
Skaftárhreppur

Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri
Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi.

85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri
85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur.

Sækja tvo slasaða eftir bílveltu
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavík laust fyrir klukkan 20 í kvöld og hélt austur fyrir fjall. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sveitarinnar vegna bílveltu nálægt Kirkjubæjarklaustri.

Sóttu mann sem slasaðist í mótorhjólaslysi
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan einstakling sem lenti í mótorhjólaslysi rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og flutti til Reykjavíkur.

Friðlýsir hluta Fjaðrárgljúfurs
Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu.

Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum
Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022.

Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM
Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar.

Halla Hrund býður sig fram
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ákvað um páskana að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

Halla Hrund boðar til fundar á Kirkjubæjarklaustri
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mun tilkynna ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð á fundi á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14 á morgun.

Ríkið gefst upp á landtökutilburðum
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið eftir eignatilkall til lands að Syðri Fljótum í Skaftárhreppi sem deilt hefur verið um í mörg ár. Bændur að Syðri Fljótum hafa staðið í stappi við ríkið í mörg ár. Þau fagna niðurstöðunni en velta fyrir sér hve langan tíma málið hefur tekið með tilheyrandi kostnaði.

Ríkið reynt að hafa þinglýstar jarðir af bændum með valdi
Bændur á Syðri-Fljótum segja ríkisstofnanir hafa reynt í tæp tíu ár að hafa af sér þinglýstar jarðir með valdi. Samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hluta jarðar þeirra og er beiðnum um leiðréttingu ekki svarað eða þá stofnanir vísa hver á aðra.

Gaf 100 milljónir undir þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri
Skaftárstofa, ný þjóðgarðsmiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri hefur verið opnuð formlega en þrír umhverfisráðherrar mættu á staðinn til að opna miðstöðina með aðstoð ungra barna á Kirkjubæjarklaustri.

Fagnar því að hálendið sé meira og minna laust við ferðamenn
Einn reyndasti landvörður Íslands fagnar því að ferðamönnum sé ekki hleypt á hálendið í miklu magni á sama tíma og það er örtröð á vinsælustu ferðamannastöðunum á láglendi.

Óvissustigi vegna jökulhlaups úr Grímsvötnum aflýst
Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Grímsvötnum.

Hlaupi í Grímsvötnum að ljúka
Frá því að hlaupið náði hámarki í Gígjukvísl fyrir um það bil viku hefur vatnshæð þar farið lækkandi og er nú orðin svipuð og hún var fyrir hlaup. Talið er að nýr sigketill hafi myndast á svæðinu.

Óska eftir vitnum vegna banaslyss
Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku.

Hin látnu voru pólskir ferðamenn
Þau tvö sem létust í bílslysi á þjóðveginum við Skaftafell síðastliðinn föstudag voru pólskir ferðamenn.

Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar
Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn.

Hátíðniórói bendi til loka hlaups í Grímsvötnum
Vatnshæð í Gígjukvísl hefur verið stöðug frá því í nótt sem bendir til þess að rennsli ánni sé í hámarki. Aukinn hátíðniórói bendir til þess að hlaupinu sé að ljúka.

Jökulhlaup náð hámarki
Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í nótt samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að vaxa en búist er við því að hlaupið nái hámarki í ánni einum til tveimur sólahringum seinna.

Órói við Grímsvötn farið hratt vaxandi í kvöld
Órói við Grímsvötn hefur farið hratt vaxandi nú í kvöld. Má gera ráð fyrir að hlaupið sé að nálgast hámarksrennsli úr vötnunum, en því hafði verið spáð að það myndi gerast nú um helgina.

Tveir létust í slysinu
Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Sex fluttir með þyrlum til Reykjavíkur
Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt.

Hált á vettvangi árekstursins
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús.

Átta slasaðir eftir alvarlegt slys við Skaftafellsá
Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins.

Verðum að vera búin undir gos í Grímsvötnum
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki ljóst að það muni gjósa í Grímsvötnum, en þó séu nokkrar líkur á því.

Fluglitakóði færður á gulan lit
Vegna jökulhlaups og aukinnar skjálftavirkni í Grímsvötnum verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand.

Stór skjálfti í grennd við Grímsvötn
Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir í morgun í Grímsvötnum en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli.

Kóðinn færður aftur niður á grænan
Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur aftur verið færður niður í grænan eftir að hafa verið færður upp í gulan seinnipartinn í gær. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu.

Gos í Grímsvötnum líklega í vændum
Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð.