Heimilar umferð um Vonarskarð Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2025 11:07 Vonarskarð er gróðurlaust skarð milli Bárðarbungu í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls. Stjr Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest breytingartillögu svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að heimila vélknúna umferð og hjólreiðar um Vonarskarð frá 1. september ár hvert og þar til svæðið verður ófært. Frá þessu segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að breytingin gildi í tilraunaskyni til fimm ára og fylgi henni ítarleg vöktunaráætlun. „Umferð um Vonarskarð verður, eftir sem áður, heimil í samræmi við lög um náttúruvernd, á frosinni og snævi þakinni jörð ef frá eru skilin jarðhitasvæðin. Náttúruverndarstofnun verður ennfremur falið að skila framvinduskýrslu til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um málið á hverju ári og ráðuneytið mun, í samvinnu við stofnunina, skoða möguleika á aukinni vernd í og við viðkvæm svæði Snapadals. Þegar stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt árið 2013 var lokað fyrir umferð reiðhjóla og vélknúinna ökutækja í gegnum Vonarskarð og svæðið skilgreint sem göngusvæði og hefur frá þeim tíma verið tekist á um lokunina. Í tilmælum ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins þetta sama ár var stjórninni falið að skoða sérstaklega málefni Vonarskarðs með það að markmiði að tryggja til framtíðar vernd og nýtingu gæða svæðisins með hagsmuni og samræmingu útivistar og náttúruverndar að leiðarljósi í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila svæðisins. Á fundi svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs í nóvember 2024 var tekin ákvörðun að hefja breytingaferli á aðgengi um svæðið í tilraunaskyni. Svæðisstjórn hefur síðan þá unnið að tillögu að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið og samþykkti hana 17. september 2025. Tillaga svæðisstjórnar barst ráðherra 19. september 2025. Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðar er meginstjórntæki þjóðgarðsins og samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er hlutverk ráðherra að staðfesta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn ef hún brýtur ekki í bága við lög eða reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Ráðherra hefur nú staðfest tillögu svæðisstjórnar og verður á tilraunatímabilinu lögð áhersla á landvörslu og eftirlit með svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Umferð Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að breytingin gildi í tilraunaskyni til fimm ára og fylgi henni ítarleg vöktunaráætlun. „Umferð um Vonarskarð verður, eftir sem áður, heimil í samræmi við lög um náttúruvernd, á frosinni og snævi þakinni jörð ef frá eru skilin jarðhitasvæðin. Náttúruverndarstofnun verður ennfremur falið að skila framvinduskýrslu til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um málið á hverju ári og ráðuneytið mun, í samvinnu við stofnunina, skoða möguleika á aukinni vernd í og við viðkvæm svæði Snapadals. Þegar stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt árið 2013 var lokað fyrir umferð reiðhjóla og vélknúinna ökutækja í gegnum Vonarskarð og svæðið skilgreint sem göngusvæði og hefur frá þeim tíma verið tekist á um lokunina. Í tilmælum ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins þetta sama ár var stjórninni falið að skoða sérstaklega málefni Vonarskarðs með það að markmiði að tryggja til framtíðar vernd og nýtingu gæða svæðisins með hagsmuni og samræmingu útivistar og náttúruverndar að leiðarljósi í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila svæðisins. Á fundi svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs í nóvember 2024 var tekin ákvörðun að hefja breytingaferli á aðgengi um svæðið í tilraunaskyni. Svæðisstjórn hefur síðan þá unnið að tillögu að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið og samþykkti hana 17. september 2025. Tillaga svæðisstjórnar barst ráðherra 19. september 2025. Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðar er meginstjórntæki þjóðgarðsins og samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er hlutverk ráðherra að staðfesta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn ef hún brýtur ekki í bága við lög eða reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Ráðherra hefur nú staðfest tillögu svæðisstjórnar og verður á tilraunatímabilinu lögð áhersla á landvörslu og eftirlit með svæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Umferð Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira