Í kyrrþey Þorgrímur Sigmundsson skrifar 14. nóvember 2020 09:31 Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar