Í kyrrþey Þorgrímur Sigmundsson skrifar 14. nóvember 2020 09:31 Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar