Heilbrigðismál

Fréttamynd

„Það eru margir veikir, með hita, hósta og kvef“

Töluvert margir hafa leitað á heilsugæsluna undanfarnar vikur með inflúensu, að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa börn greinst í miklum mæli og mikið álag er á Barnaspítala Hringsins.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld hætta að niðurgreiða hraðpróf

Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19 fellur úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Með tilkomu reglugerðarinnar gátu einkafyrirtæki boðið fólki upp á endurgjaldslaus hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

Elsusjóður – menntasjóður endókvenna

Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðisstarfsmenn - hvar eruð þið?

Samtök um endómetríósu standa fyrir ráðstefnu 28. mars næstkomandi og ber hún heitið: Endó, ekki bara slæmir túrverkir: Ákall einstaklinga með endómetríósu um skilvirkari þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir heil­brigðis­þjónustu á lands­byggðinni ó­á­sættan­lega: „Risa­­stórt vanda­­mál sem við höfum aldrei náð að bæta“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ljóst að áskoranir séu til staðar á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu en segir að allir geti sótt sér þjónustu óháð staðsetningu. Þingmaður Pírata segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hafa hrakað gríðarlega undanfarin ár og að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Af afglæpavæðingu og mismunun

Afglæpavæðing neysluskammta hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og það ekki að ástæðulausu. Gerðar hafa verið endurteknar tilraunir til að koma í gegn lagabreytingu sem felur í sér að varsla neysluskammta verði gerði refsilaus – vel að merkja þá hefur ekki verið rætt um lögleiðingu á einu eða neinu í þessu sambandi heldur er hér einungis um að ræða tilraun til að mæta einum veikasta hópi samfélagsins á mannúðlegri hátt en nú er gert.

Skoðun
Fréttamynd

Oxy-notkun Íslendinga eykst og fimmta hver kona notar ópíóíða

Ávísunum ópíóíða hefur fjölgað milli síðustu tveggja ára, í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fleiri leystu út lyfjaávísanir á ópíóíða í fyrra heldur en árið 2020 og meirihluti leysti út oftar en einu sinni. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða.

Innlent
Fréttamynd

Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið

Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

„Langar mest að gráta“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa konur bara að vera dug­legri að taka verkja­lyf?

Endómetríósa (legslímuflakk, stundum stytt í endó) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi og talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn og greiningartími er því oftar en ekki mörg ár. Talið er að meðalgreiningartíminn sé allt að 7-9 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Til vinnuveitenda

Tilgangurinn með þessari grein er að upplýsa atvinnurekendur umstaðreyndir um endómetríósu og hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á líf einstaklinga með hann.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að hlustað sé á á­hyggjur for­eldra með veik börn

Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar.

Innlent