Innlent

250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara

Eiður Þór Árnason skrifar
Staðan í skólanum verður metin betur á morgun að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra.
Staðan í skólanum verður metin betur á morgun að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra. Vísir/Vilhelm

Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví.

Vefmiðillinn Sunnlenska.is greinir frá þessu en Sævar Þór Helgason skólastjóri segir í samtali við miðilinn að rakningarteymi á vegum almannavarna hafi rakið ferðir hins smitaða.

Nemendur í 1., 2., 4., 5., 6., 7., og 10. bekk hafa nú verið skipaðir í sóttkví frá 10. til 23. mars samkvæmt tilmælum frá lögreglu, sóttvarnaryfirvöldum og almannavörnum.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir í samtali við Vísi að foreldrar 250 barna hafi fengið tilkynningu um þetta í dag. Einnig hefur nokkrum kennurum við skólann verið gert að fara í sóttkví vegna samskipta sinna við hinn sýkta. Engir foreldrar þurfa að fara í sóttkví að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Níutíu nemendur við FSU í sóttkví ásamt skólameistara

Tæplega 100 nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands eru nú í sóttkví eftir að kennari skólans greindist með kóróvaveiruna. Verknámskennsla fer fram í skólanum um helgina áður en honum verður lokað í fjórar vikur.

Kennir nemendum sínum úr sóttkví í Reykjavík

Kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, sem sætir nú sóttkví vegna kórónuveirunnar, vinnur að heiman á meðan á sóttkvínni stendur. Skólameistari segir alla almennt sátta við fyrirkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×