Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. desember 2025 14:12 Góðir gestir stúlknanna hófu kvöldið á því að dansa samhæfðan dans við „Daddy Cool“ með Boney M. Skinkur, hnakkar og skoðanaglaðir stjórnmálamenn létu sig ekki vanta á lifandi sýningu hlaðvarpsins Komið gott í Austurbæjarbíói í gær. Ef marka má samfélagsmiðla stóð opnunaratriðið upp úr þar sem þær stöllur dönsuðu við Boney M með Magnúsi Ragnarssyni og hinum ýmsu stjórnmálamönnum. Kristín og Ólöf héldu sams konar viðburð fyrir ári síðan fyrir fullu húsi í Iðnó en nú varð Austurbæjarbíói fyrir valinu sem tekur töluvert fleiri gesti. Það gilti einu, uppselt varð á viðburðinn á tveimur mínútum þegar hann fór í sölu í nóvember. Venjulegur miði kostaði 8.900 krónur en einnig voru í boði „auðmannaborð“ fyrir fimm manns á 89.000 krónur. Heiðrún Lind og Sigríður Andersen létu sig ekki vanta. Fréttastofa var með fulltrúa á vettvangi í gær sem sagði Austurbæinn hafa verið kjaftfullan. Þá hafi góð tilboð verið á barnum sem skiluðu sér í ótæpilegri drykkju og æðisgenginni stemmingu. Hver gestur fékk gjafapoka sem innihélt ýmsa glaðninga og var mikið lagt í framleiðsluna með tveimur stórum skjáum. Meðal gesta í gær voru Marta María Winkel á Smartlandi, athafnakonan Lilja Pálmadóttir, fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá SFS, Gerður Arinbjarnardóttir í Blush og fleiri góðir. Dansatriði, gestir grillaðir og Jens sló í gegn Viðburðurinn hófst á stóru og metnaðarfullu dansatriði þar sem Kristín og Ólöf dönsuðu við „Daddy Cool“ með Boney M ásamt góðum hópi fólks. Þar stigu á svið Magnús Ragnarsson, stórvinur stúlknanna; Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins; Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar; Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík; Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi ríkislögreglustjóri; Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Uppfært: Upphaflega sagði að Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefði verið í hópi dansara en það var í raun Sigríður Björk. Dansararnir glöddu gesti. Sigurður Ingi, Snorri Másson og Jens Garðar ræddu málin baksviðs. Eftir það tók við hlaðvarpshlutinn þar sem Ólöf og Kristín spjölluðu saman, baunuðu á hinn og þennan og fengu síðan góða gesti upp á svið til að grilla. Meðal þeirra sem fóru upp á svið voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Sigríður Andersen. Ólöf Skaftadóttir réttir gestum Gull Lite meðan Jens Garðar syngur „Slá í gegn“. Síðan var Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dreginn upp á svið til að taka „Slá í gegn“ með Stuðmönnum og söng þá allur salurinn með. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af dansinum tryllta: Hlaðvörp Samkvæmislífið Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Kristín og Ólöf héldu sams konar viðburð fyrir ári síðan fyrir fullu húsi í Iðnó en nú varð Austurbæjarbíói fyrir valinu sem tekur töluvert fleiri gesti. Það gilti einu, uppselt varð á viðburðinn á tveimur mínútum þegar hann fór í sölu í nóvember. Venjulegur miði kostaði 8.900 krónur en einnig voru í boði „auðmannaborð“ fyrir fimm manns á 89.000 krónur. Heiðrún Lind og Sigríður Andersen létu sig ekki vanta. Fréttastofa var með fulltrúa á vettvangi í gær sem sagði Austurbæinn hafa verið kjaftfullan. Þá hafi góð tilboð verið á barnum sem skiluðu sér í ótæpilegri drykkju og æðisgenginni stemmingu. Hver gestur fékk gjafapoka sem innihélt ýmsa glaðninga og var mikið lagt í framleiðsluna með tveimur stórum skjáum. Meðal gesta í gær voru Marta María Winkel á Smartlandi, athafnakonan Lilja Pálmadóttir, fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá SFS, Gerður Arinbjarnardóttir í Blush og fleiri góðir. Dansatriði, gestir grillaðir og Jens sló í gegn Viðburðurinn hófst á stóru og metnaðarfullu dansatriði þar sem Kristín og Ólöf dönsuðu við „Daddy Cool“ með Boney M ásamt góðum hópi fólks. Þar stigu á svið Magnús Ragnarsson, stórvinur stúlknanna; Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins; Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar; Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík; Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi ríkislögreglustjóri; Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Uppfært: Upphaflega sagði að Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefði verið í hópi dansara en það var í raun Sigríður Björk. Dansararnir glöddu gesti. Sigurður Ingi, Snorri Másson og Jens Garðar ræddu málin baksviðs. Eftir það tók við hlaðvarpshlutinn þar sem Ólöf og Kristín spjölluðu saman, baunuðu á hinn og þennan og fengu síðan góða gesti upp á svið til að grilla. Meðal þeirra sem fóru upp á svið voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Sigríður Andersen. Ólöf Skaftadóttir réttir gestum Gull Lite meðan Jens Garðar syngur „Slá í gegn“. Síðan var Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dreginn upp á svið til að taka „Slá í gegn“ með Stuðmönnum og söng þá allur salurinn með. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af dansinum tryllta:
Hlaðvörp Samkvæmislífið Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira