Breivik gaf skýrslu: Segist hafa fengið 3.500 stuðningsbréf Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 10:13 Anders Behring Breivik sagðist vera flokksformaður í flokknum Norræna ríkið. Vísir/AFP „Ég er flokksformaður í flokknum Norræna ríkið,“ sagði norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik fyrir rétti í morgun. Þrjár klukkustundir hafa verið teknar frá í dagskránni þar sem Breivik er heimilt að tjá sig, en réttarhöld í máli hans gegn norska ríkinu héldu áfram í morgun. Breivik stefndi norska ríkinu fyrir mannréttindabrot fyrir að halda honum í einangrun í fangelsinu. Breivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhaldanna í gær. Dómarinn bað hann um að láta af því á næstu dögum réttarhaldanna og varð hann að ósk dómarans í morgun.Las Mein Kampf fjórtán áraDómarinn hóf daginn á því að spyrja Breivik út í persónuupplýsingar hans. Greindi hann frá nafni sínu og fæðingardegi og fullyrti svo að hann hafi pólitísku hlutverki að gegna. „Ég er flokksformaður í flokknum Norræna ríkið.“ Sagðist hann hafa verið nasisti frá tólf ára aldri, en hafi kosið að koma fram sem andstæðingur „jihadista“ (kontrajihadist) til að ná til fleiri. „Ég las Mein Kampf eftir Hitler þegar ég var fjórtán ára.“Réttarhöldin eru haldin í íþróttasal fangelsisins, um hundrað kílómetrum suðvestur af Ósló. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag.Vísir/AFPHinn 37 ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt.Vill koma á „arísku bræðralagi“Breivik greindi frá því í gær að hann hafi sent mikinn fjölda bréfa til hægriöfgamanna og reynt að koma á „arísku bræðralagi“ úr fangelsinu í Skien. Réttarhöldin eru haldin í íþróttasal fangelsisins, um hundrað kílómetrum suðvestur af Ósló. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.„Tilgangslausar líkamsleitir“Breivik mótmælir því að yfirvöld stöðvi sendingar bréfa hans úr fangelsinu, að hann fái fáar heimsóknir og þurfi að gangast undir það sem hann kallar óþarfar líkamsleitir. „Það hefur verið leitað á mér 885 sinnum á þeim tíma sem ég hef verið í fangelsi, og þegar liðið hefur á hefur þetta verið æ tilgangslausara. Það er erfitt að sjá rökin með þessu.“ Hann greindi frá því hvernig leitirnar fari fram. Þurfi hann að afklæðast, vera á hnjám til að öll líkamsop geti verið rannsökuð. Stundum hafi líkamsleitir verið gerðar átta sinnum á dag. „Þá sagði ég að það er allt eins gott að ég sleppi því að klæða mig og geng bara um nakinn. Þá get ég slept því að afklæðast mörgum sinnum á dag.“Dómarinn í málinu er Helen Andenaes Sekulic.Vísir/AFPHitti móður sínaFjöldamorðinginn greindi frá því að glerveggur skilji hann að frá öllum þeim sem heimsækja hann. „Það er bara ein manneskja sem ég hef hitt án glerveggjarins. Það er mamma mín, skömmu áður en hún lést.“ Lögmenn norska ríkisins segja að meðferðin á Breivik hafi breyst með tímanum þar sem hann megi nú laga mat og þvo þvott. „Að laga mat felst í því að ég fæ að ýta á hnappinn á eggjasuðutækinu og setja pítsu í örbylgjuofninn,“ segir Breivik.Øystein Storrvik er lögmaður Breivik.Vísir/AFPVill eiga bréfasamskiptumBreivik leggur mikla áherslu á að fá að skiptast á bréfum með skoðanabræðrum sínum og systrum. „Ég hef fengið 3.500 stuðningsbréf. Allir þeirra segjast ekki vilja hitta mig, en öllum umsóknum mínum um heimsóknir hefur verið hafnað.“ Í frétt SVT segir að það séu ekki einungis hægriöfgamenn sem sendi honum bréf. „Menn verða ekki að vera nasistar. Þetta eru ekki bara hægriöfgamenn, þeir eru íhaldssamir.“Adele Matheson Mestad er einn lögmannanna á vegum ríkisins.Vísir/AFPHann segir að öll bréf sem honum berast hafi verið stöðvuð að undanförnu. „Einangrun gerir það að verkum að maður missir lífsviljann. Ég tel að það séu ekki margir sem gætu búið við þessa einangrun eins lengi og ég hef þurft að gera.“Hætti í háskólanámiBreivik greindi einnig frá því að hann hafi hætt fjarnámi sínu í stjórnmálafræði við Óslóarháskóla. „Sinnuleysistilfinningin hefur aukist þannig að það er nær ómögulegt að stunda nám. Lífið verður tilgangslaust þegar maður fær ekki að eiga í samskiptum.“ Hann kallaði norsk fangelsi sem þau „ómannúðlegustu á vesturlöndum“. „Ég tel að enginn verði undrandi á því að ég hafi verið pyndaður. Ég hafði ekki gert ráð fyrir neinu öðru.“Úr klefa Breiviks í Skien-fangelsi.Vísir/AFP Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Anders Behring Breivik, sem dvelur í 30 fermetra klefa og stundar fjarnám í háskóla, segir aðstæður sínar jafnast á við pyndingar. 16. mars 2016 07:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Ég er flokksformaður í flokknum Norræna ríkið,“ sagði norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik fyrir rétti í morgun. Þrjár klukkustundir hafa verið teknar frá í dagskránni þar sem Breivik er heimilt að tjá sig, en réttarhöld í máli hans gegn norska ríkinu héldu áfram í morgun. Breivik stefndi norska ríkinu fyrir mannréttindabrot fyrir að halda honum í einangrun í fangelsinu. Breivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhaldanna í gær. Dómarinn bað hann um að láta af því á næstu dögum réttarhaldanna og varð hann að ósk dómarans í morgun.Las Mein Kampf fjórtán áraDómarinn hóf daginn á því að spyrja Breivik út í persónuupplýsingar hans. Greindi hann frá nafni sínu og fæðingardegi og fullyrti svo að hann hafi pólitísku hlutverki að gegna. „Ég er flokksformaður í flokknum Norræna ríkið.“ Sagðist hann hafa verið nasisti frá tólf ára aldri, en hafi kosið að koma fram sem andstæðingur „jihadista“ (kontrajihadist) til að ná til fleiri. „Ég las Mein Kampf eftir Hitler þegar ég var fjórtán ára.“Réttarhöldin eru haldin í íþróttasal fangelsisins, um hundrað kílómetrum suðvestur af Ósló. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag.Vísir/AFPHinn 37 ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt.Vill koma á „arísku bræðralagi“Breivik greindi frá því í gær að hann hafi sent mikinn fjölda bréfa til hægriöfgamanna og reynt að koma á „arísku bræðralagi“ úr fangelsinu í Skien. Réttarhöldin eru haldin í íþróttasal fangelsisins, um hundrað kílómetrum suðvestur af Ósló. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.„Tilgangslausar líkamsleitir“Breivik mótmælir því að yfirvöld stöðvi sendingar bréfa hans úr fangelsinu, að hann fái fáar heimsóknir og þurfi að gangast undir það sem hann kallar óþarfar líkamsleitir. „Það hefur verið leitað á mér 885 sinnum á þeim tíma sem ég hef verið í fangelsi, og þegar liðið hefur á hefur þetta verið æ tilgangslausara. Það er erfitt að sjá rökin með þessu.“ Hann greindi frá því hvernig leitirnar fari fram. Þurfi hann að afklæðast, vera á hnjám til að öll líkamsop geti verið rannsökuð. Stundum hafi líkamsleitir verið gerðar átta sinnum á dag. „Þá sagði ég að það er allt eins gott að ég sleppi því að klæða mig og geng bara um nakinn. Þá get ég slept því að afklæðast mörgum sinnum á dag.“Dómarinn í málinu er Helen Andenaes Sekulic.Vísir/AFPHitti móður sínaFjöldamorðinginn greindi frá því að glerveggur skilji hann að frá öllum þeim sem heimsækja hann. „Það er bara ein manneskja sem ég hef hitt án glerveggjarins. Það er mamma mín, skömmu áður en hún lést.“ Lögmenn norska ríkisins segja að meðferðin á Breivik hafi breyst með tímanum þar sem hann megi nú laga mat og þvo þvott. „Að laga mat felst í því að ég fæ að ýta á hnappinn á eggjasuðutækinu og setja pítsu í örbylgjuofninn,“ segir Breivik.Øystein Storrvik er lögmaður Breivik.Vísir/AFPVill eiga bréfasamskiptumBreivik leggur mikla áherslu á að fá að skiptast á bréfum með skoðanabræðrum sínum og systrum. „Ég hef fengið 3.500 stuðningsbréf. Allir þeirra segjast ekki vilja hitta mig, en öllum umsóknum mínum um heimsóknir hefur verið hafnað.“ Í frétt SVT segir að það séu ekki einungis hægriöfgamenn sem sendi honum bréf. „Menn verða ekki að vera nasistar. Þetta eru ekki bara hægriöfgamenn, þeir eru íhaldssamir.“Adele Matheson Mestad er einn lögmannanna á vegum ríkisins.Vísir/AFPHann segir að öll bréf sem honum berast hafi verið stöðvuð að undanförnu. „Einangrun gerir það að verkum að maður missir lífsviljann. Ég tel að það séu ekki margir sem gætu búið við þessa einangrun eins lengi og ég hef þurft að gera.“Hætti í háskólanámiBreivik greindi einnig frá því að hann hafi hætt fjarnámi sínu í stjórnmálafræði við Óslóarháskóla. „Sinnuleysistilfinningin hefur aukist þannig að það er nær ómögulegt að stunda nám. Lífið verður tilgangslaust þegar maður fær ekki að eiga í samskiptum.“ Hann kallaði norsk fangelsi sem þau „ómannúðlegustu á vesturlöndum“. „Ég tel að enginn verði undrandi á því að ég hafi verið pyndaður. Ég hafði ekki gert ráð fyrir neinu öðru.“Úr klefa Breiviks í Skien-fangelsi.Vísir/AFP
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Anders Behring Breivik, sem dvelur í 30 fermetra klefa og stundar fjarnám í háskóla, segir aðstæður sínar jafnast á við pyndingar. 16. mars 2016 07:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Anders Behring Breivik, sem dvelur í 30 fermetra klefa og stundar fjarnám í háskóla, segir aðstæður sínar jafnast á við pyndingar. 16. mars 2016 07:00