Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2016 20:45 Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í lögsögu Noregs, allt frá Norðursjó og norður fyrir heimskautsbaug. Tvær aðrar fréttir af nýrri olíuvinnslu í Barentshafi benda til þess að olíuiðnaðurinn telji olíuverðlækkun ekki vara til framtíðar. Þetta hljómar eins og hrein öfugmæli. Á sama tíma og olíuverð fer undir þrjátíu dollara á tunnuna, - borpallar og olíuþjónustuskip liggja verkefnalaus og stöðugar fréttir berast af uppsögnum í norska olíugeiranum, - þá úthlutar olíumálaráðherrann Tord Lien nýjum sérleyfum í tugatali upp með öllum Noregsströndum í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. Á svæðum í Norðursjó voru gefin út 27 ný sérleyfi, í Noregshafi 24 sérleyfi og í Barentshafi 5 sérleyfi. Olíumálaráðherrann fagnaði þessum mikla áhuga olíufélaganna og sagði að aðgangur að nýjum og aðlaðandi vinnslusvæðum væri hornsteinn í stefnu stjórnvalda til að tryggja framleiðslu til langrar framtíðar.Olíuvinnslupallurinn Golíat fékk leyfi norskra stjórnvalda í vikunni til að hefja olíuvinnslu á nyrstu olíulind heims norðan heimskautsbaugs í Barentshafi.Þá sjá íbúar Norður-Noregs fram á aukin umsvif því þetta ferlíki er að hefja olíuvinnslu í Barentshafi, úr nyrstu olíulind heims. Þetta er Golíat, 65 þúsund tonna fljótandi vinnslupallur, í eigu ítalska olíufélagsins ENI og norska Statoil, en stjórnvöld gáfu í vikunni leyfi til þess að vinnsla mætti hefjast úr Golíat-olíulindinni. Jafnframt lýsti Statoil því yfir það hefði ákveðið að hefja uppbyggingu Johan Castberg-svæðisins, sem er enn norðar, og er stefnt að því að vinnsla hefjist þar árið 2022. Hins vegar hætti Statoil við að leggja olíuleiðslu til lands og byggja nýja olíuhöfn í Norður-Noregi heldur verður olíunni dælt upp í fljótandi vinnsluskip á hafi úti. Náttúruverndarsamtök Noregs brugðust við með því að efna til mótmæla við Stórþingið í gær, föstudag. Varaformaður samtakanna, Silje Ask Lundberg, sagði úthlutun leyfanna fáránlega. Þetta væru gleðipillur olíuiðnaðarins, verið væri að efna til losunarveislu til framtíðar, aðeins mánuði eftir loftlagsráðstefnuna í París.Borpallur við bryggju í olíuhöfninni á Ågotnesi við Bergen. Leiguverð á borpöllum hefur hrapað.Stöð 2/Egill Aða.lsteinsson Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í lögsögu Noregs, allt frá Norðursjó og norður fyrir heimskautsbaug. Tvær aðrar fréttir af nýrri olíuvinnslu í Barentshafi benda til þess að olíuiðnaðurinn telji olíuverðlækkun ekki vara til framtíðar. Þetta hljómar eins og hrein öfugmæli. Á sama tíma og olíuverð fer undir þrjátíu dollara á tunnuna, - borpallar og olíuþjónustuskip liggja verkefnalaus og stöðugar fréttir berast af uppsögnum í norska olíugeiranum, - þá úthlutar olíumálaráðherrann Tord Lien nýjum sérleyfum í tugatali upp með öllum Noregsströndum í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. Á svæðum í Norðursjó voru gefin út 27 ný sérleyfi, í Noregshafi 24 sérleyfi og í Barentshafi 5 sérleyfi. Olíumálaráðherrann fagnaði þessum mikla áhuga olíufélaganna og sagði að aðgangur að nýjum og aðlaðandi vinnslusvæðum væri hornsteinn í stefnu stjórnvalda til að tryggja framleiðslu til langrar framtíðar.Olíuvinnslupallurinn Golíat fékk leyfi norskra stjórnvalda í vikunni til að hefja olíuvinnslu á nyrstu olíulind heims norðan heimskautsbaugs í Barentshafi.Þá sjá íbúar Norður-Noregs fram á aukin umsvif því þetta ferlíki er að hefja olíuvinnslu í Barentshafi, úr nyrstu olíulind heims. Þetta er Golíat, 65 þúsund tonna fljótandi vinnslupallur, í eigu ítalska olíufélagsins ENI og norska Statoil, en stjórnvöld gáfu í vikunni leyfi til þess að vinnsla mætti hefjast úr Golíat-olíulindinni. Jafnframt lýsti Statoil því yfir það hefði ákveðið að hefja uppbyggingu Johan Castberg-svæðisins, sem er enn norðar, og er stefnt að því að vinnsla hefjist þar árið 2022. Hins vegar hætti Statoil við að leggja olíuleiðslu til lands og byggja nýja olíuhöfn í Norður-Noregi heldur verður olíunni dælt upp í fljótandi vinnsluskip á hafi úti. Náttúruverndarsamtök Noregs brugðust við með því að efna til mótmæla við Stórþingið í gær, föstudag. Varaformaður samtakanna, Silje Ask Lundberg, sagði úthlutun leyfanna fáránlega. Þetta væru gleðipillur olíuiðnaðarins, verið væri að efna til losunarveislu til framtíðar, aðeins mánuði eftir loftlagsráðstefnuna í París.Borpallur við bryggju í olíuhöfninni á Ågotnesi við Bergen. Leiguverð á borpöllum hefur hrapað.Stöð 2/Egill Aða.lsteinsson
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00
Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15