„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 11. ágúst 2023 13:34 Tilfinningarnar báru flóttakonurnar ofurliði þegar þær voru bornar út í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. „Þeir sögðu okkur að klukkan 11 yrðum við á götunni. Við héldum að þeir væru kannski að grínast,“ segir Blessing í samtali við fréttastofu. Flóttafólkið hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og hefur samkvæmt nýjum útlendingalögum verið tilkynnt um lok á þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þau fá endanlega synjun. Undanskilin eru börn og fjölskyldur þeirra. Meðan þess er beðið að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála má fólkið ekki vinna. „Við erum þrjár konur og næstum tuttugu menn saman í herbergi. Í dag sögðu þeir okkur að við hefðum tvo tíma til að koma okkur út.“ Hún segist hafa þráspurt lögreglumennina hvert hún og hinir flóttamennirnir eigi nú að leita. Hún segist eiga í engin hús að venda. „Þau svöruðu því að þeim væri sama og endurtóku sig, að við þyrftum að fara. Ég sagðist hafa flúið mansal og vændi og spurði hvert ég ætti að fara. Þau sögðu að sér væri sama og ég er því á götunni. Þau vita það.“ Hvernig líður þér? „Mér líður svo illa. Ég er ekki með sjálfri mér. Ég er ringluð og veit ekkert.“ Veistu hvert þú ferð núna? „Nei ég veit það ekki. Ég hef ekkert að fara og veit ekki hvert ég gæti farið. Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum.“ Fengu tvo tíma Esther, flóttakona frá Nígeríu sem kom til Íslands frá Ítalíu þar sem hún var þolandi mansals í um fjögur ár, segist ringluð vegna atburðarásarinnar í dag. „Lögreglan kom og sagði okkur að við yrðum að fara innan tveggja tíma. Við sögðum þeim að við hefðum ekkert að fara, þau sögðu að það kæmi sér ekki við, við þyrftum að fara“ Hafið þið rætt við lögmann ykkar? „Ég reyndi. Ég reyndi að tala við hann. Ég skil þetta ekki,“ segir Esther grátandi. Tilfinningarnar báru fólkið ofurliði.Vísir/Vilhelm Konurnar lýstu því allar að þær væru ráðalausar.Vísir/Vilhelm Konurnar segjast hafa fengið fálát svör frá lögreglu.Vísir/Vilhelm Um er að ræða þó nokkurn fjölda flóttafólks sem fengið hefur synjun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýjum lögum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir endanlega synjun.Vísir/Vilhelm Mary og Esther grátandi í Bæjarhrauni. Þær voru fluttar af svæðinu í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Mary með hluta af glerflösku sem hún braut í uppnámi í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, aðstoðar Mary upp í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Þeir sögðu okkur að klukkan 11 yrðum við á götunni. Við héldum að þeir væru kannski að grínast,“ segir Blessing í samtali við fréttastofu. Flóttafólkið hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og hefur samkvæmt nýjum útlendingalögum verið tilkynnt um lok á þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þau fá endanlega synjun. Undanskilin eru börn og fjölskyldur þeirra. Meðan þess er beðið að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála má fólkið ekki vinna. „Við erum þrjár konur og næstum tuttugu menn saman í herbergi. Í dag sögðu þeir okkur að við hefðum tvo tíma til að koma okkur út.“ Hún segist hafa þráspurt lögreglumennina hvert hún og hinir flóttamennirnir eigi nú að leita. Hún segist eiga í engin hús að venda. „Þau svöruðu því að þeim væri sama og endurtóku sig, að við þyrftum að fara. Ég sagðist hafa flúið mansal og vændi og spurði hvert ég ætti að fara. Þau sögðu að sér væri sama og ég er því á götunni. Þau vita það.“ Hvernig líður þér? „Mér líður svo illa. Ég er ekki með sjálfri mér. Ég er ringluð og veit ekkert.“ Veistu hvert þú ferð núna? „Nei ég veit það ekki. Ég hef ekkert að fara og veit ekki hvert ég gæti farið. Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum.“ Fengu tvo tíma Esther, flóttakona frá Nígeríu sem kom til Íslands frá Ítalíu þar sem hún var þolandi mansals í um fjögur ár, segist ringluð vegna atburðarásarinnar í dag. „Lögreglan kom og sagði okkur að við yrðum að fara innan tveggja tíma. Við sögðum þeim að við hefðum ekkert að fara, þau sögðu að það kæmi sér ekki við, við þyrftum að fara“ Hafið þið rætt við lögmann ykkar? „Ég reyndi. Ég reyndi að tala við hann. Ég skil þetta ekki,“ segir Esther grátandi. Tilfinningarnar báru fólkið ofurliði.Vísir/Vilhelm Konurnar lýstu því allar að þær væru ráðalausar.Vísir/Vilhelm Konurnar segjast hafa fengið fálát svör frá lögreglu.Vísir/Vilhelm Um er að ræða þó nokkurn fjölda flóttafólks sem fengið hefur synjun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýjum lögum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir endanlega synjun.Vísir/Vilhelm Mary og Esther grátandi í Bæjarhrauni. Þær voru fluttar af svæðinu í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Mary með hluta af glerflösku sem hún braut í uppnámi í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, aðstoðar Mary upp í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17
Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00