Noregur

Fréttamynd

Breivik hringdi til að gefa sig fram - samtölin í heild sinni

Norska lögreglan birti í dag símtal Anders Behring Breivik við neyðarlínuna í Noregi þann 22. júlí síðastliðinn. Breivik hringdi með það í huga að gefa sig fram, en rúmum hálftíma áður hafði lögreglan í Noregi fengið tilkynningu um skotárás í Útey. Breivik reyndi tíu sinnum að hringja en náði aðeins sambandi tvisvar.

Erlent
Fréttamynd

Má ekki mæta í kjólfötunum

Anders Behring Breivik fær ekki að mæta í kjólfötum fyrir rétt á morgun eins og hann hafði óskað eftir. Síðast þegar hann kom fyrir dómara óskaði hann eftir því að mæta í einkennisbúningi en því var einnig hafnað.

Erlent
Fréttamynd

Breivik í kjólföt

Nú á föstudaginn kemur Héraðsdómur í Osló saman til að fjalla um þá kröfu lögreglunnar að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verði áfram í einangrun. Breivik hefur óskað eftir því að fá að klæðast kjólfötum við réttarhöldin.

Erlent
Fréttamynd

Breivik skoðaði Útey í gallabuxum og bol - Myndband

Lögreglan í Osló fór með fjöldamorðingjann Anders Breivik til Úteyjar í gær dag en hann hefur játað að hafa framið fjöldamorð á eyjunni og sprengt sprengju í miðborg Oslóar tuttugasta og annan júlí síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Breivik kurteis við yfirheyrslur

Lögreglumaðurinn sem yfirheyrir fjöldamorðingjann Anders Breivik segir að þeir tali saman á þægilegum nótum og engin tilraun sé gerð til þess að brjóta Breivik niður.

Erlent
Fréttamynd

Nokkuð vissir um að Breivik hafi ekki átt vitorðsmenn

Með hverjum deginum sem líður verður norska lögreglan æ vissari um að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið einn að verki þegar hann lét til skarar skríða með skotárás í Utöya og sprengitilræði í miðborg Oslóar í síðasta mánuði. Þetta sagði lögmaður norsku lögreglunnar, Christian Hatlo, á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru engir aðrir grunaðir um að hafa verið í vitorði með Breivik.

Erlent
Fréttamynd

Breivik vill tala við fangelsisprest

Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur óskað eftir að ræða við fangelsisprestinn í Ila fangelsinu þar sem hann situr í einangrun. Fyrstu dagana í fangelsinu var Breivik kotroskinn og gerði hinar og þessar kröfur sem ekki var sinnt.

Erlent
Fréttamynd

Grunar að Breivik eigi vitorðsmenn

Vitni segjast hafa séð Anders Breivik í matvöruverslun í miðbæ í smábæjarins Krakö utan við Osló nokkrum dögum fyrir árásina. Hann hafi verið þar ásamt tveim mönnum Breivik hafi verið íklæddur hermannapeysu með lögreglumerkjum á. Breivik var einmitt dulbúinn sem lögregluþjónn þegar hann lét til skarar skríða í Útey.

Erlent
Fréttamynd

Annar maður verið yfirheyrður

Anders Behring Breivik neitar að gefa upplýsingar sem gætu skorið úr um það hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. Þetta segir saksóknarinn Christian Hatlo.

Erlent
Fréttamynd

Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans.

Erlent
Fréttamynd

Fjarlægja ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna

Norski verslunarrisinn Coop hefur tímabundið fjarlægt ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna í Útey en hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik spilaði slíka leiki. Verslunarmaður í BT segir ekki standa til að hætta sölu á ofbeldisleikjum og hvetur foreldra til að virða aldurstakmörk.

Erlent
Fréttamynd

Safna saman eigum fólksins í Útey

Norska lögreglan byrjar í dag á því þungbæra verkefni að taka saman eigur fólks sem var statt í Útey þegar hryðjuverkamaðurinn Breivik hóf skotárás þar. Ragnar Karlsen, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að verkefninu gæti verið lokið á föstudaginn. Tugir manna taki þátt í verkefninu.

Erlent
Fréttamynd

Skelfilegt að hafa veitt fjöldamorðingja innblástur

Hinn umdeildi danski kvikmyndaleikstjóri, Lars von Trier, undirbýr nú gerð nýrrar erótískrar kvikmyndar sem mun heita Nymphomaniac. Í myndinni verður rakin erótísk saga konu frá því að hún er ungabarn og þar til hún er fimmtug.

Erlent
Fréttamynd

Svíakonungur minntist fórnarlambanna í Noregi

Karl Gústaf Svíakonungur heimsótti heimsmót skáta í Svíþjóð. Þar minntist hann fórnarlambanna í Noregi og sagði ódæðisverkin áminningu til skáta að leggja enn harðar að sér í baráttunni við fordóma og illsku í heiminum. Það væri hlutverk fullorðna í skátastarfi að leiðbeina sér yngri skátum og vera þeim fyrirmynd og aðstoða þá við að vera boðbera friðar hvar sem er og hvenær sem er. Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri.

Erlent
Fréttamynd

Vitorðsmönnum verður refsað

Allir þeir sem hafa veitt Anders Behring Breivik aðstoð við að skipuleggja fjöldamorðin í Útey og Osló gætu átt yfir höfði sér refsidóma. Í vefútgáfu norska dagblaðsins Verdens gang er haft eftir lögreglu að þunginn í rannsókninni á fjöldamorðunum sé nú kanna hvort Breivik hafi átt einhverja vitorðsmenn. Breivik tók sér mörg ár til að skipuleggja sprengjuárásina í Osló og morðin í Útey og hver sá sem hefur hvatt hann til hryðjuverkanna á þeim tíma gæti borið refsiábyrgð.

Erlent
Fréttamynd

Eyðileggingin mikil í Osló og Útey

Talið er að um þúsund verslanir og önnur þjónustufyrirtæki hafi skemmst í sprengingunni í Ósló fyrir rúmri viku. Mörg fyrirtækjanna eru á svæði sem lögreglan lokaði af eftir árásirnar og hafa því verið lokuð. Nokkrar verslanir hafa reynt að bregðast við með því að selja skemmdar vörur á lægra verði.

Erlent
Fréttamynd

Umferðaröngþveiti bjargaði líklega lífi Gro Harlem Brundtland

Umferðaröngþveiti virðist hafa bjargað lífi Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en hún var sem kunnugt er farin úr Útey þegar norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik kom þangað grár fyrir járnum og myrti tugi ungmenna, að því er norska dagblaðið Verdens Gang greinir frá.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn vekja aðdáun

Skömmu eftir að sprengja sprakk í miðborg Óslóar höfðu herskáir múslimar verið útmálaðir sökudólgar þó annað hafi fljótt komið á daginn. Norðmenn sögðust frá upphafi ætla að svara með kærleika og opnara og lýðræðislegra samfélagi.

Erlent
Fréttamynd

Breivik sýndi engin viðbrögð

Verjandi norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik segir hann ekki virðast skilja hvaða afleiðingar ódæðisverk hans hafi haft á norskt samfélag. Þá segir hann Breivik engin svipbrigði hafa sýnt þegar hann var upplýstur um fjölda þeirra sem hann myrti.

Erlent
Fréttamynd

Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna

Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen.

Erlent
Fréttamynd

Afnema tímabundið toll af rósum

Norsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að afnema toll af innfluttum rósum í vikutíma; frá 26. júlí til 2. ágúst. Sigrun Pettersborg, hjá Landbúnaðarstofnun norska ríkisins, segir í samtali við ABC Nyheter að aðstæðurnar í landinu og hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum sé ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin. Norsk framleiðsla og innflutningur frá tollfrjálsum svæðum anna ekki eftirspurninni eftir rósum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Öryggisgæsla hert við konungshöllina

Ströng öryggisgæsla er að öllu jafna í og við konungshöllina í Osló en hún aukin strax eftir að sprengja sprakk í miðborg Osló fyrir rúmri viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í dag. Norskir fjölmiðlar segja að konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins hafi verið meðal næstu skotmarka Anders Behring Breiviks. Verjandi hans sagði í gær að frekari árásir hafi staðið til en ekkert hafi orðið af þeim.

Erlent
Fréttamynd

Konungshöllin meðal skotamarka Breiviks

Norska konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins voru á meðal annarra skotmarka hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Verdens Gang í dag. Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við.

Erlent
Fréttamynd

Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi

Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað.

Erlent
Fréttamynd

Breivik næst yfirheyrður eftir helgi

Fjöldamorðinginn Anders Breivik var færður úr einangrunarvist í öryggisfangelsinu Ila í morgun til yfirheyrslu í höfuðstöðvum lögreglunnar. Þar er ætlunin að fara yfir síðasta vitnisburð mannsins síðan á laugardag og þær upplýsingar um ódæðisverkin sem fram hafa komið síðan þá.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta af allt of mörgum jarðarförum

"Þetta er fyrsta af allt of mörgum jarðarförum eftir hinar hræðilegu hörmungar á föstudaginn var,“ sagði Jonas Gahr Stoere, utanríkisráðherra Noregs, eftir að ung stúlka sem fórst í hryðjuverkaárásunum í Noregi fyrir viku var borin til grafar í dag, sú fyrsta af fórnarlömbum Anders Breiviks.

Erlent