Palestína

Fréttamynd

RÚV fær 5000 evra sekt vegna Palestínu­fána Hatara

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí.

Innlent
Fréttamynd

Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há

Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar.

Innlent
Fréttamynd

Ísrael rífur niður palestínsk heimili

Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir.

Erlent
Fréttamynd

Kynntu áætlun fyrir Palestínu

Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp.

Innlent
Fréttamynd

Engar athugasemdir komið frá Ísrael

Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana

Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum?

Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið.

Lífið