Reykjavík

Fréttamynd

Hætta með nætur­strætó

Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkið snið­gengur börn af er­lendum upp­runa bú­sett í Reykja­vík

Borgarstjórn mun ræða í dag um samræmda móttöku Reykjavíkurborgar á flóttafólki. Fáir sáu fyrir að ráðist yrði inni í fullvalda ríki í Evrópu á 21. öld – atburður með engum fyrirsjáanleika verður að veruleika en samt þurfa löndin í Evrópu að vera viðbúin, tilbúin kallinu þegar það kemur.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­leifur vann Bak­garðs­hlaupið

Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt?

Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Brjálað veður á Kjalar­nesi: Veginum lokað

Brjálað veður er á Kjalarnesi þessa stundina og búið er að loka veginum vegna hvassviðris. Flutningabíll fauk á fólksbíl og ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu

Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkamsárásir í nótt

Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Eldsvoði við Grandagarð í nótt

Eldur kviknaði í bakhúsi við Grandagarð í nótt. Mikill eldur og reykur var á svæðinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ná tökum á honum.

Innlent
Fréttamynd

Ný al­þjóð­leg hug­veita um frið og vel­megun stað­sett í Reykja­vík

Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða.

Innlent
Fréttamynd

Saga og Villi í sögufrægri íbúð í gömlu verksmiðjuhúsi

Listaparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eða Saga Sig og Villi naglbítur eins og þau eru oftast kölluð, buðu Völu Matt heim í íbúð þeirra í 101 þar sem þau hafa verið smám saman að gera íbúðina að sinni með því til dæmis að mála parketið á gólfinu.

Lífið
Fréttamynd

Neyðar­skýli fyrir heimilis­lausa verða ekki opnuð á daginn

Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður Velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera. 

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki krónu eftir árekstur við kanínu

Hjólreiðamaðurinn Hlöðver Bernharður Jökulsson hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja bætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyss sem varð er Hlöðver hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum og slasaðist nokkuð. Óhappatilvik var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.

Innlent