Þingeyjarsveit

Fréttamynd

Miðar á Kaleo endurseldir á marg­földu verði

Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana.

Lífið
Fréttamynd

Sást ekki til sólar fyrir mýi

Vistfræðingur sem staddur var á Mývatni þegar mýflugnager vaknaði til lísins segir annað eins ekki hafa sést í yfir hálfa öld. Að hans sögn sást ekki til sólar þrátt fyrir að það væri heiðskírt.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðar­bungu

Skjálfti af stærð M4,8 varð í Bárðarbungu klukkan 21:14 í kvöld og nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftinn fannst meðal annars í Suðursveit en engin merki eru um gosóróa.

Innlent
Fréttamynd

Kaleo með tón­leika á Ís­landi í fyrsta sinn í ára­tug

Íslenska stórhljómsveitin Kaleo hefur spilað víða um heim síðastliðinn áratug og stefnir á að vera loksins aftur með tónleika í Vaglaskógi í sumar. Þeir eru að gefa út plötuna Mixed Emotions næstkomandi föstudag og ætla að fylgja henni eftir með stæl bæði erlendis og hérlendis. Er um að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015.

Tónlist
Fréttamynd

Beint flug milli Akur­eyrar og út­landa aldrei verið meira

Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

Vannýttur vegkafli í G-dúr

Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi.

Skoðun
Fréttamynd

Snarpur skjálfti í Bárðar­bungu

Klukkan 08:21 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 4,2 í Bárðarbungu. Skömmu áður, eða klukkan 08:06 varð annar skjálfti af stærðinni 2,9 á sama stað.

Innlent
Fréttamynd

Um fimm­tíu við­burðir í boði á Vetrar­há­tíð við Mý­vatn

Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða

Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

Skoðun
Fréttamynd

Óvissustig vegna skjálfta í Bárðar­bungu

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Aftur­kalla átta frið­lýsingar

Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Þakplötur fuku af hlöðu í Aðal­dal

Hjálparsveitir skáta Aðaldal og Reykjadal voru ásamt Björgunarsvetinni Garðari á Húsavík kallaðar út í morgun þar sem þakplötur á hlöðu á bæ í Aðaldal voru farnar að fjúka af.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn við Öskju frá árs­byrjun 2022

Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð klukkan 08:13 í morgun á austurbakka Öskjuvatns, 1,6 kílómetra frá Víti sem er stærsti sprengigígurinn í Öskju. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar 2022.

Innlent
Fréttamynd

Um 200 til­kynningar um tjón vegna rafmagnsleysis

Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magns­leysi sums staðar fram á kvöld

Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld.

Innlent