Reykjavík

Fréttamynd

Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert

Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað.

Skoðun
Fréttamynd

Glæsi­drossíur til sýnis við Hörpu

Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur.

Bílar
Fréttamynd

Keyrði á tvo kyrr­stæða bíla og stakk af

Rétt fyrir klukkan 13 í dag ók ökumaður á tvo kyrrstæða bíla við Fríkirkjuveg og stakk svo af vettvangi. Töluvert tjón varð á bílunum tveimur en vegfarendur veittu lögreglu upplýsingar um ökumanninn.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magn komið á

Rafmagnslaust var í Vesturbæ vegna háspennubilunar frá klukkan 16:30 til 18:30 í dag. Bilunin var umfangsmeiri en talið var í fyrstu en rafmagn er aftur komið á.

Innlent
Fréttamynd

Fylgst hafi verið með bílskúrnum og beðið færis

Íbúi í Norðlingaholti, sem varð fyrir því að hjólum og tölvu var stolið úr bílskúr hans, er viss um að fylgst hafi verið með bílskúrnum í aðdraganda þjófnaðarins. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjóli er stolið úr bílskúrnum. 

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu veitingastað án rekstrarleyfis

Lögregluþjónar lokuðu veitingastað á miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Grunur lék á að staðurinn væri án rekstrarleyfis og þegar starfsmenn gátu ekki framvísað slíku var þeim gert að loka staðnum tafarlaus.

Innlent
Fréttamynd

Fundurinn hafði lítil á­hrif á um­ferð

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hafði lítil áhrif á heildarumferð á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin var einungis um tveimur prósentum minni dagana sem leiðtogafundur stóð yfir, saman borið við vikuna þar á undan.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn tók lagið með Helga Björns

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir í gær og greip í míkrafóninn ásamt Helga Björns á Úlfarsfelli í grenjandi rigningu og roki. Lagið sem varð fyrir valinu var „Vertu þú sjálfur“.

Lífið
Fréttamynd

Starfs­­menn og nem­endur mót­­mæla fyrirhugaðri sameiningu Kvennó og MS

Nemendur og kennarar við Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund mótmæla fyrirhuguðum samruna skólanna og segja mennta- og barnamálaráðuneytið taka stór skref án samráðs og aðkomu nemenda og starfsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema, nemendur skólanna beggja og kennarar hafa boðið til mótmæla í dag sem hefjast klukkan eitt í dag fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Skólameistari Kvennaskólans segir alveg ljóst að mikil andstaða sé við hugmyndina.

Innlent
Fréttamynd

Kvennaskólinn lagður niður á 150 ára afmælisárinu?

Ásmundur Einar Daðason hefur unnið að góðum málum í síðustu og núverandi ríkisstjórn, komið vel fyrir og lagt mikla áherslu á mál barna. En varðandi komandi breytingar á framhaldsskólakerfinu hafa málin heldur betur farið illa af stað og snúist í höndum ráðuneytis hans, mörgum framhaldsskólum hefur verið komið í opna skjöldu.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarinn á Sjónar­hóli

Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg.

Skoðun
Fréttamynd

Hitti for­setann sinn ó­vænt við Hall­gríms­kirkju

Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu

Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 

Innlent
Fréttamynd

Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík

Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann.

Skoðun
Fréttamynd

Innlegg í sameiningarumræðu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund

Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk virtist hrætt við að mæta í bæinn

Veitingamaður telur að þungvopnaðir lögreglumenn hafi skotið fólki skelk í bringu og það þess vegna forðast að sækja miðborgina síðustu daga. Miðbærinn hafi verið „skelfilega rólegur“ yfir leiðtogafundinn.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólkið himin­lifandi með breytinguna

Eigendur útivistarverslunarinnar GG sport hafa ákveðið að stytta opnunartíma sinn og loka verslunum sínum klukkan 17. Fylgja þeir þar með fordæmi fleiri verslunareigenda sem hafa tekið svipuð skref. Annar eigendanna segir starfsfólk verslunarinnar vera himinlifandi með breytinguna.  

Viðskipti innlent