruðust á almennum vinnumarkaði. Nefndin varar hins vegar við hættu á launaskriði vegna spennu í þjóðarbúinu og að verðbólga kunni að reynast þrálát.

Innherji
Fréttamynd

Tví­sýn á­kvörðun en markaðurinn veðjar á ó­breytta vexti enn um sinn

Þrátt fyrir skaplega niðurstöðu í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegur þyngra að síðasta verðbólgumæling var slæm, talsvert yfir spám greinenda, og því er erfitt fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að réttlæta á þessari stundu að hefja vaxtalækkunarferlið, að mati meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Aðrir benda á hækkandi raunvaxtastig, skýr merki um kólnun í hagkerfinu og lækkandi verðbólguvæntingar og telja að bankinn muni því fara í varfærna vaxtalækkun í fyrsta sinn frá árslokum 2020.

Innherji
Fréttamynd

Hags­muna­á­rekstrar og traust fjár­festa á fjár­mála­fyrir­tæki

Hagsmunir fjármálafyrirtækja sem veita fjárfestingarþjónustu og viðskiptavina þeirra geta skarast á ýmsan hátt. Þannig kann fyrirtæki að hafa hagsmuni af því að sem flestir viðskiptavinir þess sem eru með eignir í eignastýringu hjá því eigi viðskipti með hlutabréf eða skuldabréf sem það sjálft, eða aðili undir þess yfirráðum, hefur gefið út.

Umræðan
Fréttamynd

Já­kvætt að klára sölu á ISB enda þurfi ríkið á peningunum að halda núna

Það er „jákvætt“ að stjórnvöld stefni að því að ljúka við sölu á eignarhlut sínum í Íslandsbanka, að mati seðlabankastjóra, sem telur erfitt fyrir ríkið að vera minnihlutaeigandi í einkabanka. Fjármálaráðherra áformar að selja eftirstandandi hlut ríkissjóðs, sem er núna yfir 90 milljarðar að markaðsvirði, með almennu markaðssettu útboði sem verður sennilega gert í tveimur skrefum.

Innherji
Fréttamynd

Ríkið klárar sölu á grænu evru­bréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða

Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021.

Innherji
Fréttamynd

Unnið með bönkunum í er­lendri fjár­mögnun að hafa tekið yfir í­búða­lánin

Efnahagsreikningur og rekstur viðskiptabankanna hefur tekið stakkaskiptum frá 2019, þegar þeir voru í raun bara „fyrirtækjabankar“ að sögn seðlabankastjóra, og viðskiptalíkanið er orðið mun sterkara eftir að bankarnir tóku nánast yfir íbúðalán heimilanna sem hefur unnið með þeim í erlendri markaðsfjármögnun. Hann segir að hagræðið sem hafi náðst með þeirri breytingu sé komin til vera og öll rök hnígi að því að lífeyrissjóðir einblíni á að kaupa sértryggð bankanna fremur en að standa sjálfur í beinum lánveitingum.

Innherji