Reykjavík

Fréttamynd

Borgin boðar breytingar í Skeifunni: „Auðvitað þarf að laga þetta“

Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í breytingar á samgönguleiðum í Skeifunni þar sem allir þvælast fyrir öllum og gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir svæðið eftir að breytast mikið á næstu árum. Vegfarendur eru ekki par sáttir með stöðuna í dag og einn segist beinlínis hata Skeifuna.

Innlent
Fréttamynd

Um óhappatilvik að ræða

„Þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að leita upplýsinga hvort að það sé réttur fyrir hendi eð ekki,“ segir Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis og sérfræðingur í skaðabótarétti í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir ráð­gjafa og eftir­lits­aðila axla á­byrgð á lekanum í Foss­vogs­skóla

Reykjavíkurborg hefur nú farið ítarlega yfir lekann sem varð í Fossvogsskóla þann 20.janúar síðastliðinn. Lekinn kom ekki frá þakinu heldur frá stóru rennunum sem eru áfastar þakkanti. Þetta kemur fram í bréfi sem Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg sendi á foreldra barna og starfsmenn Fossvogsskóla fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hvar verður þú 18. ágúst 2036?

Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Kanna­bis­kökur og þreyttur náms­maður meðal verk­efna lög­reglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili einstaklings í miðbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær en í tilkynningu frá lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir að viðkomandi verði kærður fyrir vörslu á „kökum“ sem grunur leikur á að innihaldi kannabis.

Innlent
Fréttamynd

Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. 

Innlent
Fréttamynd

Sanna nýtur mestra vin­sælda borgar­full­trúa

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum finnst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Helstu breytingar á fylgi flokka frá því í kosningunum í fyrravor eru hjá Framsókn og Pírötum. Framsókn fer úr 18,7 prósentum niður í 8,2 prósent. Pírata fara úr 11,6 prósentum upp í 20,4 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á sam­­fanga á Hólms­heiði með egg­vopni

Fangi í fangelsinu á Hólmsheiði réðst í gærkvöldi á samfanga sinn með eggvopni. Hann reyndi að stinga hann í höfuðið en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Aðilar málsins tengjast deilum milli tveggja hópa sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna mánuði. 

Innlent
Fréttamynd

Réðst á leigu­bíl­stjóra

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að leigubílstjóri óskaði aðstoðar vegna farþega sem hafði veist að honum með ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“

Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 

Innlent
Fréttamynd

Braut rúðu á hóteli

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um að rúða á hóteli í hverfi 105 í Reykjavík hefði verið brotin.

Innlent
Fréttamynd

Borgin vinnur á hraða snigilsins

Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Þetta á ekki að gerast

Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur útköll vegna vatnstjóns

Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í fjögur útköll vegna vatnstjóns í nótt. í Heildina voru sex útköll á dælubíla.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára á rúntinum með vinum sínum

Lögregluþjónar stöðvuðu í gærkvöldi bíl í Breiðholti sem ekið var yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaður bílsins reyndist sextán ára gamall og var hann á ferðinni með þremur vinum sínum.

Innlent
Fréttamynd

„Strákar hjálpa til á bóndadaginn“

Bóndadagur er í dag og þorrinn þar með hafinn. Börn á leikskólanum Laugasól fengu í tilefni þess að smakka ýmsar kræsingar, líkt og hákarl, lundabagga og sviðasultu. 

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að lokka barn upp í bíl

Í dag barst lögreglu tilkynning um að ungu barni hafi verið boðið far af ókunnugum þegar það var á leið í skólann í Vesturbæ Reykjavíkur.

Innlent