Ísrael

Fréttamynd

Rektor rýfur þögnina eftir mót­mælin á Þjóð­minja­safninu

Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum.

Innlent
Fréttamynd

Í minningu körfuboltahetja

Mohammad Sha’lan, einn fremsti körfuknattleiksmaður Palestínu, lést langt fyrir aldur fram þann 19. ágúst síðastliðinn. Hann fæddist 11. nóvember 1985 í Bureij-flóttamannabúðunum á Gaza og átti langan og afar farsælan feril með mörgum af sterkustu körfuknattleiksliðum Gazastrandarinnar. Hann lék einnig fyrir þjóð sína með landsliði Palestínu á fjölmörgum alþjóðamótum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég segi bara að þögn er sama og sam­þykki“

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans.

Innlent
Fréttamynd

Vörpuðu sprengjum á sjúkra­hús með 15 mínútna milli­bili

Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Á sjöunda tug drepin í stór­tækum á­rásum

Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. 

Erlent
Fréttamynd

Stað­festa hungur­sneyð á Gasa

Sameinuðu þjóðirnar hafa formlega staðfest að hungursneyð ríkir á Gasaströndinni. Ísraelar neita því og segja að engin hungursneyð sé á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Vara við hörmungum verði gert á­hlaup á Gasaborg

Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls.

Erlent
Fréttamynd

Beittu sér fyrir keppnis­banni Ís­raela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“

Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann.

Körfubolti
Fréttamynd

Mega neita þeim að­gengi sem bera keffiyeh

Dómstóll í Þýringalandi í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Buchenwald útrýmingarbúðunum sé heimilt að neita þeim inngöngu sem bera svokallaðan keffiyeh klút.

Erlent
Fréttamynd

Kalla tugi þúsunda til her­þjónustu

Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum.

Erlent
Fréttamynd

„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla

Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið.

Erlent
Fréttamynd

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs

Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja af­vopna ein­angraða og veik­burða Hezbollah-liða

Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Blaða­menn drepnir í tuga­tali: Ban­vænt mynstur mis­ræmis og mót­sagna

Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Greta Thunberg siglir á ný til Gasa

Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher.

Erlent
Fréttamynd

Albanese segir Netanyahu í af­neitun

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísarel, í afneitun hvað varðar afleiðingar stríðsreksturs Ísraels á Gasa.

Erlent