Pósturinn

Fréttamynd

Ríkisendurskoðun bauðst til að slá á óréttmætar ásakanir

Stjórn Íslandspósts hafnaði því á fundi í febrúar 2017 að tilefni væri til að gera úttekt á félaginu. Réttara væri að beina sjónum að stjórnsýslunni og því skilningsleysi sem rekstur fyrirtækisins mætti þar. Ríkisendurskoðandi hefur gert athugasemdir vegna fjárfestinga Póstsins í dótturfélögum. Afrit af því fást ekki afhent.

Innlent
Fréttamynd

Afskráðu ePóst án samþykkis

Íslandspóstur ohf. afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts

Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn.

Innlent
Fréttamynd

Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði

Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara.

Viðskipti innlent