Fagnaðarlæti á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 09:55 Frá Vesturbakkanum í gærkvöldi. AP/Majdi Mohammed Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í gærkvöldi þegar 39 konum og börnum var sleppt úr ísraelskum fangelsum. Það var gert í skiptum fyrir þrettán konur og börn sem vígamenn Hamas og Íslamsks jíhads héldu í gíslingu á Gasaströndinni. Ríkisstjórn Ísrael hafði skipað lögreglu að halda aftur af fagnaðarlátunum og beittu lögregluþjónar minnst einu sini táragasi gegn þvögunni. Fólkinu var sleppt fyrir utan Jerúsalem en mörg þeirra höfðu setið í fangelsi fyrir litlar sakir, eða jafnvel engar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar reyndi að ræða við hinn sautján ára gamla Jamal Brahma en hann var orðlaus. Hann hafði verið í haldi í sjö mánuði eftir að hafa verið handtekinn í Jericho á Vesturbakkanum í vor. Hann hefur þó hvorki verið ákærður né gengist réttarhöld. Fólkinu var sleppt á sama tíma og 24 gíslum var sleppt frá Gasaströndinni. Til stendur að halda frekari skipti seinnipartinn í dag. Sjá einnig: Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Eins og fram kemur í frétt Al Jazeera hafa Ísraelar samþykkt að sleppa 150 konum og börnum úr fangelsum sínum í skiptum fyrir að Hamas-liðar sleppi fimmtíu konum og börnum sem þeir handsömuðu þann 7. október. Yfirvöld í Ísrael hafa þó birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Mögulegt þykir að með þessu vilji Ísraelar lýsa yfir vilja til frekari fangaskipta, þar sem vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt yrði að halda því áfram efir fjóra daga, í skiptum fyrir það að Hamas sleppi tíu manns á dag. Þúsundir í haldi og margir án ákæru Af þessum þrjú hundruð eru 33 konur. Aðrir eru drengir, milli sextán og átján ára gamlir, en þar eru einnig allt að fjórtán ára ungir drengir. Flest börnin voru handtekinn á árunum 2021 til þessa árs. Al Jazeera segir marga á listanum hafa verið dæmda og fangelsaða fyrir að búa til eggvopn, ógna öryggi, fara inn í Ísrael án leyfis, kasta grjóti, styðja hryðjuverk eða fyrir að tengjast óvinveittum samtökum. Miðillinn segir að fyrir 7. október hafi um 5.200 Palestínumenn verið í haldi Ísraela en síðan þá hafi um þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. AP hefur eftir hjálparsamtökum að um 2.200 Palestínumenn séu í haldi án ákæru. Talið er að rúmlega 750 þúsund Palestínumenn hafi farið í gegnum fangelsiskerfi Ísrael frá 1967. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael hafði skipað lögreglu að halda aftur af fagnaðarlátunum og beittu lögregluþjónar minnst einu sini táragasi gegn þvögunni. Fólkinu var sleppt fyrir utan Jerúsalem en mörg þeirra höfðu setið í fangelsi fyrir litlar sakir, eða jafnvel engar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar reyndi að ræða við hinn sautján ára gamla Jamal Brahma en hann var orðlaus. Hann hafði verið í haldi í sjö mánuði eftir að hafa verið handtekinn í Jericho á Vesturbakkanum í vor. Hann hefur þó hvorki verið ákærður né gengist réttarhöld. Fólkinu var sleppt á sama tíma og 24 gíslum var sleppt frá Gasaströndinni. Til stendur að halda frekari skipti seinnipartinn í dag. Sjá einnig: Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Eins og fram kemur í frétt Al Jazeera hafa Ísraelar samþykkt að sleppa 150 konum og börnum úr fangelsum sínum í skiptum fyrir að Hamas-liðar sleppi fimmtíu konum og börnum sem þeir handsömuðu þann 7. október. Yfirvöld í Ísrael hafa þó birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Mögulegt þykir að með þessu vilji Ísraelar lýsa yfir vilja til frekari fangaskipta, þar sem vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt yrði að halda því áfram efir fjóra daga, í skiptum fyrir það að Hamas sleppi tíu manns á dag. Þúsundir í haldi og margir án ákæru Af þessum þrjú hundruð eru 33 konur. Aðrir eru drengir, milli sextán og átján ára gamlir, en þar eru einnig allt að fjórtán ára ungir drengir. Flest börnin voru handtekinn á árunum 2021 til þessa árs. Al Jazeera segir marga á listanum hafa verið dæmda og fangelsaða fyrir að búa til eggvopn, ógna öryggi, fara inn í Ísrael án leyfis, kasta grjóti, styðja hryðjuverk eða fyrir að tengjast óvinveittum samtökum. Miðillinn segir að fyrir 7. október hafi um 5.200 Palestínumenn verið í haldi Ísraela en síðan þá hafi um þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. AP hefur eftir hjálparsamtökum að um 2.200 Palestínumenn séu í haldi án ákæru. Talið er að rúmlega 750 þúsund Palestínumenn hafi farið í gegnum fangelsiskerfi Ísrael frá 1967.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57