Vinnumarkaður

Fréttamynd

„Þeir sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast í kulnun“

Gallup hefur mælt fjárhagsáhyggjur frá bankahruni og mælingar sýna að þeir sem eru með fjárhagsáhyggjur eða ná ekki endum saman eru meðal annars líklegri til að vera í andlegu ójafnvægi, upplifa svefnleysi, pirring, svima, vöðvabólgu og bakverki. Þá eru þeir sem eru með miklar fjárhagsáhyggjur sjö sinnum líklegri til að verða fyrir kulnun.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ríf­lega 30 þúsund manns hafa sótt um hluta­bætur

Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög djúp kreppa“

90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki í boði að gera ekki neitt

Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð.

Innlent
Fréttamynd

Mér of­býður

Það dylst engum að starfsemi langflestra ferðaþjónustufyrirtækja landsins er nú lömuð. Um er að ræða um það bil fjögur þúsund fyrirtæki. Langflest lítil, nokkur meðalstór og örfá stór.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustan æf út í ASÍ

Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja.

Innlent