Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2025 15:03 Einar skipulagði eigin útför sem var heldur óvenjuleg og í raun teiti, til minningar um manninn. Á dögunum fór fram útför/minningarathöfn í Iðnó fyrir auglýsingamanninn, leikarann og fjölskyldumanninn Einar Gunnar Einarsson en hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar fyrir tveimur mánuðum. Einar skipulagði athöfnina sjálfur á dánarbeðinum sem samblöndu af tónlist, uppistandi og myndböndum og er útkoman nokkuð óhefðbundin útför með gleðina að leiðarljósi. Fjallað var um manninn og athöfnina í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Þar fengu áhorfendur að kynnast manninum. Einar lést 68 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við Krabbamein. Tómas Arnar hitti einkadóttur hans nokkrum dögum fyrir útförina. Með stjörnunum í Law & Order „Hann lét draumana rætast, elti þá og var ekkert feiminn við það að sækja það sem hann vildi í lífinu,“ segir Erna Soffía Einarsdóttir, einkadóttir Einars Gunn. Eftir að hafa starfað í auglýsingageiranum í New York í fjölmörg ár sneri hann við blaðinu og lagði óvænt fyrir sig leiklist, þá að nálgast fimmtugt. Einari bregður til að mynda fyrir í þáttum á borð við Law & Order, FBI og Blacklist sem margir kannast við. Einar lék til að mynda í Law & Order. Í gegnum lífsleiðina var Einar einnig flugmaður, ljósmyndari, höfundur og þá hóf hann starfsferil sinn sem þingsveinn. En fyrir utan vinnu var hann mikill fjölskyldumaður. Hann hafi gert allt fyrir móður Ernu eftir að hún greindist með MS árið 2012. „Hún notar til dæmis göngugrind í dag og er í hjólastól en hún er seig, hörð og algjör nagli og lætur heldur ekkert stoppa sig,“ segir Erna og bætir við að eftir að hann veiktist sjálfur hafi það tekið á fyrir hann að geta ekki aðstoðað eiginkonuna eins og áður. Erna einkadóttirin aðstoðaði við skipulagninguna. Einar greindist með krabbamein í brisi í ágúst 2023. Krabbameinið var þá ekki búið að dreifa úr sér en geisla og lyfjameðferð skilaði litlum árangri. Þegar Einar flytur loks heim í apríl á þessu ári hrakaði heilsu hans verulega og var hann kominn inn á krabbameinsdeild í júní. „Hann var þegar farinn að sýna merki um að þetta væri ekki alveg í lagi. Hann var svo þrjóskur og ætlaði sér að vinna bug á þessu. Hann barðist til enda og er algjör hetja,“ segir Erna en í byrjun ágúst fékk fjölskyldan þær fréttir að það þyrfti að panta innlögn fyrir hann á líknardeild. Þegar á líknardeild var komið horfðist Einar í augu við dauðann var fljótur að ákveða að hans síðasta verk myndi vera að skipuleggja sína eigin jarðarför. „Hann sko lék í þáttaröðinni Jarðarförin mín. Hann sagði við mig, ég ætla bara að nota tækifærið og plana mína eigin jarðarför. Hvað á ég bara að sitja hér og deyja,“ segir Erna að faðir hennar hafi sagt við hana á líknardeildinni. Og úr varð þessi magnaða athöfn í Iðnó en hér að neðan má sjá hvernig til tókst. Ísland í dag Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Einar skipulagði athöfnina sjálfur á dánarbeðinum sem samblöndu af tónlist, uppistandi og myndböndum og er útkoman nokkuð óhefðbundin útför með gleðina að leiðarljósi. Fjallað var um manninn og athöfnina í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Þar fengu áhorfendur að kynnast manninum. Einar lést 68 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við Krabbamein. Tómas Arnar hitti einkadóttur hans nokkrum dögum fyrir útförina. Með stjörnunum í Law & Order „Hann lét draumana rætast, elti þá og var ekkert feiminn við það að sækja það sem hann vildi í lífinu,“ segir Erna Soffía Einarsdóttir, einkadóttir Einars Gunn. Eftir að hafa starfað í auglýsingageiranum í New York í fjölmörg ár sneri hann við blaðinu og lagði óvænt fyrir sig leiklist, þá að nálgast fimmtugt. Einari bregður til að mynda fyrir í þáttum á borð við Law & Order, FBI og Blacklist sem margir kannast við. Einar lék til að mynda í Law & Order. Í gegnum lífsleiðina var Einar einnig flugmaður, ljósmyndari, höfundur og þá hóf hann starfsferil sinn sem þingsveinn. En fyrir utan vinnu var hann mikill fjölskyldumaður. Hann hafi gert allt fyrir móður Ernu eftir að hún greindist með MS árið 2012. „Hún notar til dæmis göngugrind í dag og er í hjólastól en hún er seig, hörð og algjör nagli og lætur heldur ekkert stoppa sig,“ segir Erna og bætir við að eftir að hann veiktist sjálfur hafi það tekið á fyrir hann að geta ekki aðstoðað eiginkonuna eins og áður. Erna einkadóttirin aðstoðaði við skipulagninguna. Einar greindist með krabbamein í brisi í ágúst 2023. Krabbameinið var þá ekki búið að dreifa úr sér en geisla og lyfjameðferð skilaði litlum árangri. Þegar Einar flytur loks heim í apríl á þessu ári hrakaði heilsu hans verulega og var hann kominn inn á krabbameinsdeild í júní. „Hann var þegar farinn að sýna merki um að þetta væri ekki alveg í lagi. Hann var svo þrjóskur og ætlaði sér að vinna bug á þessu. Hann barðist til enda og er algjör hetja,“ segir Erna en í byrjun ágúst fékk fjölskyldan þær fréttir að það þyrfti að panta innlögn fyrir hann á líknardeild. Þegar á líknardeild var komið horfðist Einar í augu við dauðann var fljótur að ákveða að hans síðasta verk myndi vera að skipuleggja sína eigin jarðarför. „Hann sko lék í þáttaröðinni Jarðarförin mín. Hann sagði við mig, ég ætla bara að nota tækifærið og plana mína eigin jarðarför. Hvað á ég bara að sitja hér og deyja,“ segir Erna að faðir hennar hafi sagt við hana á líknardeildinni. Og úr varð þessi magnaða athöfn í Iðnó en hér að neðan má sjá hvernig til tókst.
Ísland í dag Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“