Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. desember 2017 04:00 Þúsundir farþega voru strandaglópar í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. vísir/eyþór Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57