Í tilkynningu frá Íslandsspósti segir að Birgir hafi víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu í atvinnulífinu hér heima og erlendis, síðast sem framkvæmdastjóri Póstmiðstöðvarinnar. Þar á undan var hann forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania. Hann starfaði einnig sem trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu.
Birgir lærði prentun hér heima, lauk BA-gráðu í prent- og útgáfustjórnun frá London Institute og MBA-prófi frá Westminster University í London.
Að neðan má sjá Birgi með kjuðana á lofti.