Reykjanesbær

Fréttamynd

Hafi unnið þrek­virki í nótt

Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“

Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsofnar uppseldir: Íbúar mjög uggandi

Rafmagnsofnar eru uppseldir í Reykjanesbæ. Verslunarstjóri í Múrbúðinni segist aldrei hafa upplifað annað eins, örtröðin í dag hafi verið svakaleg. Viðskiptavinur sem beið í langri röð segir þungt hljóð í íbúum.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri inn­viðir í hættu

Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna segir ljóst að heitavatnsleysi á Suðurnesjum verði talið í dögum. Svartasta sviðsmyndin sem teiknuð hafi verið upp sé að rætast. Rafmagns- og kaldavatnslagnir eru í hættu á að verða undir hrauni en þær eru á talsverðu dýpi og vonast er til að þær haldi. 

Innlent
Fréttamynd

Hraunið farið yfir heitavatnslögnina

Hraunið hefur farið yfir heitavatnslögnina sem ber heitt vatn frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Voga. Heitavatnslaust verður í að minnsta kosti nokkra daga.

Innlent
Fréttamynd

Katrín uggandi yfir stöðunni á Suður­nesjum

Forsætisráðherra er uggandi yfir stöðunni á Suðurnesjum, þar sem hraun rennur hratt í átt að heitavatnslögn. Ef allt fari á versta veg gætu Suðurnesin verið án heits vatns í tvo til þrjá daga. 

Innlent
Fréttamynd

Biðja fólk um að lækka á ofnum og fara ekki í bað

Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega heitavatnslaust á Suður­nesjum eftir nokkrar klukku­stundir

Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Eld­gos hafið við Sundhnúksgíga

Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 

Innlent
Fréttamynd

Minnast tveggja fallinna fé­laga

Slysavarnafélagið Landsbjörg minnist tveggja fallinna félaga í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Það eru Frímann Grímsson og Júlíus Þór Gunnarsson sem báðir sinntu störfum fyrir Landsbjörgu. Báðir voru bornir til grafar í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Opna þjónustu­mið­stöð fyrir Grind­víkinga í Reykja­nes­bæ

Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17.

Innlent
Fréttamynd

Giftu sig á Hlévangi svo faðir brúðarinnar gæti verið með

Kara Tryggvadóttir og Eysteinn Sindri Elvarsson höfðu lengi ætlað að láta pússa sig saman. Þegar þau tíðindi bárust að brugðið gæti til beggja vona hjá föður Köru biðu þau ekki boðanna. Blásið var til brúðkaups á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ svo faðir brúðarinnar gæti fylgt litlu stelpunni sinni upp að altarinu.

Lífið
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúp­dóttur og barns­móður sinnar

Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. 

Innlent