Vitlaust hugsað – á vitlausum stað 25. nóvember 2005 20:35 Stjórnmálamenn hugsa stundum dálítið einkennilega, þeir telja sig vera búna að ráðfæra sig við almenning þegar þeir eru í rauninni bara búnir að tala við aðra stjórnmálamenn og örfáa embættismenn. Svona var það til dæmis með Hringbrautina – okkur var sagt að málið hefði verið rætt fyrir löngu, það væri til einskis að þrasa um þetta. Fyrrverandi borgastjóri, Þórólfur Árnason, kallaði það að berja hausnum við stein. Svipað er á döfinni með nýja hátæknisjúkrahúsið og allar byggingarnar sem eiga að rísa kringum Landspítalann gamla. Það er búið að ákveða þetta. Ekki minni maður en Don Alfredo hefur verið ráðinn til að koma þessu upp; það er meira að segja búið að leggja götuna sem á að flytja fólk til og frá spítalanum. Samt er það svo að enginn man eftir því að hafa tekið þátt í umræðum um þetta. --- --- --- Maður fór fyrst að heyra eitthvað að ráði um hátæknispítala eftir að Davíð veiktist – nokkru síðar var ákveðið að taka part af öllum símapeningunum til að leggja í batteríið. En málið er alls ekki fullrætt. Ég hef talað við lækna og heilbrigðisstarfsmenn og mér heyrast þeir allir með tölu vera á móti því að setja niður stóran spítala á þessum stað. Þeim finnst það blátt áfram arfavitlaust. Lýður Árnason, læknir á Flateyri, var í þætti hjá mér um daginn og sagði að það væri engin þörf á hátæknisjúkrahúsi. Að hans áliti er alltof stór yfirbygging á Landspítalanum vandamál. Háskólasjúkrahús þarf ekki meiri samþjöppun heldur þvert á móti úthreinsun, segir hann. Annars sé vandinn geðsjúkdómar, elli, fíkniefni, hræðsla og leti. Við þurfum að hugsa betur um gamla fólkið – það verður ekki gert á hátæknisjúkrahúsi. --- --- --- Það ríkir ótrúlegt miðstýringaræði í heilbrigðiskerfinu - helst skal allt einkaframtak kæft niður. Það hefur aldrei verið sýnt fram á hagkvæmni þess að steypa þessu öllu saman en samt spila allir pólitíkusar með, sama í hvaða flokki þeir eru. Það er líklega engin von til að einn stjórnmálamaður komi vitinu fyrir annan í þessu máli. Andófið mun ekki koma þaðan. Íslendingar láta verkin tala með steinsteypu. Í anda þess er Hringbrautin lögð og í anda þess er búið að skipulegga ógurlegt magn steinsteypuklumpa á spítalasvæðinu. Enginn virðist almennilega hafa pælt í að í rauninni komast þær ekki fyrir þarna - þarna verður toðið niður austur-þýskri úthverfasamstæðu sem teygir sig í röðum upp um Þingholtin og út í Vatnsmýri. Samt gætu þessar byggingar í raun verið hvar sem er. Landspítalalóðin er ekki miðja höfuðborgarsvæðisins. Líklega væri miklu betra að setja þetta niður við Borgarspítalann, eins og raunar var bent á skýrslu danska ráðgjafafyrirtækisins Emenor. Þar kom fram að ódýrara yrði að reisa spítala í Fossvoginum. Þar er hægt að byggja hátt upp í loftið. Þetta gæti skeikað mörgum milljörðum. Þess hefur veirð gætt að stinga skýrslunni vandlega undir stól. Ef út í það er farið gæti þetta allt eins verið á Vífilsstöðum. --- --- --- Það er talað um að að nýbyggingarnar við Landspítalann séu góðar vegna þess að þær séu svo nálægt Háskólanum og vegna þess að þær efli miðborgina. En sjúkrahús er lokað rými. Það skapast ekki líf í kringum það, læknar og sjúklingar eru ekki á þönum í búðir eða á kaffihús. Læknarnir munu eftir sem áður keyra á jeppunum sínum út í Háskóla, en þeir sem minna mega af starfsmönnum spítalanna taka strætó heim til sín. Sjúklingarnir eru svo varla að þvælast mikið. --- --- --- Hornið á Snorrabraut og Hringbraut, þar sem eitt sinn var Miklatorg, hefur verið hefðbundin hefðbundin aðkoma í vestur- og miðbæinn. Nánast eins og hlið inn á svæðið kringum Tjörnina. Nú er það eyðilagt með hraðbraut og steinsteypukumböldum á báðar hendur. Allt ber þetta vott um að menn hafi enga tilfinningu fyrir samhenginu í byggðinni. --- --- --- Það er ekki einleikið hvað skipulagsmálin eru að vefjast fyrir borgarstjórninni. Hvergi birtist þetta betur en allt í kringum Vatnsmýrina. Uppi við Valsvöll á að byggja blokkir, stóreflis samgöngumiðstöð við flugvöllinn, Háskólinn í Reykjavík datt óvænt ofan í Nauthólsvík og nú keppast borgarfulltrúar við að viðurkenna að Hringbrautin hafi verið mistök. Það er jafnvel stungið upp á að byggja yfir hana – sem yrði þá líklega einn stærsti bílskúr í víðri veröld. En nú er semsagt búið að setja Alfreð í verkið. Þetta verður ábyggilega flott hjá honum ef marka má lúxusinn í Orkuveitunni. Húsgögn frá Epal i hverri stofu. Mannvirkið er bara á vitlausum stað og líklega vitlaust hugsað líka. Væri kannski ráð að kjósa um málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Stjórnmálamenn hugsa stundum dálítið einkennilega, þeir telja sig vera búna að ráðfæra sig við almenning þegar þeir eru í rauninni bara búnir að tala við aðra stjórnmálamenn og örfáa embættismenn. Svona var það til dæmis með Hringbrautina – okkur var sagt að málið hefði verið rætt fyrir löngu, það væri til einskis að þrasa um þetta. Fyrrverandi borgastjóri, Þórólfur Árnason, kallaði það að berja hausnum við stein. Svipað er á döfinni með nýja hátæknisjúkrahúsið og allar byggingarnar sem eiga að rísa kringum Landspítalann gamla. Það er búið að ákveða þetta. Ekki minni maður en Don Alfredo hefur verið ráðinn til að koma þessu upp; það er meira að segja búið að leggja götuna sem á að flytja fólk til og frá spítalanum. Samt er það svo að enginn man eftir því að hafa tekið þátt í umræðum um þetta. --- --- --- Maður fór fyrst að heyra eitthvað að ráði um hátæknispítala eftir að Davíð veiktist – nokkru síðar var ákveðið að taka part af öllum símapeningunum til að leggja í batteríið. En málið er alls ekki fullrætt. Ég hef talað við lækna og heilbrigðisstarfsmenn og mér heyrast þeir allir með tölu vera á móti því að setja niður stóran spítala á þessum stað. Þeim finnst það blátt áfram arfavitlaust. Lýður Árnason, læknir á Flateyri, var í þætti hjá mér um daginn og sagði að það væri engin þörf á hátæknisjúkrahúsi. Að hans áliti er alltof stór yfirbygging á Landspítalanum vandamál. Háskólasjúkrahús þarf ekki meiri samþjöppun heldur þvert á móti úthreinsun, segir hann. Annars sé vandinn geðsjúkdómar, elli, fíkniefni, hræðsla og leti. Við þurfum að hugsa betur um gamla fólkið – það verður ekki gert á hátæknisjúkrahúsi. --- --- --- Það ríkir ótrúlegt miðstýringaræði í heilbrigðiskerfinu - helst skal allt einkaframtak kæft niður. Það hefur aldrei verið sýnt fram á hagkvæmni þess að steypa þessu öllu saman en samt spila allir pólitíkusar með, sama í hvaða flokki þeir eru. Það er líklega engin von til að einn stjórnmálamaður komi vitinu fyrir annan í þessu máli. Andófið mun ekki koma þaðan. Íslendingar láta verkin tala með steinsteypu. Í anda þess er Hringbrautin lögð og í anda þess er búið að skipulegga ógurlegt magn steinsteypuklumpa á spítalasvæðinu. Enginn virðist almennilega hafa pælt í að í rauninni komast þær ekki fyrir þarna - þarna verður toðið niður austur-þýskri úthverfasamstæðu sem teygir sig í röðum upp um Þingholtin og út í Vatnsmýri. Samt gætu þessar byggingar í raun verið hvar sem er. Landspítalalóðin er ekki miðja höfuðborgarsvæðisins. Líklega væri miklu betra að setja þetta niður við Borgarspítalann, eins og raunar var bent á skýrslu danska ráðgjafafyrirtækisins Emenor. Þar kom fram að ódýrara yrði að reisa spítala í Fossvoginum. Þar er hægt að byggja hátt upp í loftið. Þetta gæti skeikað mörgum milljörðum. Þess hefur veirð gætt að stinga skýrslunni vandlega undir stól. Ef út í það er farið gæti þetta allt eins verið á Vífilsstöðum. --- --- --- Það er talað um að að nýbyggingarnar við Landspítalann séu góðar vegna þess að þær séu svo nálægt Háskólanum og vegna þess að þær efli miðborgina. En sjúkrahús er lokað rými. Það skapast ekki líf í kringum það, læknar og sjúklingar eru ekki á þönum í búðir eða á kaffihús. Læknarnir munu eftir sem áður keyra á jeppunum sínum út í Háskóla, en þeir sem minna mega af starfsmönnum spítalanna taka strætó heim til sín. Sjúklingarnir eru svo varla að þvælast mikið. --- --- --- Hornið á Snorrabraut og Hringbraut, þar sem eitt sinn var Miklatorg, hefur verið hefðbundin hefðbundin aðkoma í vestur- og miðbæinn. Nánast eins og hlið inn á svæðið kringum Tjörnina. Nú er það eyðilagt með hraðbraut og steinsteypukumböldum á báðar hendur. Allt ber þetta vott um að menn hafi enga tilfinningu fyrir samhenginu í byggðinni. --- --- --- Það er ekki einleikið hvað skipulagsmálin eru að vefjast fyrir borgarstjórninni. Hvergi birtist þetta betur en allt í kringum Vatnsmýrina. Uppi við Valsvöll á að byggja blokkir, stóreflis samgöngumiðstöð við flugvöllinn, Háskólinn í Reykjavík datt óvænt ofan í Nauthólsvík og nú keppast borgarfulltrúar við að viðurkenna að Hringbrautin hafi verið mistök. Það er jafnvel stungið upp á að byggja yfir hana – sem yrði þá líklega einn stærsti bílskúr í víðri veröld. En nú er semsagt búið að setja Alfreð í verkið. Þetta verður ábyggilega flott hjá honum ef marka má lúxusinn í Orkuveitunni. Húsgögn frá Epal i hverri stofu. Mannvirkið er bara á vitlausum stað og líklega vitlaust hugsað líka. Væri kannski ráð að kjósa um málið?
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun