Hveragerði

Fréttamynd

Harmonika er stórskemmtilegt hljóðfæri

Þórður og Haraldur eru báðir sammála um að harmonikka sé stórskemmtilegt hljóðfæri og þeir hafa trú á framtíð hljóðfærisins, enda eru félögin þeirra bókuð á nokkra sameiginlega tónleika í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Matjurtagarðar Akureyrar verðlaunaðir

Þá fékk Grétar Jóhann Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans heiðusverðlaun garðyrkjunnar en hann er fæddur á Reykjum í Ölfusi 5. nóvember 1941. Unnsteinn Ólafsson, faðir Grétars var fyrsti skólastjóri Garðyrkjuskólans þegar hann var stofnaður 1939. Grétar tók við starfinu af föður sínum og var skólastjóri skólans í 32 ár.

Innlent
Fréttamynd

Bumbur minnka og minnka í Hveragerði

Í Hveragerðisbæ hefur heilsa og líðan íbúa verið í fyrirrúmi og um leið hefur stuðningur við menningar-, íþrótta- og frístundahópa verið liður í að byggja upp öruggari starfsvettvang þessara hópa.

Innlent
Fréttamynd

Dalakaffi víkur

Kaffihúsið Dalakaffi við upphaf gönguleiðar í Reykjadal inn af Hveragerði verður að víkja af staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Prjónahjón í Hveragerði

Gústaf S. Jónasson, sem er 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, kona hans, sem er 62 ára gera mikið af því að prjóna saman enda þeirra gæðastund á heimilinu. Þau eru búsett í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði

Leikfélag Hveragerðis sýnir nú verkið "Tveir tvöfaldir". Leikritið gerist á Hótel Höll en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði. Þingmaðurinn hefur sem sé ákveðið að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður hrærigrautur misskilnings og lyga.

Innlent
Fréttamynd

Hvergerðingum brugðið vegna snarps jarðskjálfta

Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta líkamlega áskorunin

Spartan Race Iceland World Championship fór fram hér á landi um síðustu helgi en um er að ræða stærsta hindrunar- og þrekhlaup heims. Sigurjón Ernir Sturluson lenti í þriðja sæti í sínum flokki.

Lífið
Fréttamynd

Villikettirnir fá heilt einbýlishús

Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt að félagið Villikettir fái allt einbýlishúsið á Hveramörk 7 til umráða en ekki bara bakhýsið eins og áður var ákveðið.

Innlent
Fréttamynd

Smíðar lírukassa og orgel í bílskúr í Hveragerði

Jóhann Gunnarsson, áttatíu og þriggja ára íbúi í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði hljóðfæra því hann hefur smíðað orgel og tvo lírukassa í bílskúrnum hjá sér við Bjarkarheiði 12 þar sem hann eyðir miklum tíma í í smíða allskonar hljóðfæri.

Innlent
Fréttamynd

Brugguðu fyrsta alíslenska kvenbjórinn

Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag

Lífið