Ógnarstjórn er víða í atvinnulífinu! Flosi Eiríksson skrifar 26. október 2020 15:00 Viðbrögð og umræður um mál sem upp koma geta varpað skýru ljósi á ýmsa þætti í samfélaginu. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í umræðum um COVID-smit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni og forkastanlegum vinnubrögðum útgerðarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Í viðtali við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, kom fram m.a. að þetta væri nú ekki einsdæmi og að ,,ógnarstjórn væri víða í atvinnulífinu“ það segir býsna magnaða sögu um okkar samfélag að þessi yfirlýsing forystumanns á hægri væng stjórnmálanna hafi ekki fengið mikil viðbrögð eða mótmæli. Það væri ástæða fyrir suma að velta fyrir sér viðbrögðunum hjá leiðarahöfundum og ýmsum talsmönnum atvinnurekenda ef einhver í verkalýðshreyfingunni hefði tekið svona til orða. Ég er til dæmis að vísa til forystumanna SAF svo það sé bara sagt. Ráðherrann vonaði líka að hásetinn sem lýsti aðstæðum um borð myndi ekki missa vinnuna, en virtist allt eins gera ráð fyrir því, sem byggir trúlega á reynslu hans og samskiptum við útgerðarmenn. Það var óhugnanlegt að lesa um fyrirmæli útgerðarinnar um að sjómennirnir mættu ekki ræða málið. Aftur var það lýsandi að ekki hefur heyrst múkk eða mö í þeim sem oft tala mikið um málfrelsið og réttindi fólks til að hrauna yfir minnihlutahópa og útvarpa fordómum sínum og hatursorðræðu. Annað mál kom upp í vikunni þar sem fyrirtækið Hvalur hf. var dæmt til að greiða starfsmönnum sínum rúmar 100 milljónir í vandgoldin laun, aftur í tímann. Verkalýðsfélag Akranes hefur rekið það mál af einurð fyrir hönd sinna félagsmanna, en forsvarsmenn Hvals hafa meðal annars borið fyrir sig að starfsmennirnir hafi sýnt „tómlæti“ af því að þeir áttuðu sig ekki strax á svikunum og því eigi þeir ekkert skilið! Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um þennan launaþjófnað eða þann ósvífna málflutning sem þarna hefur komið fram. Engu að síður standa samtök atvinnurekenda gegn því að löggjöf sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna, um viðurlög við launaþjónaði, nái fram að ganga. Ógnarstjórnin í atvinnnulífinu er víða. Þessi tvö mál varpa skýru ljósi á þann tvískinnung sem er í tali sumra talsmanna atvinnurekenda um samfélagslega ábyrgð þeirra og yfirlýsingum um að hagsmunir starfsfólks séu þeim efst í hug. Fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir hafa það að markmiði að hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu, þagga niður í gagnrýni umræðu og skapa ákveðna jákvæða ímynd. Öllum þeim fjármunum sem í það fara og orku væri betur varið í að standa við kjarasamninga og tryggja lögboðin réttindi launafólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Viðbrögð og umræður um mál sem upp koma geta varpað skýru ljósi á ýmsa þætti í samfélaginu. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í umræðum um COVID-smit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni og forkastanlegum vinnubrögðum útgerðarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Í viðtali við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, kom fram m.a. að þetta væri nú ekki einsdæmi og að ,,ógnarstjórn væri víða í atvinnulífinu“ það segir býsna magnaða sögu um okkar samfélag að þessi yfirlýsing forystumanns á hægri væng stjórnmálanna hafi ekki fengið mikil viðbrögð eða mótmæli. Það væri ástæða fyrir suma að velta fyrir sér viðbrögðunum hjá leiðarahöfundum og ýmsum talsmönnum atvinnurekenda ef einhver í verkalýðshreyfingunni hefði tekið svona til orða. Ég er til dæmis að vísa til forystumanna SAF svo það sé bara sagt. Ráðherrann vonaði líka að hásetinn sem lýsti aðstæðum um borð myndi ekki missa vinnuna, en virtist allt eins gera ráð fyrir því, sem byggir trúlega á reynslu hans og samskiptum við útgerðarmenn. Það var óhugnanlegt að lesa um fyrirmæli útgerðarinnar um að sjómennirnir mættu ekki ræða málið. Aftur var það lýsandi að ekki hefur heyrst múkk eða mö í þeim sem oft tala mikið um málfrelsið og réttindi fólks til að hrauna yfir minnihlutahópa og útvarpa fordómum sínum og hatursorðræðu. Annað mál kom upp í vikunni þar sem fyrirtækið Hvalur hf. var dæmt til að greiða starfsmönnum sínum rúmar 100 milljónir í vandgoldin laun, aftur í tímann. Verkalýðsfélag Akranes hefur rekið það mál af einurð fyrir hönd sinna félagsmanna, en forsvarsmenn Hvals hafa meðal annars borið fyrir sig að starfsmennirnir hafi sýnt „tómlæti“ af því að þeir áttuðu sig ekki strax á svikunum og því eigi þeir ekkert skilið! Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um þennan launaþjófnað eða þann ósvífna málflutning sem þarna hefur komið fram. Engu að síður standa samtök atvinnurekenda gegn því að löggjöf sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna, um viðurlög við launaþjónaði, nái fram að ganga. Ógnarstjórnin í atvinnnulífinu er víða. Þessi tvö mál varpa skýru ljósi á þann tvískinnung sem er í tali sumra talsmanna atvinnurekenda um samfélagslega ábyrgð þeirra og yfirlýsingum um að hagsmunir starfsfólks séu þeim efst í hug. Fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir hafa það að markmiði að hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu, þagga niður í gagnrýni umræðu og skapa ákveðna jákvæða ímynd. Öllum þeim fjármunum sem í það fara og orku væri betur varið í að standa við kjarasamninga og tryggja lögboðin réttindi launafólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun