Samgönguslys Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss. Innlent 30.11.2024 17:53 Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna rútuslyss á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. Innlent 30.11.2024 16:02 Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Ekið var á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi um sexleytið í dag. Vegfarandinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Innlent 26.11.2024 18:53 Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Tilkynnt var um umferðarslys í Hafnarfirði í dag þar sem engin slys urðu á fólki en bifreiðin var mikið skemmd. Ökumaður viðurkenndi að hafa verið í símanum og var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður var vistaður í fangageymslu. Innlent 24.11.2024 17:46 Ók á ljósastaur við Grensásveg Ökumaður ók bifreið á ljósastaur við Grensásveg á ellefta tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin meiriháttar slys urðu á fólki. Innlent 23.11.2024 23:46 Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Innlent 21.11.2024 16:39 Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bíll með aftanívagn fór á hliðina á Suðurlandsvegi til móts við Eystri skóga í dag. Enginn slys urðu á fólki. Innlent 20.11.2024 15:23 Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Bílar sem lentu í árekstri í gærkvöldi á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastalundi skullu saman úr gagnstæðri átt. Innlent 18.11.2024 11:04 Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur. Innlent 17.11.2024 20:59 Ók á sjö kindur og drap þær Sjö kindur drápust um helgina á Suðurlandi þegar var ekið á þær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að frá því á föstudag hafi verið skráð um 150 mál hjá embættinu. Innlent 11.11.2024 15:07 Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að tveggja bíla árekstri sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs í Reykjavík fimmtudagskvöldið 24. október. Tilkynning um áreksturinn barst klukkan 19.42. Innlent 7.11.2024 13:00 Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Innlent 5.11.2024 11:09 Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að tveir bílar skullu saman á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Slysið varð á níunda tímanum í kvöld. Innlent 4.11.2024 20:48 Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega. Innlent 30.10.2024 11:07 Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Karlmaður á sextugsaldri hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofsakastur um Höfðana í Reykjavík í febrúar á þessu ári sem endaði með umferðaróhappi. Innlent 29.10.2024 16:52 Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Fjórir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru kallaðir út rétt fyrir klukkan tólf á hádegi vegna áreksturs á gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í Vogahverfinu. Innlent 29.10.2024 12:13 Þrír fluttir á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur við álverið Þrír hafa verið fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir að þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 7:20 í morgun. Innlent 28.10.2024 07:31 Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. Innlent 27.10.2024 11:07 Togað hafi verið í stýrið og afturhluti vélar strokið flugbrautina Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að togað hafi verið í hæðarstýrið eftir að lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt í lendingu, þegar stél á flugvél Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi í fyrra. Innlent 26.10.2024 10:25 „Erfitt að vera kominn á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður“ Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands nú í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag. Lífið 25.10.2024 11:32 Tveir fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun Tveir voru fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun í Hafnarfirði. Það staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.10.2024 17:44 Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Innlent 23.10.2024 16:48 Ekið á tvo á gatnamótum við Kringlumýrarbraut Tveir einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir slys á gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar um hálffjögurleytið í dag. Innlent 21.10.2024 15:58 Einn á bráðamóttóku er rafskúta og reiðhjól lentu saman Ökumaður rafskútu var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í dag þegar rafskúta hans og reiðhjóllentu saman í Fossvogi í dag. Innlent 15.10.2024 21:13 Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti loftgæði í loftförum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem varðar mörg tilfelli veikinda hjá fólki í flugáhöfnum frá árinu 2011 til ársins í ár. Innlent 11.10.2024 13:16 Árekstur á Eyrarbakkavegi Tveggja bíla árekstur varð á Eyrarbakkavegi í Árnessýslu um hálfþrjúleytið í dag. Svo virðist sem engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Innlent 9.10.2024 15:10 Ökumaðurinn liðlega tvítugur Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma. Innlent 9.10.2024 11:28 Banaslysið aftur til héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum. Innlent 8.10.2024 06:20 Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir. Innlent 7.10.2024 16:00 Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Innlent 7.10.2024 10:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 44 ›
Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss. Innlent 30.11.2024 17:53
Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna rútuslyss á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. Innlent 30.11.2024 16:02
Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Ekið var á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi um sexleytið í dag. Vegfarandinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Innlent 26.11.2024 18:53
Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Tilkynnt var um umferðarslys í Hafnarfirði í dag þar sem engin slys urðu á fólki en bifreiðin var mikið skemmd. Ökumaður viðurkenndi að hafa verið í símanum og var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður var vistaður í fangageymslu. Innlent 24.11.2024 17:46
Ók á ljósastaur við Grensásveg Ökumaður ók bifreið á ljósastaur við Grensásveg á ellefta tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin meiriháttar slys urðu á fólki. Innlent 23.11.2024 23:46
Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Innlent 21.11.2024 16:39
Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bíll með aftanívagn fór á hliðina á Suðurlandsvegi til móts við Eystri skóga í dag. Enginn slys urðu á fólki. Innlent 20.11.2024 15:23
Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Bílar sem lentu í árekstri í gærkvöldi á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastalundi skullu saman úr gagnstæðri átt. Innlent 18.11.2024 11:04
Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur. Innlent 17.11.2024 20:59
Ók á sjö kindur og drap þær Sjö kindur drápust um helgina á Suðurlandi þegar var ekið á þær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að frá því á föstudag hafi verið skráð um 150 mál hjá embættinu. Innlent 11.11.2024 15:07
Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að tveggja bíla árekstri sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs í Reykjavík fimmtudagskvöldið 24. október. Tilkynning um áreksturinn barst klukkan 19.42. Innlent 7.11.2024 13:00
Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Innlent 5.11.2024 11:09
Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að tveir bílar skullu saman á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Slysið varð á níunda tímanum í kvöld. Innlent 4.11.2024 20:48
Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega. Innlent 30.10.2024 11:07
Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Karlmaður á sextugsaldri hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofsakastur um Höfðana í Reykjavík í febrúar á þessu ári sem endaði með umferðaróhappi. Innlent 29.10.2024 16:52
Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Fjórir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru kallaðir út rétt fyrir klukkan tólf á hádegi vegna áreksturs á gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í Vogahverfinu. Innlent 29.10.2024 12:13
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur við álverið Þrír hafa verið fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir að þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 7:20 í morgun. Innlent 28.10.2024 07:31
Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. Innlent 27.10.2024 11:07
Togað hafi verið í stýrið og afturhluti vélar strokið flugbrautina Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að togað hafi verið í hæðarstýrið eftir að lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt í lendingu, þegar stél á flugvél Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi í fyrra. Innlent 26.10.2024 10:25
„Erfitt að vera kominn á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður“ Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands nú í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag. Lífið 25.10.2024 11:32
Tveir fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun Tveir voru fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun í Hafnarfirði. Það staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.10.2024 17:44
Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Innlent 23.10.2024 16:48
Ekið á tvo á gatnamótum við Kringlumýrarbraut Tveir einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir slys á gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar um hálffjögurleytið í dag. Innlent 21.10.2024 15:58
Einn á bráðamóttóku er rafskúta og reiðhjól lentu saman Ökumaður rafskútu var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í dag þegar rafskúta hans og reiðhjóllentu saman í Fossvogi í dag. Innlent 15.10.2024 21:13
Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti loftgæði í loftförum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem varðar mörg tilfelli veikinda hjá fólki í flugáhöfnum frá árinu 2011 til ársins í ár. Innlent 11.10.2024 13:16
Árekstur á Eyrarbakkavegi Tveggja bíla árekstur varð á Eyrarbakkavegi í Árnessýslu um hálfþrjúleytið í dag. Svo virðist sem engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Innlent 9.10.2024 15:10
Ökumaðurinn liðlega tvítugur Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma. Innlent 9.10.2024 11:28
Banaslysið aftur til héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum. Innlent 8.10.2024 06:20
Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir. Innlent 7.10.2024 16:00
Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Innlent 7.10.2024 10:30