Félagsmálaráðherrann, vinnumarkaðsráðherrann og lífeyrissjóðirnir Guðbrandur Einarsson skrifar 19. apríl 2023 14:31 Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Lífeyrissjóðir Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun