Gæðum fórnað ef ófaglærðir ganga í störfin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:49 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/Daníel Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður. Vinnumarkaður Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður.
Vinnumarkaður Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira