Vinnumálastofnun leigir Hótel Glym undir allt að áttatíu flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 09:55 Hótel Glymur er í Hvalfirðinum og heitir eftir samnefndum fossi. Hótel Glymur Vinnumálastofnun mun leigja Hótel Glym frá 1. október næstkomandi til hýsingar allt að áttatíu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þetta segir í tilkynningu á vef Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að samsetning hópsins liggi ekki enn fyrir en það skýrist á næstunni. Leigan hefst 1. október næstkomandi og er leigutími til átján mánaða að minnsta kosti en 24 mánaða í mesta lagi. Þá segir að Vinnumálastofnun hafi tekið yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. júlí árið 2022. Síðan þá hafi fjöldi í þjónustu stofnunarinnar þrefaldast og eru nú um 2.100 einstaklingar sem búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Spár stofnunarinnar gera ráð fyrir að eiga þurfi pláss fyrir um 4.500 umsækjendur í lok árs en allt að 5.500 ef hæstu spár ganga eftir. Boðað til kynningarfundar í haust Í tilkynningunni kemur fram að Vinnumálastofnun muni útvega og sjá um samgöngur milli Hótel Glyms og Akraness nokkrum sinnum í viku. Stofnunin er með samning við Rauða krossinn á Íslandi um virkni fyrir umsækjendur og óskað verður eftir slíkum úrræðum á staðinn. Stofnunin mun einnig kanna áhuga nærsamfélagsins á virkniúrræðum eða öðru sem gæti hentað inn í húsnæðið. Á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu. Tímasetning fundarins verður auglýst síðar. Tryggja framfærslu og nauðsynlega þjónustu Vinnumálastofnun veitir umsækjendum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun. Stofnunin tryggir umsækjendum framfærslu, aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Vinnumálastofnun er með samning við Öryggismiðstöðina og veitir fyrirtækið sólarhrings viðveru í öllu húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Það sé gert til að tryggja þjónustu og stuðning við þá sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni og ef upp koma einhver atvik sé hægt að bregðast við hratt og vel. Þá kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar jafnframt í húsnæðið tvisvar til fjórum sinnum í viku. Hvalfjarðarsveit Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að samsetning hópsins liggi ekki enn fyrir en það skýrist á næstunni. Leigan hefst 1. október næstkomandi og er leigutími til átján mánaða að minnsta kosti en 24 mánaða í mesta lagi. Þá segir að Vinnumálastofnun hafi tekið yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. júlí árið 2022. Síðan þá hafi fjöldi í þjónustu stofnunarinnar þrefaldast og eru nú um 2.100 einstaklingar sem búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Spár stofnunarinnar gera ráð fyrir að eiga þurfi pláss fyrir um 4.500 umsækjendur í lok árs en allt að 5.500 ef hæstu spár ganga eftir. Boðað til kynningarfundar í haust Í tilkynningunni kemur fram að Vinnumálastofnun muni útvega og sjá um samgöngur milli Hótel Glyms og Akraness nokkrum sinnum í viku. Stofnunin er með samning við Rauða krossinn á Íslandi um virkni fyrir umsækjendur og óskað verður eftir slíkum úrræðum á staðinn. Stofnunin mun einnig kanna áhuga nærsamfélagsins á virkniúrræðum eða öðru sem gæti hentað inn í húsnæðið. Á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu. Tímasetning fundarins verður auglýst síðar. Tryggja framfærslu og nauðsynlega þjónustu Vinnumálastofnun veitir umsækjendum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun. Stofnunin tryggir umsækjendum framfærslu, aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Vinnumálastofnun er með samning við Öryggismiðstöðina og veitir fyrirtækið sólarhrings viðveru í öllu húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Það sé gert til að tryggja þjónustu og stuðning við þá sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni og ef upp koma einhver atvik sé hægt að bregðast við hratt og vel. Þá kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar jafnframt í húsnæðið tvisvar til fjórum sinnum í viku.
Hvalfjarðarsveit Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira