Kjaramál

Fréttamynd

Ekki mikill tími til stefnu

Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Samnings­staðan sé verri eftir sam­komu­lag SGS við SA

Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Villuljós í Vikulokum

Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upp­­­lýsingum til fjöl­­miðla

Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“

Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir báða aðila hafa gert veru­legar mála­miðlanir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað.

Innlent
Fréttamynd

VR snýr aftur til viðræðna

VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Fundað fram á kvöld

Aðilar vinnumarkaðarins munu funda inn í nóttina en yfir standa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og hins vegar milli SA og samflots iðn- og tæknifólks. Góður gangur hefur verið í viðræðum dagsins en staðan er þó viðkvæm. 

Innlent
Fréttamynd

Vill tryggja launahækkanir sem allra fyrst

Aðilar vinnumarkaðarins halda áfram að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en gert var hlé á fundarhöldum í gær svo viðsemjendur gætu farið yfir málin með sínu baklandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir mikilvægt að ná saman eins fljótt og mögulegt er. 

Innlent
Fréttamynd

Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm

Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi.

Innlent
Fréttamynd

Funda hver fyrir sig í dag og hittast svo á ný á morgun

Fundi Starfsgreinasambandsins, samflots iðn- og tæknimanna og Samtaka atvinnulífsins sem var á dagskrá hjá ríkissáttasemjara í dag hefur verið frestað til morguns. Ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að hann telji tíma samningsaðila betur verið í vinnu með sínu baklandi en að þeir komi síðan aftur saman til fundar hjá sáttasemjara á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kröftugur hagvöxtur en hvar er framleiðnin?

Allan hagvöxt ársins hingað til má rekja til 7,7% fjölgunar starfa og þar með ánægjulegs viðsnúnings hagkerfisins eftir að samkomu- og ferðatakmörkunum var aflétt. Það sem hefur gerst er að störf sem glötuðust í faraldrinum hafa endurheimst að fullu. Á hinn bóginn hefur framleiðni dregist saman um 0,5% á árinu. Það er nokkuð áhyggjuefni.

Umræðan
Fréttamynd

Langur dagur í Karphúsinu: „Ekki búið fyrr en þetta er búið“

Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær. Formaður SGS segir markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðarmót. Ríkissáttasemjari segir að tekin verði ákvörðun í dag um hvort VR verði einnig boðað á fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Fundum lokið hjá ríkissáttasemjara

Samningafundum Samtaka atvinnulífsins (SA) með fulltrúum VR, Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna lauk á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samninganefndir þeirra hafa fundað frá klukkan tíu í morgun en upphaflega stóð til að ljúka fundi klukkan 18. 

Innlent
Fréttamynd

Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót

Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Efling gerir SA til­boð um skamm­tíma­samning

Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024.

Innlent
Fréttamynd

Venjulega fólkið

Ég vil hér í þessum greinarstúf fjalla um hið venjulega fólk, hina venjulegu fjölskyldu sama hvernig hún er samansett. Um er að ræða hóp sem fær ekki alltaf mikla athygli, hver sem ástæðan er fyrir því, hvort sem það er vegna þess að sá hópur telst ekki vera í viðkvæmri stöðu eða til minnihlutahóps. Hann hefur ekki hátt og er í raun nokkuð ósýnilegur ef svo má segja. 

Skoðun