Kjaramál Aðgerðir gegn leikjanámskeiðum Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara. Innlent 13.10.2005 14:40 Lág laun leikskólakennara Daglaun leikskólakennara eru um 30 þúsund krónum lægri en grunnskólakennara á mánuði. Leikskólakennarar setja fram kröfur um sambærileg laun fyrir sambærilega menntun í kjaraviðræðum við ríkið. Innlent 13.10.2005 14:40 Víðtækasta verkfall um árabil Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Innlent 13.10.2005 14:40 Kostnaður hækkar um 10 milljarða Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Innlent 13.10.2005 14:40 Kennarar með 3.000 krónur á dag Kennarar fá 3.000 krónur fyrir hvern virkan dag í verkfalli. Um 900 milljónir eru í verkfallssjóði Kennarasambands Íslands. Allir samningar sambandsins eru lausir og segir Árni Heimir Jónsson, formaður stjórnar Vinnudeilusjóðs KÍ, greiðslur úr sjóðnum verða endurskoðaðar, vari verkfall kennara lengur en fjórar vikur. Innlent 13.10.2005 14:40 Hækkuðu kröfurnar á lokasprettinum Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Innlent 13.10.2005 14:40 Hver dagur púsluspil "Það verður að taka einn dag í einu og púsla saman hverjum degi fyrir sig," Hanna Lára Steinsson, einstæð tveggja barna móðir, um stöðu margra á meðan kennaraverkfalli stendur. Innlent 13.10.2005 14:40 Verkfallsverðir á ferðinni Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt einhverskonar gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall grunnskólakennara varir. Verkfallsverðir hafa heimsótt fleiri en tuttugu skóla, stofnanir og fyrirtæki í dag til að kanna hvernig starfsemi það er sem börnunum er boðið upp á. Innlent 13.10.2005 14:40 Viku verkfall hið minnsta Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Innlent 13.10.2005 14:40 Sjóðurinn dugar í tvo mánuði Um 900 milljónir króna eru í verkfallssjóði kennara. Meðan á verkfalli stendur fá grunnskólakennarar í fullu starfi greiddar þrjú þúsund krónur á dag, eða um 90 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að sjóðurinn verður uppurinn þegar um 4300 kennarar í Félagi grunnskólakennara hafa fengið úr honum greitt í tvo mánuði. Innlent 13.10.2005 14:40 Launin hafa hækkað um 20% Grunnskólakennarar eru með að meðaltali tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur á mánuði í laun með yfirvinnu. Heildarlaunin hafa hækkað um tæp tuttugu prósent á síðustu þremur árum en hafa þó ekki hækkað jafn mikið og laun framhaldsskólakennara. Innlent 13.10.2005 14:40 Barnagæslan verkfallsbrot Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Innlent 13.10.2005 14:40 Höfnuðu lokaútspili kennara Grunnskólakennarar segja Launanefnd sveitarfélaga hafa hafnað lokaútspili kennara um skammtímasamning og þar með sé sú hugmynd ekki lengur á borðinu. Verkfall skall á um miðnætti og verður verkfallsmiðstöð opnuð í fyrramálið í gamla Karphúsinu við Borgartún 22. Innlent 13.10.2005 14:40 Kennaraverkfall hafið Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Innlent 13.10.2005 14:40 Þorgerður áhyggjufull Verkfall kennara var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. "Þetta mál er á valdi sveitarfélaganna en ráðherrar í ríkisstjórninni létu í ljósi áhyggjur af yfirvofandi verkfalli," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Innlent 13.10.2005 14:39 Ólíklegt að samningar náist "Það er ekki alveg að sjá að menn nái saman," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari um kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Verkfallsstjórn kennara hefur verið kölluð til starfa. Innlent 13.10.2005 14:39 Mótmæltu kennaraverkfalli Fámennur hópur mótmælti því að börnum verði úthýst úr grunnskólum landsins verði af verkfalli kennara. Anna María Proppé, framkvæmdastjóri Heimili og skóla - landssamtaka foreldra, segir börn eiga lagalegan rétt til að ganga í skóla. Innlent 13.10.2005 14:39 Fá úrræði fyrir börn "Mér finnst útlitið ekki bjart," segir Erla Hermannsdóttir, starfsmaður Barnaheilla og móðir tveggja stúlkna á grunnskólaaldri. "Ég hræðist að ef verður af verkfalli kennara þá verði það langt," segir Erla. Innlent 13.10.2005 14:39 Forsendur kjarasamninga að bresta Verðbólgan er stöðugt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Verkalýðsforystan útilokar ekki uppsögn samninga. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur þungar áhyggjur af samningamálum kennara. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:39 Áskorun nemenda í Hafnarfirði Hópur nemenda í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði hefur hafið undirskriftasöfnun meðal nemenda í unglingadeildum gunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem skorað er á samninganefndir grunnskólakennara og sambands sveitarfélaga að ná samkomulagi, svo koma megi í veg fyrir kennaraverkfall. Innlent 13.10.2005 14:39 Þetta er ekki deila ríkisins Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Innlent 13.10.2005 14:39 Ekkert svigrúm til launahækkana Sveitarfélögin hafa einfaldlega ekki svigrúm til að greiða 30 til 35 prósenta hækkun á launakostnaði kennara, segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. "Í því felst ekki neinn dómur um hvort það er réttlát lausn fyrir kennara eða ekki," segir Guðmundur. Innlent 13.10.2005 14:39 Sjö tugir funda án árangurs Fjölmiðlaumræða hefur haft neikvæð áhrif á kjaraviðræður kennara og sveitarfélaganna. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, hefur merkt það á viðræðunum við kennara. Deilendur hafi gert samkomulag við ríkissáttasemjara um að ræða stöðu mála ekki opinberlega. Innlent 13.10.2005 14:39 Vaxandi líkur á verkfalli Vaxandi líkur eru á að boðað kennaraverkfall í grunnskólum komi til framkvæmdar á mánudag. Lítið sem ekkert miðaði í samkomulagsátt á samningafundinum í gær, að sögn deilenda, og ekkert er í spilunum sem bendir til afgerandi breytinga á gangi mála. Innlent 13.10.2005 14:39 Foreldrar grunnskólabarna mótmæla Foreldrar grunnskólabarna hafa efnt til mótmælastöðu á Austurvelli klukkan tólf á morgun vegna yfirvofandi kennaraverkfalls. Mikil óvissa ríkir hjá foreldrum vegna stöðu mála en fátt bendir til þess að hægt verði að afstýra verkfalli. Innlent 13.10.2005 14:39 Krakar í skólann án kennara Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag. Innlent 13.10.2005 14:39 Óvíst um fund samninganefnda Óljóst er hvort samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga muni funda hjá Ríkissáttasemjara í dag. Fimm klukkustunda langur fundur sem haldinn var í gær skilaði engum árangri. Verkfall kennara hefst á mánudag, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Innlent 13.10.2005 14:39 Bitist um Valsheimilið KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Innlent 13.10.2005 14:39 Launamunur kynjanna óbreyttur Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Innlent 13.10.2005 14:39 Viðbúið að kennaraverkfall verði Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Innlent 13.10.2005 14:39 « ‹ 152 153 154 155 156 ›
Aðgerðir gegn leikjanámskeiðum Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara. Innlent 13.10.2005 14:40
Lág laun leikskólakennara Daglaun leikskólakennara eru um 30 þúsund krónum lægri en grunnskólakennara á mánuði. Leikskólakennarar setja fram kröfur um sambærileg laun fyrir sambærilega menntun í kjaraviðræðum við ríkið. Innlent 13.10.2005 14:40
Víðtækasta verkfall um árabil Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Innlent 13.10.2005 14:40
Kostnaður hækkar um 10 milljarða Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Innlent 13.10.2005 14:40
Kennarar með 3.000 krónur á dag Kennarar fá 3.000 krónur fyrir hvern virkan dag í verkfalli. Um 900 milljónir eru í verkfallssjóði Kennarasambands Íslands. Allir samningar sambandsins eru lausir og segir Árni Heimir Jónsson, formaður stjórnar Vinnudeilusjóðs KÍ, greiðslur úr sjóðnum verða endurskoðaðar, vari verkfall kennara lengur en fjórar vikur. Innlent 13.10.2005 14:40
Hækkuðu kröfurnar á lokasprettinum Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Innlent 13.10.2005 14:40
Hver dagur púsluspil "Það verður að taka einn dag í einu og púsla saman hverjum degi fyrir sig," Hanna Lára Steinsson, einstæð tveggja barna móðir, um stöðu margra á meðan kennaraverkfalli stendur. Innlent 13.10.2005 14:40
Verkfallsverðir á ferðinni Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt einhverskonar gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall grunnskólakennara varir. Verkfallsverðir hafa heimsótt fleiri en tuttugu skóla, stofnanir og fyrirtæki í dag til að kanna hvernig starfsemi það er sem börnunum er boðið upp á. Innlent 13.10.2005 14:40
Viku verkfall hið minnsta Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Innlent 13.10.2005 14:40
Sjóðurinn dugar í tvo mánuði Um 900 milljónir króna eru í verkfallssjóði kennara. Meðan á verkfalli stendur fá grunnskólakennarar í fullu starfi greiddar þrjú þúsund krónur á dag, eða um 90 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að sjóðurinn verður uppurinn þegar um 4300 kennarar í Félagi grunnskólakennara hafa fengið úr honum greitt í tvo mánuði. Innlent 13.10.2005 14:40
Launin hafa hækkað um 20% Grunnskólakennarar eru með að meðaltali tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur á mánuði í laun með yfirvinnu. Heildarlaunin hafa hækkað um tæp tuttugu prósent á síðustu þremur árum en hafa þó ekki hækkað jafn mikið og laun framhaldsskólakennara. Innlent 13.10.2005 14:40
Barnagæslan verkfallsbrot Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Innlent 13.10.2005 14:40
Höfnuðu lokaútspili kennara Grunnskólakennarar segja Launanefnd sveitarfélaga hafa hafnað lokaútspili kennara um skammtímasamning og þar með sé sú hugmynd ekki lengur á borðinu. Verkfall skall á um miðnætti og verður verkfallsmiðstöð opnuð í fyrramálið í gamla Karphúsinu við Borgartún 22. Innlent 13.10.2005 14:40
Kennaraverkfall hafið Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Innlent 13.10.2005 14:40
Þorgerður áhyggjufull Verkfall kennara var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. "Þetta mál er á valdi sveitarfélaganna en ráðherrar í ríkisstjórninni létu í ljósi áhyggjur af yfirvofandi verkfalli," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Innlent 13.10.2005 14:39
Ólíklegt að samningar náist "Það er ekki alveg að sjá að menn nái saman," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari um kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Verkfallsstjórn kennara hefur verið kölluð til starfa. Innlent 13.10.2005 14:39
Mótmæltu kennaraverkfalli Fámennur hópur mótmælti því að börnum verði úthýst úr grunnskólum landsins verði af verkfalli kennara. Anna María Proppé, framkvæmdastjóri Heimili og skóla - landssamtaka foreldra, segir börn eiga lagalegan rétt til að ganga í skóla. Innlent 13.10.2005 14:39
Fá úrræði fyrir börn "Mér finnst útlitið ekki bjart," segir Erla Hermannsdóttir, starfsmaður Barnaheilla og móðir tveggja stúlkna á grunnskólaaldri. "Ég hræðist að ef verður af verkfalli kennara þá verði það langt," segir Erla. Innlent 13.10.2005 14:39
Forsendur kjarasamninga að bresta Verðbólgan er stöðugt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Verkalýðsforystan útilokar ekki uppsögn samninga. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur þungar áhyggjur af samningamálum kennara. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:39
Áskorun nemenda í Hafnarfirði Hópur nemenda í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði hefur hafið undirskriftasöfnun meðal nemenda í unglingadeildum gunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem skorað er á samninganefndir grunnskólakennara og sambands sveitarfélaga að ná samkomulagi, svo koma megi í veg fyrir kennaraverkfall. Innlent 13.10.2005 14:39
Þetta er ekki deila ríkisins Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Innlent 13.10.2005 14:39
Ekkert svigrúm til launahækkana Sveitarfélögin hafa einfaldlega ekki svigrúm til að greiða 30 til 35 prósenta hækkun á launakostnaði kennara, segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. "Í því felst ekki neinn dómur um hvort það er réttlát lausn fyrir kennara eða ekki," segir Guðmundur. Innlent 13.10.2005 14:39
Sjö tugir funda án árangurs Fjölmiðlaumræða hefur haft neikvæð áhrif á kjaraviðræður kennara og sveitarfélaganna. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, hefur merkt það á viðræðunum við kennara. Deilendur hafi gert samkomulag við ríkissáttasemjara um að ræða stöðu mála ekki opinberlega. Innlent 13.10.2005 14:39
Vaxandi líkur á verkfalli Vaxandi líkur eru á að boðað kennaraverkfall í grunnskólum komi til framkvæmdar á mánudag. Lítið sem ekkert miðaði í samkomulagsátt á samningafundinum í gær, að sögn deilenda, og ekkert er í spilunum sem bendir til afgerandi breytinga á gangi mála. Innlent 13.10.2005 14:39
Foreldrar grunnskólabarna mótmæla Foreldrar grunnskólabarna hafa efnt til mótmælastöðu á Austurvelli klukkan tólf á morgun vegna yfirvofandi kennaraverkfalls. Mikil óvissa ríkir hjá foreldrum vegna stöðu mála en fátt bendir til þess að hægt verði að afstýra verkfalli. Innlent 13.10.2005 14:39
Krakar í skólann án kennara Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag. Innlent 13.10.2005 14:39
Óvíst um fund samninganefnda Óljóst er hvort samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga muni funda hjá Ríkissáttasemjara í dag. Fimm klukkustunda langur fundur sem haldinn var í gær skilaði engum árangri. Verkfall kennara hefst á mánudag, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Innlent 13.10.2005 14:39
Bitist um Valsheimilið KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Innlent 13.10.2005 14:39
Launamunur kynjanna óbreyttur Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Innlent 13.10.2005 14:39
Viðbúið að kennaraverkfall verði Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Innlent 13.10.2005 14:39