Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. mars 2019 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Klaufalega villu er að finna í frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu munu ákvæði landslaga ganga framar alþjóðapóstsamningi UPU en samkvæmt honum er kveðið á um svonefnd endastöðvagjöld. Brot rekstrarvanda ÍSP hefur mátt rekja til þeirra vegna fjölda sendinga frá Asíu. Þó er vert að taka fram að svo virðist sem tap hafi verið á öllum erlendum sendingum sem er vísbending um að erlend póstþjónustufyrirtæki viðurkenni ekki kostnaðargrunn dreifikerfis ÍSP. Undanfarin ár hefur ÍSP tekið á sig kostnað vegna erlendra sendinga en að mati fyrirtækisins hefur það niðurgreitt sendingar frá útlöndum um hátt í þrjá milljarða undanfarin ár. Frumvarpinu er ætlað að „taka af öll tvímæli um að íslensk lög gildi framar alþjóðasamningum á þessu sviði“. Fyrirspurn blaðsins um það hvort ÍSP hafi verið heimilt í tíð núgildandi laga að velta þessum kostnaði yfir á neytendur hefur ekki verið svarað. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna strax á árinu 2019 frá neytendum. Lagt er til að lögin taki gildi um leið og þau hafa verið birt að undanskilinni fimmtu grein þeirra en hún tæki gildi fjórum vikum síðar svo unnt sé að kynna viðskiptavinum breytta skilmála. Sú grein varðar að vísu umsókn í jöfnunarsjóð alþjónustu og má telja víst að þar hafi átt að vísa til fjórðu greinar er lýtur að breyttri verðskrá. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Klaufalega villu er að finna í frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu munu ákvæði landslaga ganga framar alþjóðapóstsamningi UPU en samkvæmt honum er kveðið á um svonefnd endastöðvagjöld. Brot rekstrarvanda ÍSP hefur mátt rekja til þeirra vegna fjölda sendinga frá Asíu. Þó er vert að taka fram að svo virðist sem tap hafi verið á öllum erlendum sendingum sem er vísbending um að erlend póstþjónustufyrirtæki viðurkenni ekki kostnaðargrunn dreifikerfis ÍSP. Undanfarin ár hefur ÍSP tekið á sig kostnað vegna erlendra sendinga en að mati fyrirtækisins hefur það niðurgreitt sendingar frá útlöndum um hátt í þrjá milljarða undanfarin ár. Frumvarpinu er ætlað að „taka af öll tvímæli um að íslensk lög gildi framar alþjóðasamningum á þessu sviði“. Fyrirspurn blaðsins um það hvort ÍSP hafi verið heimilt í tíð núgildandi laga að velta þessum kostnaði yfir á neytendur hefur ekki verið svarað. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna strax á árinu 2019 frá neytendum. Lagt er til að lögin taki gildi um leið og þau hafa verið birt að undanskilinni fimmtu grein þeirra en hún tæki gildi fjórum vikum síðar svo unnt sé að kynna viðskiptavinum breytta skilmála. Sú grein varðar að vísu umsókn í jöfnunarsjóð alþjónustu og má telja víst að þar hafi átt að vísa til fjórðu greinar er lýtur að breyttri verðskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira