Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2024 23:06 Flestir fara í bíó á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að gera það í Keflavík segir rekstrarstjóri. Sambíó Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. Hún segir starfsfólk flest vinna uppsagnarfrest sinn út þennan mánuð en einhverjir haldi áfram að vinna fyrir þau í kvikmyndahúsum þeirra í bænum. „Síðasta sýningin var í kvöld og síðustu gestirnir eru farnir, sorgmæddir,“ segir Guðný en hún hefur lengi unnið í kvikmyndahúsinu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Salurinn Ásberg í Kringlunni er nefndur eftir langafa mínum,“ segir Guðný en salurinn var opnaður árið 2023 og er talinn einn fullkomnasti kvikmyndasalur á Íslandi. Árið 1937 hófu þau Eyjólfur og kona hans Guðný Jónsdóttir rekstur kvikmyndahússins Nýja bíós í Félagshúsum við Túngötu, eða Verkó eins og það var kallað, og níu árum seinna opnaði sérstakt kvikmyndahús sem byggt var í þeim tilgangi og starfar enn.Aðsend Hún segir að ákveðið hafi verið að skella í lás vegna dræmrar aðsóknar . Flestir á Suðurnesjum sæki þessa þjónustu í bænum. Fyrst var greint frá lokuninni á vef Víkurfrétta. Er þetta erfitt kvöld? „Já, það fylgja þessu miklar tilfinningar.“ Sambíóin hafa frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og eru það enn. Aðsend Hún segir enn óákveðið hvað verði gert við búnaðinn. Á vef Sambíóanna segir að salur 1 í kvikmyndahúsinu hafi verið endurreistur árið 1998 og salur 2 svo byggður árið 2001. Myndirnar sem voru sýndar í kvikmyndahúsinu í kvöld voru Venom: The Last Dance og Smile 2. „Ég vil þakka Suðurnesjafólki fyrir stuðninginn. Við erum svo auðvitað alltaf opin áfram í bænum,“ segir Guðný að lokum. Þúsundir kvikmynda hafa verið sýndar í kvikmyndasölunum. Aðsend Kvikmyndahúsið á Akureyri til sölu Rekstur kvikmyndahússins í Keflavík er ekki sá eini sem hefur gengið erfiðlega. Í sumar var greint frá því að rekstur kvikmyndahússins á Akureyri væri til sölu. Reksturinn er enn skráður til sölu á fasteignavef Vísis fyrir 280 milljónir. Bíó og sjónvarp Reykjanesbær Suðurnesjabær Kvikmyndahús Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira
Hún segir starfsfólk flest vinna uppsagnarfrest sinn út þennan mánuð en einhverjir haldi áfram að vinna fyrir þau í kvikmyndahúsum þeirra í bænum. „Síðasta sýningin var í kvöld og síðustu gestirnir eru farnir, sorgmæddir,“ segir Guðný en hún hefur lengi unnið í kvikmyndahúsinu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Salurinn Ásberg í Kringlunni er nefndur eftir langafa mínum,“ segir Guðný en salurinn var opnaður árið 2023 og er talinn einn fullkomnasti kvikmyndasalur á Íslandi. Árið 1937 hófu þau Eyjólfur og kona hans Guðný Jónsdóttir rekstur kvikmyndahússins Nýja bíós í Félagshúsum við Túngötu, eða Verkó eins og það var kallað, og níu árum seinna opnaði sérstakt kvikmyndahús sem byggt var í þeim tilgangi og starfar enn.Aðsend Hún segir að ákveðið hafi verið að skella í lás vegna dræmrar aðsóknar . Flestir á Suðurnesjum sæki þessa þjónustu í bænum. Fyrst var greint frá lokuninni á vef Víkurfrétta. Er þetta erfitt kvöld? „Já, það fylgja þessu miklar tilfinningar.“ Sambíóin hafa frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og eru það enn. Aðsend Hún segir enn óákveðið hvað verði gert við búnaðinn. Á vef Sambíóanna segir að salur 1 í kvikmyndahúsinu hafi verið endurreistur árið 1998 og salur 2 svo byggður árið 2001. Myndirnar sem voru sýndar í kvikmyndahúsinu í kvöld voru Venom: The Last Dance og Smile 2. „Ég vil þakka Suðurnesjafólki fyrir stuðninginn. Við erum svo auðvitað alltaf opin áfram í bænum,“ segir Guðný að lokum. Þúsundir kvikmynda hafa verið sýndar í kvikmyndasölunum. Aðsend Kvikmyndahúsið á Akureyri til sölu Rekstur kvikmyndahússins í Keflavík er ekki sá eini sem hefur gengið erfiðlega. Í sumar var greint frá því að rekstur kvikmyndahússins á Akureyri væri til sölu. Reksturinn er enn skráður til sölu á fasteignavef Vísis fyrir 280 milljónir.
Bíó og sjónvarp Reykjanesbær Suðurnesjabær Kvikmyndahús Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira