Silfur Egils

Menningarpistill
Ídol innsetningaliðsins eru fígúrur eins og Tracy Ermin og Damien Hirst sem sýna rúmið sitt útbíað af gömlum kærustum, dauð dýr í formalíni, hengja upp gamlar nærbuxur – fólk sem telur listrænt að setja túrtappa í nefið á sér ef því er að skipta...
Augun beinast að eigendum DV
Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið...

Þjóðaríkon
Íslendingar eru líka eyþjóð sem er sífellt að spá í sjálfri sér. Hver eru okkar þjóðaríkon? Grettir sterki, hákarl, glíma, álfar, lóan? Ætli við myndum ekki reyna að telja túristum trú um það. En þetta virkar ekkert voða sannfærandi....

Skjaldbökur
Hér er sagt frá risaskjaldböku sem tók flóðhest í fóstur, annarri skjaldböku sem sögð er hafa komið með Darwin frá Galapagoseyjum, fjallað um Túskildingsóperuna og tónleika virkjanaandstæðinga í Laugardalshöll um helgina...

Túlkanir á Skugga-Sveini
Skugga-Sveinn hefur ekki sést í leikhúsunum um langt árabil. Kannski veitti sýning í Þjóðleikhúsinu 1984 honum rothögg. Samt telst hann vera langvinsælasta leikrit íslenskrar leiklistarsögu og nú er hann jólaleikrit útvarpsins...

Um kjaradóm og sigurvegara sögunnar
Hér er fjallað um hinn umdeilda úrskurð Kjaradóms sem þó verður ekki betur séð en að eigi stoð í lögum, spurt hverjir geti talist vera "sigurvegarar sögunnar" og gripið niður í tímaritið Þjóðmál en annað tölublað þess er nýkomið út...

Engin leið heim
Ríkissjónvarpið er að sýna No Direction Home, heimildarmynd Martins Scorsese um Bob Dylan. Kröfurnar eru miklar þegar mesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna fjallar um helsta söngvaskáldið vestra, en myndin veldur ekki vonbrigðum...

Hvar er frjálshyggjan?
Hér er enn fjallað um miðjustjórnmál og spurt hvort þau séu bara gríma sem nýfrjálshyggjan setur upp, velt vöngum yfir framgangi David Cameron, hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins, sem er eins og snýttur út úr nefinu á Tony Blair, og aðeins minnst á bæklingaruslið sem er borið í hús þessa dagana...

Gott auðvald?
Hér er tæpt á nokkrum umræðuefnum sem komu fram í bókasilfri á sunnudag – um leynireikninga og munaðarlíf Thorsara, setu Hannesar Hafstein á ríkisstjórnarfundum í Danmörku og hugsjónir "góða kommans" Einars Olgeirssonar...

Árni og jafnréttisstýran
Það er talað um að Árni Magnússon hafi beitt óhóflegu valdi í málinu, en þá er þess að gæta Valgerður Bjarnadóttir var ekki bara einhver Gunna úti í bæ; hún var framkvæmdastjóri ríkisstofnunar sem hljóta að vera gerðar miklar kröfur til...

Hvers vegna allt þetta drasl?
Ofgnóttin hjá okkur er svo mikil að hún er orðin leiðinleg. Fullnægingin sem nýjasta leiktækið veitir okkur endist æ skemur. Margt bendir líka til þess að neyslubrjálæðið sé að gera okkur veik, segir í þessari jólahugvekju...

Þjófar og þjófsnautar
Hér er skrifað um niðurstöðu Héraðsdóms í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur og því spáð að Hæstiréttur hljóti að komast að annarri niðurstöðu, fjallað um þá sem krefjast afsagnar félagsmálaráðherra og loks er tekið undir málflutning femínista um fegurðarsamkeppnir...

Endurkoma Jóns Baldvins
Ég held að viðtökurnar við viðtalinu stafi af því að fólk vantar innblástur, það þráir að meginstef stjórnmálanna séu sett fram á skýran og skiilmerkilegan hátt, ólíkt pexinu sem alltof mjög hefur einkennt stjórnmálaumræðuna hér...

Er miðjan endilega moð?
Stjórnmálaflokkarnir eru ekki ósammála um nein meginatriði, ekkert sem snertir grunngerð samfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn sækir inn á miðjuna, Samfylkingin segist ætla að verja miðjuna, en Framsókn telur sig vera hinn eiginlega miðjuflokk...

Fleiri minnisvarða!
"Minnisverðir áfangar eru ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna," skrifar Guðmundur Gunnarsson...

Velgjörðarmenn og snobb
"Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar," skrifar Friðrik Þór Guðmundsson...

Frá Piccadilly og Póllandi
Hér er fjallað um fjöldagöngu herskárra múslima á Piccadilly á laugardaginn en þeir hrópuðu slagorð gegn kapítalisma og veraldarhyggju, sagt nánar frá ferðalagi til Póllands og rifjaðar upp minningar þaðan frá árunum þegar kommúnisminn ríkti enn...

Jón Baldvin í Silfrinu
Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag, en einnig koma í þáttinn Jónas Kristjánsson og Hjörleifur Guttormsson til að fjalla um bókina Collapse eftir Jared Diamond...

Í Kraká
Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum.

Dýrlingurinn í bænum
Hér er fjallað um samkomu þar sem nýríkir Íslendingar fríkuðu út, heimsókn gamla Dýrlingsins til Reykjavíkur, gestagang á Íslandi á fyrstu árum sjónvarpsins, hið vandræðalega orð "háskóla" sem gjaldfellir Háskóla Íslands og loks er stuttlega minnst á einn dapurlegasta stað í bænum...

Er ekkert að gera á Alþingi?
Hér er fjallað um Alþingi Íslendinga sem fer brátt í frí eftir að hafa setið stutt og gert lítið, fréttahallæri sem ríkir í landinu á sama tíma og fréttaflutningur eykst, merka bók um Miðausturlönd og spurt hvort ekki sé kominn tími á jólasveina í Silfrið...

Völundarhús valdsins
Kristján þurfti að eyða miklum kröftum í stjórnarmyndunarviðræður. Eftir næstum tíu ár í embætti hefur Ólafur Ragnar enn ekki fengið að glíma við stjórnarmyndum – sem er þó er líklegt að honum myndi þykja skemmtilegt verkefni...

Var George Best tragískur?
Hér er fjallað um fótboltamanninn Best sem sólundaði hæfileikum sínum í drykkju, fjárhættuspil og kvennafar, en einnig eru nefndar nokkrar hápólitískar bíómyndir sem hafa vakið athygli úti í heimi en berast ekki hingað...

Leyniþjónusta Styrmis
Ég veit margt merkilegt sem aðrir vita ekki, en ég kýs að láta það ekki uppi, Og þó, kannski segi ég frá því ef ég fæ nógu margar áskoranir. En samt ekki. Nema ef ég neyðist til þess. Þá gæti verið að ég leysti frá skjóðunni...

Vitlaust hugsað – á vitlausum stað
Málið er alls ekki fullrætt. Ég hef talað við lækna og heilbrigðisstarfsmenn og mér heyrast þeir allir með tölu vera á móti því að setja niður stóran spítala á Landspítalalóðinni. Þeim finnst það blátt áfram arfavitlaust...

Pólitískir deyfðardagar
Maður man ekki eftir annarri eins deyfð í pólitíkinni og ríkir nú um stundir. Það er ekkert að gerast í þinginu – maður veit varla hvort það er starfandi eða ekki. Í dag var þrasað um að menntamálaráðherra hefði brugðið sér til Senegal...

Þarf að hemja hina ofurríku?
Truflar það mann eitthvað þótt aðrir verði ríkir. Tony Blair hefur svarað þeirri spurningu neitandi. En Freedland segir já. Það sé hættulegt fyrir samfélagið þegar misskiptingin verður of áberandi...

Rödd aftan úr fásinninu
Er það til marks um fjölbreytni að hafa hundrað sjónvarpsstöðvar, flestar með nokkurn veginn því sama? Ég er ekki viss um það. Og var lífið virkilega svona fábreytt þegar við Hafliði Helgason vorum ungir?

Vín, tóbak og hræsni
Reykingamenn og ofætur uppskera fyrirlitningu, meðan áfengisnotendur eru eins og fínir menn, drekka eðalvín af sérlistum, geta valið úr ótal tegundum af bjór og gosi með áfengi út í...

Tvennir tímar
Kirkjubrúðkaup samkynhneigðra eru væntanlega á næsta leiti. Þetta er að bögglast fyrir kirkjunni; þeir sem eru með eru háværir – þeir sem eru á móti fara í felur með skoðanir sínar. Biskupinn vill greinilega vera óákveðinn eins lengi og hann getur...