Skattar og tollar

Fréttamynd

Heimsmet í samneyslu

Ef hið opinbera gáir ekki fljótlega að sér mun skattbyrði aukast og afkoma fyrirtækja versna. Samneysla sem hlutfall af landsframleiðslu er nú hæst á Íslandi af öllum OECD ríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Lægri matarskatt og betri skóla

Samfylkingin kynnti áherslur sínar í þingbyrjun í Alþingishúsinu í gærdag. Ef hagvaxtarspár ganga eftir ætlar flokkurinn að beita sér fyrir að hagnaðurinn verði til þess að matarskattur verði lækkaður og að fjármagn til skólanna verði aukið til muna.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið tekur 84% af vodkaflösku

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga Íslendingar heimsmet í skattlagningu á áfengi. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaðartölum frá ÁTVR fer hlutur ríkisins í einstakri vörutegund upp í allt að 85% af verði.

Innlent
Fréttamynd

Heimsmet í áfengissköttum

"Við eigum heimsmetið," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um áfengisskatta á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Skattar á sterkt vín og léttvín eru hvergi hærri en hér. Aðeins Norðmenn eru fyrir ofan okkur í álagningu á bjór.

Innlent
Fréttamynd

Skattakóngur Íslandssögunnar

"Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis.

Innlent