Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2019 07:15 Frá útibúi Íslandspósts í Pósthússtræti sem fyrirtækið lokaði eftir síðustu jólavertíð. Fréttablaðið/Ernir Á síðastliðnum sex árum hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt lögmannsstofunni Juris rúmlega 121 milljón króna vegna starfa Andra Árnasonar, eins eigenda stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hæstar urðu greiðslurnar til Juris vegna starfa Andra árið 2017. Þá námu þær tæplega 31 milljón króna. Til samanburðar námu laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, það ár um 20 milljónum króna samkvæmt ársreikningi. Störf Andra fyrir félagið hafa að stórum hluta falist í að gæta hagsmuna ÍSP við meðferð mála sem tengd eru fyrirtækinu fyrir Samkeppniseftirlitinu. Á tímabili hafði Samkeppniseftirlitið til rannsóknar níu meint brot ÍSP á samkeppnislögum. Meðferð þeirra lauk með sátt fyrirtækisins við eftirlitið í febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt en þurfti aftur á móti að grípa til ýmissa aðgerða til að bæta samkeppnishætti sína og samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Fyrirtækið ÍSP var fært undir gildissvið upplýsingalaga í ársbyrjun 2013 og hefur Pósturinn tekið þann pólinn í hæðina að afhenda ekki gögn sem urðu til fyrir það tímamark. Af svari fyrirtækisins nú má sjá að greiðslur til Juris hafi farið hækkandi eftir því sem nær dró endalokum rannsóknar SKE. Greiðslurnar námu tæpum tíu milljónum árið 2013, fjórtán milljónum 2014, 24 milljónum bæði árið 2015 og 2016 og loks rúmum átján milljónum í fyrra.Andri Árnason, lögmaður Íslandspósts. Fréttablaðið/GVAVinna Andra fyrir Póstinn hefur ekki aðeins takmarkast við meðferð mála hjá SKE heldur hefur hann einnig komið að málum sem eru til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og að endingu málum ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá vann Andri einnig umsögn Póstsins við frumvarp til nýrra póstþjónustulaga sem er til meðferðar fyrir þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir jól fór ÍSP fram á það við ríkið að fá heimild til að taka allt að 1,5 milljarða neyðarlán til að mæta bráðum lausafjárvanda. Nú þegar hefur fyrirtækið fengið 500 milljónir króna að láni. Lánið hyggst ÍSP endurgreiða með afturvirku 2,6 milljarða króna framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu þó allt bendi til að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú þegar Landsbanka Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríflega milljarð króna. Samhliða versnandi fjárhagsstöðu hafa laun stjórnarmanna og forstjóra Íslandspósts tekið nokkrum hækkunum en frá árinu 2014 og til ársins 2017 hafa laun forstjórans hækkað alls um rúm fimmtíu prósent. Laun stjórnarmanna hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014 til ársins 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt lögmannsstofunni Juris rúmlega 121 milljón króna vegna starfa Andra Árnasonar, eins eigenda stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hæstar urðu greiðslurnar til Juris vegna starfa Andra árið 2017. Þá námu þær tæplega 31 milljón króna. Til samanburðar námu laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, það ár um 20 milljónum króna samkvæmt ársreikningi. Störf Andra fyrir félagið hafa að stórum hluta falist í að gæta hagsmuna ÍSP við meðferð mála sem tengd eru fyrirtækinu fyrir Samkeppniseftirlitinu. Á tímabili hafði Samkeppniseftirlitið til rannsóknar níu meint brot ÍSP á samkeppnislögum. Meðferð þeirra lauk með sátt fyrirtækisins við eftirlitið í febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt en þurfti aftur á móti að grípa til ýmissa aðgerða til að bæta samkeppnishætti sína og samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Fyrirtækið ÍSP var fært undir gildissvið upplýsingalaga í ársbyrjun 2013 og hefur Pósturinn tekið þann pólinn í hæðina að afhenda ekki gögn sem urðu til fyrir það tímamark. Af svari fyrirtækisins nú má sjá að greiðslur til Juris hafi farið hækkandi eftir því sem nær dró endalokum rannsóknar SKE. Greiðslurnar námu tæpum tíu milljónum árið 2013, fjórtán milljónum 2014, 24 milljónum bæði árið 2015 og 2016 og loks rúmum átján milljónum í fyrra.Andri Árnason, lögmaður Íslandspósts. Fréttablaðið/GVAVinna Andra fyrir Póstinn hefur ekki aðeins takmarkast við meðferð mála hjá SKE heldur hefur hann einnig komið að málum sem eru til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og að endingu málum ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá vann Andri einnig umsögn Póstsins við frumvarp til nýrra póstþjónustulaga sem er til meðferðar fyrir þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir jól fór ÍSP fram á það við ríkið að fá heimild til að taka allt að 1,5 milljarða neyðarlán til að mæta bráðum lausafjárvanda. Nú þegar hefur fyrirtækið fengið 500 milljónir króna að láni. Lánið hyggst ÍSP endurgreiða með afturvirku 2,6 milljarða króna framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu þó allt bendi til að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú þegar Landsbanka Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríflega milljarð króna. Samhliða versnandi fjárhagsstöðu hafa laun stjórnarmanna og forstjóra Íslandspósts tekið nokkrum hækkunum en frá árinu 2014 og til ársins 2017 hafa laun forstjórans hækkað alls um rúm fimmtíu prósent. Laun stjórnarmanna hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014 til ársins 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira