Flóttafólk á Íslandi Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. Innlent 7.2.2023 10:05 Fjöldi barna í ótryggu húsnæði tvöfaldast milli ára Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Borgarfulltrúi í minnihlutanum segir ekki hægt að fela sig bakvið stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans. Forgangsraða þurfi verkefnum í þágu fólksins en ekki í skreytingu torga. Innlent 4.2.2023 19:31 Allt að fjörutíu flóttamenn í Múlaþing á árinu Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Múlaþing mun taka á móti allt að fjörutíu flóttamönnum á árinu. Innlent 3.2.2023 15:27 Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir. Innlent 2.2.2023 06:17 Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. Innlent 1.2.2023 18:35 Ekki við mótmælendur að sakast hvernig fór við brottvísun Hussein Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að þau kenni mótmælendum um hvernig fór þegar flóttamanninum Hussein Hussein var vísað úr landi. Áætlanir hafi breyst eftir að boðað var til mótmæla, sem hefðu getað verið fjölmennari en raun bar vitni. Embættið beri ábyrgð og ekki sé við mótmælendur að sakast. Innlent 1.2.2023 11:57 Sema segir ríkislögreglustjóra „ljúga upp á almenna borgara“ Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, sakar ríkislögreglustjóra um að ljúga opinberlega upp á almenning í svörum sínum við erindi umboðsmanns Alþingis. Innlent 1.2.2023 06:24 Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. Innlent 31.1.2023 10:31 Grasrótin hristir upp í VG fyrir fund um útlendingamál Hópur fólks innan Vinstri grænna segir nýtt frumvarp um útlendinga einkennast af útlendingaandúð. Frumvarpið virðist hafa það að markmiði að neita fleirum um hæli á enn meiri hraða en áður. Innlent 27.1.2023 19:43 Með lögum skal land byggja en ekki með ólögum eyða Þann 23. janúar síðastliðinn kom Alþingi saman í fyrsta sinn eftir jólafrí. Eina málið á dagskrá er hið umdeilda útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram heldur það fimmta og er Jón Gunnarsson fjórði ráðherrann til að leggja það fram. Skoðun 27.1.2023 18:00 66 umsækjendur af 178 sem sögðust börn metnir fullorðnir Frá árinu 2014 hafa 178 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem fylgdarlaus börn. Eftir gagnaöflun og aldursgreiningu voru 78 metnir sem börn en 66 sem fullorðnir. Innlent 25.1.2023 11:57 Flóttamenn á Íslandi: Maður af manni verður að máli kunnur Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa. Maður af manni verður að máli kunnur en til dælskur af dul. Skoðun 23.1.2023 10:01 Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Innlent 23.1.2023 06:54 Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“ Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu. Innlent 18.1.2023 11:32 Hafnarfjörður tekur við 450 flóttamönnum Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum samkvæmt nýjum samningi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning þess efnis. Innlent 17.1.2023 16:10 Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Innlent 17.1.2023 12:03 128 fluttir á brott í lögreglufylgd og 32 umsóknir metnar tilhæfulausar Á tímabilinu 1. janúar 2021 til 21. desember 2022 voru 128 einstaklingar fluttir úr landi í lögreglufylgd eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi. Innlent 17.1.2023 08:12 Enga myglu að finna þar sem hælisleitendur eru hýstir í Grindavík Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði. Innlent 13.1.2023 21:45 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. Innlent 13.1.2023 14:07 Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Innlent 13.1.2023 12:00 Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. Innlent 11.1.2023 13:01 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. Innlent 10.1.2023 16:03 Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. Innlent 7.1.2023 13:03 Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Innlent 6.1.2023 16:08 Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. Innlent 6.1.2023 14:38 Flóttamenn á Íslandi: Láta ekki sitt eftir liggja og bera höfuðið hátt Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Skoðun 29.12.2022 12:30 Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. Innlent 28.12.2022 14:27 Ekki bara jólaboð heldur félagsskapur fyrir hátíðarnar Á fimmta hundrað sótti jólaboð Hjálpræðishersins sem fór fram í dag. Gestir sögðust þakklátir fyrir boðið, sem sé mikilvæg samvera fyrir marga sem finna fyrir einmanaleika yfir hátíðarnar. Innlent 23.12.2022 21:00 Stjórnmál til friðar Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Skoðun 23.12.2022 15:00 Um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Skoðun 23.12.2022 13:30 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 25 ›
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. Innlent 7.2.2023 10:05
Fjöldi barna í ótryggu húsnæði tvöfaldast milli ára Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Borgarfulltrúi í minnihlutanum segir ekki hægt að fela sig bakvið stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans. Forgangsraða þurfi verkefnum í þágu fólksins en ekki í skreytingu torga. Innlent 4.2.2023 19:31
Allt að fjörutíu flóttamenn í Múlaþing á árinu Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Múlaþing mun taka á móti allt að fjörutíu flóttamönnum á árinu. Innlent 3.2.2023 15:27
Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir. Innlent 2.2.2023 06:17
Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. Innlent 1.2.2023 18:35
Ekki við mótmælendur að sakast hvernig fór við brottvísun Hussein Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að þau kenni mótmælendum um hvernig fór þegar flóttamanninum Hussein Hussein var vísað úr landi. Áætlanir hafi breyst eftir að boðað var til mótmæla, sem hefðu getað verið fjölmennari en raun bar vitni. Embættið beri ábyrgð og ekki sé við mótmælendur að sakast. Innlent 1.2.2023 11:57
Sema segir ríkislögreglustjóra „ljúga upp á almenna borgara“ Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, sakar ríkislögreglustjóra um að ljúga opinberlega upp á almenning í svörum sínum við erindi umboðsmanns Alþingis. Innlent 1.2.2023 06:24
Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. Innlent 31.1.2023 10:31
Grasrótin hristir upp í VG fyrir fund um útlendingamál Hópur fólks innan Vinstri grænna segir nýtt frumvarp um útlendinga einkennast af útlendingaandúð. Frumvarpið virðist hafa það að markmiði að neita fleirum um hæli á enn meiri hraða en áður. Innlent 27.1.2023 19:43
Með lögum skal land byggja en ekki með ólögum eyða Þann 23. janúar síðastliðinn kom Alþingi saman í fyrsta sinn eftir jólafrí. Eina málið á dagskrá er hið umdeilda útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram heldur það fimmta og er Jón Gunnarsson fjórði ráðherrann til að leggja það fram. Skoðun 27.1.2023 18:00
66 umsækjendur af 178 sem sögðust börn metnir fullorðnir Frá árinu 2014 hafa 178 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem fylgdarlaus börn. Eftir gagnaöflun og aldursgreiningu voru 78 metnir sem börn en 66 sem fullorðnir. Innlent 25.1.2023 11:57
Flóttamenn á Íslandi: Maður af manni verður að máli kunnur Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa. Maður af manni verður að máli kunnur en til dælskur af dul. Skoðun 23.1.2023 10:01
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Innlent 23.1.2023 06:54
Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“ Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu. Innlent 18.1.2023 11:32
Hafnarfjörður tekur við 450 flóttamönnum Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum samkvæmt nýjum samningi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning þess efnis. Innlent 17.1.2023 16:10
Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Innlent 17.1.2023 12:03
128 fluttir á brott í lögreglufylgd og 32 umsóknir metnar tilhæfulausar Á tímabilinu 1. janúar 2021 til 21. desember 2022 voru 128 einstaklingar fluttir úr landi í lögreglufylgd eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi. Innlent 17.1.2023 08:12
Enga myglu að finna þar sem hælisleitendur eru hýstir í Grindavík Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði. Innlent 13.1.2023 21:45
Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. Innlent 13.1.2023 14:07
Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Innlent 13.1.2023 12:00
Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. Innlent 11.1.2023 13:01
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. Innlent 10.1.2023 16:03
Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. Innlent 7.1.2023 13:03
Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Innlent 6.1.2023 16:08
Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. Innlent 6.1.2023 14:38
Flóttamenn á Íslandi: Láta ekki sitt eftir liggja og bera höfuðið hátt Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Skoðun 29.12.2022 12:30
Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. Innlent 28.12.2022 14:27
Ekki bara jólaboð heldur félagsskapur fyrir hátíðarnar Á fimmta hundrað sótti jólaboð Hjálpræðishersins sem fór fram í dag. Gestir sögðust þakklátir fyrir boðið, sem sé mikilvæg samvera fyrir marga sem finna fyrir einmanaleika yfir hátíðarnar. Innlent 23.12.2022 21:00
Stjórnmál til friðar Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Skoðun 23.12.2022 15:00
Um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Skoðun 23.12.2022 13:30