85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júní 2024 20:04 Magnús Þorfinnsson, heklumeistari á Klausturhólum, alltaf kallaður Magnús í Hæðargarði situr meira og minna við eitthvað alla daga og heklar og heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira
Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla
Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira