Kjaramál Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Viðskipti innlent 23.8.2022 17:34 Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Það hafa verið erjur í verkalýðshreyfingunni og mikið áreiti hefur átt sér stað á forsvarsmenn hennar. Ég sem launamaður fylgist með og velti því fyrir mér hvort hægt sé að treysta verkalýðshreyfingunni að horfa yfir borðið og hugsa í lausnum. Skoðun 23.8.2022 17:30 Skattkerfið hygli þeim tekjuháu Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína. Innlent 23.8.2022 11:54 Þau ábyrgu og við hin „Óveðursskýin hrannast upp á vinnumarkaði þessa dagana. Þó svo kjaraviðræður séu ekki hafnar eru strax komnar fram hótanir um verkfallsátök og kröfur um viðamiklar aðgerðir ríkisstjórnar til að forða átökum.“ Svo mælir fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, í grein sem hann nefnir „Vinnumarkaður í úlfakreppu” og bætir síðan við: „Þegar fíflunum fjölgar um of í kringum okkur er stundum gott að líta í spegil. “ Skoðun 23.8.2022 11:01 Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. Innlent 22.8.2022 14:25 Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. Innlent 19.8.2022 13:46 Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Innlent 19.8.2022 13:28 Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 19.8.2022 07:09 Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum á launum stjórnenda á matvörumarkaði Framkvæmdastjórar lágvöruverslanna hér á landi eru með allt að fjórtánföld lágmarkslaun. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum frá stjórnum fyrirtækjanna. Innlent 18.8.2022 19:30 Birtir launaseðil og segir endurskoðandann hafa gleymt að skila framtalinu Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, þvertekur fyrir að vera launahæsti áhrifavaldurinn eins og fram kemur í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag. Lífið 18.8.2022 15:44 Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 18.8.2022 14:01 Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Innlent 18.8.2022 12:30 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. Innlent 17.8.2022 22:30 Íslenska verkalýðshreyfingin. Sýn Sólveigar og raunveruleikinn Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Skoðun 16.8.2022 16:01 Hefur störf sem hagfræðingur BSRB Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna. Viðskipti innlent 16.8.2022 08:22 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. Innlent 15.8.2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. Innlent 14.8.2022 22:14 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. Innlent 14.8.2022 12:39 Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. Innlent 12.8.2022 19:01 Ábyrg verkalýðsbarátta? Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kjara- og lífsgæðamálum á Íslandi. Skoðun 12.8.2022 14:31 Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vill að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín og sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræður. Honum þykir mörg stórfyrirtæki hafa sýnt ábyrgðarleysi í verðbólguástandinu. Innlent 12.8.2022 12:01 Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. Innlent 11.8.2022 19:00 Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. Innlent 11.8.2022 16:26 Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar! Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Skoðun 11.8.2022 16:01 Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. Innlent 11.8.2022 12:29 Semjið við hjúkrunarfræðinga Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Skoðun 11.8.2022 10:01 Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. Innlent 10.8.2022 17:08 Oftöldu starfsmenn og brutu gegn lögum um hópuppsagnir Sjúkratryggingar Íslands gerðust brotlegar gegn lögum um hópuppsagnir þegar fjórtán manns var sagt upp í október árið 2020. Sjúkratryggingar töldu sig ekki þurfa að fara að lögunum þar sem 143 störfuðu hjá stofnuninni og því væri tíu prósenta þröskuldi laganna ekki náð. Innlent 10.8.2022 14:20 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ Innlent 10.8.2022 12:22 Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. Innlent 10.8.2022 11:36 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 157 ›
Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Viðskipti innlent 23.8.2022 17:34
Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Það hafa verið erjur í verkalýðshreyfingunni og mikið áreiti hefur átt sér stað á forsvarsmenn hennar. Ég sem launamaður fylgist með og velti því fyrir mér hvort hægt sé að treysta verkalýðshreyfingunni að horfa yfir borðið og hugsa í lausnum. Skoðun 23.8.2022 17:30
Skattkerfið hygli þeim tekjuháu Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína. Innlent 23.8.2022 11:54
Þau ábyrgu og við hin „Óveðursskýin hrannast upp á vinnumarkaði þessa dagana. Þó svo kjaraviðræður séu ekki hafnar eru strax komnar fram hótanir um verkfallsátök og kröfur um viðamiklar aðgerðir ríkisstjórnar til að forða átökum.“ Svo mælir fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, í grein sem hann nefnir „Vinnumarkaður í úlfakreppu” og bætir síðan við: „Þegar fíflunum fjölgar um of í kringum okkur er stundum gott að líta í spegil. “ Skoðun 23.8.2022 11:01
Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. Innlent 22.8.2022 14:25
Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. Innlent 19.8.2022 13:46
Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Innlent 19.8.2022 13:28
Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 19.8.2022 07:09
Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum á launum stjórnenda á matvörumarkaði Framkvæmdastjórar lágvöruverslanna hér á landi eru með allt að fjórtánföld lágmarkslaun. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum frá stjórnum fyrirtækjanna. Innlent 18.8.2022 19:30
Birtir launaseðil og segir endurskoðandann hafa gleymt að skila framtalinu Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, þvertekur fyrir að vera launahæsti áhrifavaldurinn eins og fram kemur í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag. Lífið 18.8.2022 15:44
Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 18.8.2022 14:01
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Innlent 18.8.2022 12:30
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. Innlent 17.8.2022 22:30
Íslenska verkalýðshreyfingin. Sýn Sólveigar og raunveruleikinn Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Skoðun 16.8.2022 16:01
Hefur störf sem hagfræðingur BSRB Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna. Viðskipti innlent 16.8.2022 08:22
Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. Innlent 15.8.2022 08:48
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. Innlent 14.8.2022 22:14
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. Innlent 14.8.2022 12:39
Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. Innlent 12.8.2022 19:01
Ábyrg verkalýðsbarátta? Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kjara- og lífsgæðamálum á Íslandi. Skoðun 12.8.2022 14:31
Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vill að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín og sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræður. Honum þykir mörg stórfyrirtæki hafa sýnt ábyrgðarleysi í verðbólguástandinu. Innlent 12.8.2022 12:01
Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. Innlent 11.8.2022 19:00
Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. Innlent 11.8.2022 16:26
Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar! Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Skoðun 11.8.2022 16:01
Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. Innlent 11.8.2022 12:29
Semjið við hjúkrunarfræðinga Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Skoðun 11.8.2022 10:01
Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. Innlent 10.8.2022 17:08
Oftöldu starfsmenn og brutu gegn lögum um hópuppsagnir Sjúkratryggingar Íslands gerðust brotlegar gegn lögum um hópuppsagnir þegar fjórtán manns var sagt upp í október árið 2020. Sjúkratryggingar töldu sig ekki þurfa að fara að lögunum þar sem 143 störfuðu hjá stofnuninni og því væri tíu prósenta þröskuldi laganna ekki náð. Innlent 10.8.2022 14:20
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ Innlent 10.8.2022 12:22
Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. Innlent 10.8.2022 11:36