Bretland

Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja
Myndbandsbrot úr viðtali við bresku X Factor-dómarana Mel B, Louis Walsh, Simon Cowell og Cheryl Cole, sem tekið var árið 2014 komst aftur í dreifingu í byrjun vikunnar, fjórum árum eftir að það birtist fyrst.

Frumvarp um klofmyndatökur í óleyfi strandaði á einum Íhaldsmanni
Mótmæli eins þingmanns Íhaldsflokksins á breska þinginu í dag urðu til þess að bið verður á því að svokallaðar "upskirting“-myndatökur verði refsiverðar á Englandi og í Wales. Um er að ræða ljósmyndir sem teknar eru upp undir pils kvenna, og annarra sem kunna að klæðast þeim, án samþykkis.

Harry og Meghan fara á flakk
Hertogahjónin af Sussex munu fara í opinberar heimsóknir til Ástralíu, Fíjíeyja, Tonga og Nýja-Sjálands í haust.

Rússneskir hrekkjalómar göbbuðu breska utanríkisráðherrann
Þeir þóttust vera nýr forsætisráðherra Armeníu og spurðu ráðherrann út í Vladímír Pútín og rússneska fyrrverandi njósnarann sem eitrað var fyrir í Bretlandi í vor.

"Ég hélt á syni mínum í örmum mér“
Fyrsti dagur rannsóknar á Grenfell brunanum hófst í dag í Lundúnum. Aðstandendur fórnarlamba minntust ástvina sinna.

Auða sætið var ekki handa Díönu
Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær.

Harry og Meghan gengin í hjónaband
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag.

Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum
Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars.

Vill að Karl leiði breska samveldið
Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga breska samveldisins um að gera Karl Bretaprins að þjóðhöfðingja samveldisins eftir hennar dag.

Breskur ritstjóri dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína
Francis barði konuna sína til dauða með hamri í júlí á síðasta ári.

Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði
Barðist með systursamtökum YPG.

Hjólreiðamaður kastaðist upp í loft við harðan árekstur
28 ára karlmaður hefur verið dæmdur 12 mánaða fangelsi fyrir að aka á hjólreiðamann í Wales á Bretlandseyjum, að því er fram kemur í frétt New York Post. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið mikla athygli.

Ekkill þingkonunnar Jo Cox segir af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni
Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka.

Jarðskjálfti að stærð 4,4 skók Bretland
Jarðskjálfti skók hluta Bretlands í dag en upptök hans voru 20 km norðaustur af Swansea.

Renna hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja
Bretar kanna nú möguleikann á því að gerast aðildarríki að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningi ellefu Kyrrahafsríkja í kjölfar Brexit.

Morðingi hins unga James Bulger í fangelsi í þriðja sinn
Jon Venables myrti hinn tveggja ára James Bulger árið 1993, þegar hann var sjálfur 10 ára. Ódæðið framdi hann ásamt Robert Thompson. Hann var nýverið settur í fangelsi fyrir vörslu barnakláms í annað skipti.

Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar.

Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni
Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni.

BBC hættir við sýningu á Agatha Christie þáttum vegna ásakana í garð Ed Westwick
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen.

Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London
Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi.

Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um.

Breskur þingmaður til rannsóknar fyrir að biðja aðstoðarkonu um að kaupa kynlífsleikföng
Íhaldsmaðurinn lét fyrrverandi ritara sinn fá pening til að kaupa titrara í kynlífsverslun í Soho.

Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans
Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum.

Sturgeon segir Skota ekki láta stjórnarskrá Bretlands aftra sér
Nicola Sturgeon gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum.

Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram
Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu.

Stytta af Jane Austen afhjúpuð við hátíðlega athöfn
Styttan verður höfð í hjarta bæjarins Basingstoke. Bærinn er nálægur fæðingarþorpi höfundarins, Steventon á Suður Englandi.

Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni
Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa

Gæti tekið mánuði að bera kennsl á líkin
Búist er við að það muni taka að minnsta kosti fjóra mánuði að finna og bera kennsl á þá sem létust í brunanum í Grenfell-turni í London í síðasta mánuði.

Markaður í Camden í ljósum logum
Mikill eldur geisar í Lockmarkaðinum í Camdenhverfi Lundúna. Yfir tíu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og vinna nú yfir sjötíu slökkviliðsmenn að slökkvistarfi.

Ítalir æfir út í Nigellu Lawson vegna carbonara-uppskriftar
Ítalir eru allt annað en sáttir við breska stjörnukokkinn Nigellu Lawson ef marka má athugasemdirnar við færslu á Facebook-síðu hennar þar sem hún deilir uppskrift sinni að hinum klassíska ítalska rétt spaghettí carbonara.