Bretland Tólf þúsund missa vinnuna þegar netverslun tekur yfir Debenhams Allt að tólf þúsund starfsmenn munu missa vinnuna þegar öllum verslunum breska vöruhússins Debenhams verður lokað á næstu misserum. Netverslunin Boohoo hefur fest kaup á vörumerki og vefsíðu vöruhússins úr þrotabúi þess en hyggst ekki halda áfram rekstri 118 Debenhams verslana víðs vegar um Bretland. Viðskipti erlent 25.1.2021 10:55 Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Erlent 23.1.2021 21:36 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. Innlent 23.1.2021 14:02 Mögulega hærri dánartíðni meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins. Erlent 22.1.2021 17:27 Leiðtogar smyglhringsins dæmdir í fangelsi Fjórir menn hafa verið dæmdir samtals 78 ára í fangelsi vegna dauða 39 farandmanna og kvenna frá Víetnam sem fundust í gámi í Essex árið 2019. Fólkið hefði kafnað í gámnum á meðan verið var að flytja hann frá Belgíu til Bretlands. Erlent 22.1.2021 15:19 Hópur réðst á fimmtán ára dreng um miðjan dag og myrti hann Fimmtán ára drengur var myrtur í Birmingham á Englandi í gær þegar hópur manna vopnaðir hnífum veittist að honum á miðri íbúðargötu. Lögreglan segir að ráðist hafi verið á hann um klukkan hálf fjögur í gær og hann hafi dáið af sárum sínum á sjúkrahúsi. Erlent 22.1.2021 09:42 Glastonbury-hátíðin aftur blásin af Aðstandendur Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar hafa tilkynnt að hátíðin, sem átti að fara fram í sumar, hafi verið blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lífið 21.1.2021 13:08 „Grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur“ Jonathan Lancaster fæddist 31. ágúst árið 1984. Hann kom í heiminn með mikinn fæðingargalla og segir í ættleiðingarskjölum hans að foreldrar hans hafi fengið sjokk þegar þau sáu hann og náðu aldrei að mynda nein tengsl við hann. Lancaster segir sögu sína í þættinum Minutes With sem birtist reglulega á Facebook. Lífið 21.1.2021 11:31 Nei, Boris blundar ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands blundar ekki á vinnutíma. Þetta sagði fjölmiðlafulltrúi Johnson á daglegum blaðamannafundi í dag. Erlent 19.1.2021 15:48 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. Erlent 19.1.2021 14:23 Dæmisagan Bretland Bretland hefur verið skrítinn staður að búa á síðustu tíu mánuði. Skoðun 19.1.2021 08:01 Segir bókunum hafa fjölgað um 250 prósent Johan Lundgren, forstjóri EasyJet, segir útlit fyrir mikinn ferðavilja meðal fólks þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirunnar. Hann segir bókunum hafa fjölgað um 250 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 18.1.2021 23:11 Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum. Erlent 18.1.2021 15:08 Fleiri bólusettir fyrir veirunni en hafa smitast á Bretlandi Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi. Erlent 16.1.2021 22:50 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. Erlent 16.1.2021 16:13 Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 15.1.2021 22:41 Loka á flug vegna brasilíska afbrigðisins Bretlandsstjórn bannaði í dag komur ferðamanna frá Suður-Ameríku vegna nýs, brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 15.1.2021 17:33 Leyniherbergin í Buckinghamhöll Buckinghamhöll í London er aðsetur Elísabetar II Bretadrottningar. Lífið 15.1.2021 12:32 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. Erlent 15.1.2021 10:27 Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. Erlent 14.1.2021 09:55 Breski fjölmiðlamógúllinn David Barclay er látinn Breski auðjöfurinn og fjölmiðlamógúllinn Sir David Barclay er látinn, 86 ára að aldri. Viðskipti erlent 13.1.2021 08:12 Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. Erlent 11.1.2021 23:47 Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. Erlent 11.1.2021 18:47 Árásarmaðurinn í Forbury Gardens hlaut lífstíðardóm Khairi Saadallah, árásarmaðurinn sem stakk þrjá menn til bana í Forbury Gardens í Bretlandi í fyrra, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þá játaði Saadallah fyrir dómi að hafa reynt að myrða þrjá aðra menn sem voru einnig staddir í garðinum. Erlent 11.1.2021 17:55 Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. Erlent 11.1.2021 08:15 Yfir áttatíu þúsund hafa látist í Bretlandi Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst í Bretlandi hafa rúmlega áttatíu þúsund látist af völdum veirunnar. Undanfarnar vikur hafa um þúsund manns látist á hverjum sólarhring, en faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu. Erlent 10.1.2021 12:12 Búið að bólusetja Elísabetu og Filippus Elísabet II Bretadrottning og Filippus prins, hertogi af Edinborg voru í dag bólusett við Covid-19. Bættast hjónin þar með í hóp um 1,5 milljón Breta sem hafa allavega fengið fyrri skammtinn af bóluefni. Erlent 9.1.2021 23:33 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Innlent 8.1.2021 18:59 Neyðarástandi lýst yfir í London Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. Erlent 8.1.2021 15:55 Óttast að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að velja hverjir fái læknisaðstoð Rúmlega þrjátíu þúsund liggja nú á sjúkrahúsi í Bretlandi með Covid-19 en fjöldinn hefur aldrei verið meiri. Þegar mest var í fyrstu bylgju faraldursins lágu tæplega 22 þúsund inni. Erlent 6.1.2021 18:45 « ‹ 63 64 65 66 67 68 69 70 71 … 130 ›
Tólf þúsund missa vinnuna þegar netverslun tekur yfir Debenhams Allt að tólf þúsund starfsmenn munu missa vinnuna þegar öllum verslunum breska vöruhússins Debenhams verður lokað á næstu misserum. Netverslunin Boohoo hefur fest kaup á vörumerki og vefsíðu vöruhússins úr þrotabúi þess en hyggst ekki halda áfram rekstri 118 Debenhams verslana víðs vegar um Bretland. Viðskipti erlent 25.1.2021 10:55
Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Erlent 23.1.2021 21:36
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. Innlent 23.1.2021 14:02
Mögulega hærri dánartíðni meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins. Erlent 22.1.2021 17:27
Leiðtogar smyglhringsins dæmdir í fangelsi Fjórir menn hafa verið dæmdir samtals 78 ára í fangelsi vegna dauða 39 farandmanna og kvenna frá Víetnam sem fundust í gámi í Essex árið 2019. Fólkið hefði kafnað í gámnum á meðan verið var að flytja hann frá Belgíu til Bretlands. Erlent 22.1.2021 15:19
Hópur réðst á fimmtán ára dreng um miðjan dag og myrti hann Fimmtán ára drengur var myrtur í Birmingham á Englandi í gær þegar hópur manna vopnaðir hnífum veittist að honum á miðri íbúðargötu. Lögreglan segir að ráðist hafi verið á hann um klukkan hálf fjögur í gær og hann hafi dáið af sárum sínum á sjúkrahúsi. Erlent 22.1.2021 09:42
Glastonbury-hátíðin aftur blásin af Aðstandendur Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar hafa tilkynnt að hátíðin, sem átti að fara fram í sumar, hafi verið blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lífið 21.1.2021 13:08
„Grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur“ Jonathan Lancaster fæddist 31. ágúst árið 1984. Hann kom í heiminn með mikinn fæðingargalla og segir í ættleiðingarskjölum hans að foreldrar hans hafi fengið sjokk þegar þau sáu hann og náðu aldrei að mynda nein tengsl við hann. Lancaster segir sögu sína í þættinum Minutes With sem birtist reglulega á Facebook. Lífið 21.1.2021 11:31
Nei, Boris blundar ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands blundar ekki á vinnutíma. Þetta sagði fjölmiðlafulltrúi Johnson á daglegum blaðamannafundi í dag. Erlent 19.1.2021 15:48
Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. Erlent 19.1.2021 14:23
Dæmisagan Bretland Bretland hefur verið skrítinn staður að búa á síðustu tíu mánuði. Skoðun 19.1.2021 08:01
Segir bókunum hafa fjölgað um 250 prósent Johan Lundgren, forstjóri EasyJet, segir útlit fyrir mikinn ferðavilja meðal fólks þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirunnar. Hann segir bókunum hafa fjölgað um 250 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 18.1.2021 23:11
Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum. Erlent 18.1.2021 15:08
Fleiri bólusettir fyrir veirunni en hafa smitast á Bretlandi Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi. Erlent 16.1.2021 22:50
Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. Erlent 16.1.2021 16:13
Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 15.1.2021 22:41
Loka á flug vegna brasilíska afbrigðisins Bretlandsstjórn bannaði í dag komur ferðamanna frá Suður-Ameríku vegna nýs, brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 15.1.2021 17:33
Leyniherbergin í Buckinghamhöll Buckinghamhöll í London er aðsetur Elísabetar II Bretadrottningar. Lífið 15.1.2021 12:32
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. Erlent 15.1.2021 10:27
Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. Erlent 14.1.2021 09:55
Breski fjölmiðlamógúllinn David Barclay er látinn Breski auðjöfurinn og fjölmiðlamógúllinn Sir David Barclay er látinn, 86 ára að aldri. Viðskipti erlent 13.1.2021 08:12
Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. Erlent 11.1.2021 23:47
Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. Erlent 11.1.2021 18:47
Árásarmaðurinn í Forbury Gardens hlaut lífstíðardóm Khairi Saadallah, árásarmaðurinn sem stakk þrjá menn til bana í Forbury Gardens í Bretlandi í fyrra, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þá játaði Saadallah fyrir dómi að hafa reynt að myrða þrjá aðra menn sem voru einnig staddir í garðinum. Erlent 11.1.2021 17:55
Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. Erlent 11.1.2021 08:15
Yfir áttatíu þúsund hafa látist í Bretlandi Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst í Bretlandi hafa rúmlega áttatíu þúsund látist af völdum veirunnar. Undanfarnar vikur hafa um þúsund manns látist á hverjum sólarhring, en faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu. Erlent 10.1.2021 12:12
Búið að bólusetja Elísabetu og Filippus Elísabet II Bretadrottning og Filippus prins, hertogi af Edinborg voru í dag bólusett við Covid-19. Bættast hjónin þar með í hóp um 1,5 milljón Breta sem hafa allavega fengið fyrri skammtinn af bóluefni. Erlent 9.1.2021 23:33
Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Innlent 8.1.2021 18:59
Neyðarástandi lýst yfir í London Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. Erlent 8.1.2021 15:55
Óttast að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að velja hverjir fái læknisaðstoð Rúmlega þrjátíu þúsund liggja nú á sjúkrahúsi í Bretlandi með Covid-19 en fjöldinn hefur aldrei verið meiri. Þegar mest var í fyrstu bylgju faraldursins lágu tæplega 22 þúsund inni. Erlent 6.1.2021 18:45