„Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja.
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar segir að umræðan ein og sér hafi þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu sé eitthvað sem verði að vera hægt að treysta á.
Samtökin hvetja samningsaðila til að ná sáttum í deilunni og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn. Segja þeir ábyrgð samningsaðila mikla, enda sé flug aðalsamgöngumáti ferðamanna til og frá landinu.
Afbókanir berast vegna verkfallshótana
Jón Hákon Halldórsson skrifar
