Heilbrigðismál

Fréttamynd

Ekki samkeppni í blóðrannsóknum

Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna máls sem reis vegna fyrirhugaðs flutnings rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala - háskólasjúkrahúss

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir vegna gigtarlyfja

Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna COX-2 lyfjaflokksins, sem fela í sér viðvaranir til lækna um ávísun lyfjanna. Þessar aðgerðir eiga einnig við á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Níu mosa - tilfelli frá áramótum

Mosa - sýkingabakteríur hafa fundist í níu manns hér frá áramótum, að sögn Ólafs Guðlaugssonar yfirlæknis sýkingavarnadeildar á Landspítala háskólasjúkrahúsi

Innlent
Fréttamynd

Bakterían getur verið banvæn

Sjúkrahúsbakterían Mosa, sem ræktast hefur í tveimur mönnum hér á landi á undanförnum dögum, getur reynst banvæn, sé hún algjörlega ónæm fyrir sýklalyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Í einangrun á Hrafnistu

Íbúi á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði er nú í einangrun, þar sem mosa - skýkingabaktería hefur ræktast í honum. Þetta er annað tilfellið á fáeinum dögum sem bakterían finnst hér á landi. Hún getur valdið alvarlegum sýkingum ef hún nær sér á strik. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óviðeigandi gagnrýni

Formaður Læknafélags Íslands kveðst telja ummæli Ingu J. Arnardóttur, deildarstjóra Tryggingastofnunar, mjög óviðeigandi vegna þess að forsendur gagnrýni hennar á lækna virðist einkum byggjast á fjárhagslegum sjónarmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 100 miltisbrandsstaðir

Hátt í hundrað tilkynningar um staði sem taldir eru miltisbrandssýktir hafa borist Sigurði Sigurðarsyni dýralækni sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Um 55% bóta eftir læknismeðferð

Meiri hluti bótamála sjúklingatrygginga sem Tryggingastofnun samþykkti á árunum 2001 - 2004 fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var." Umsóknum um bætur hefur fjölgað mikið á milli ára. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag um verð á hjartalyfi

Samkomulag hefur náðst milli lyfjaverðsnefndar og lyfjafyrirtækisins Actavis um verðlagningu á nýju hjartalyfi sem kemur á markað innan skamms.

Innlent
Fréttamynd

Vill kanna þunglyndi eldri borgara

Þunglyndi eldri borgara hér á landi hefur ekki verið sérstaklega rannsakað og engin stofnun innan heilbrigðisgeirans fæst á skipulagðan hátt við það, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns.

Innlent
Fréttamynd

Ríflega 7.400 börn nota gleraugu

Starfshópur sem hefur það hlutverk að meta þörfina á þátttöku ríkisins í gleraugnakostnaði barna og ungmenna yngri en 18 ára hefur verið settur á laggirnar. Reikna má með að ríflega 7.400 börn hér á landi noti gleraugu.

Innlent
Fréttamynd

Gagnagrunnur um líffæragjafa

Gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um viljuga líffæragjafa er eitt af því sem landlæknir vill koma á fót fyrr heldur en síðar. Unnið er að gerð sérstakrar líknarskrár, sem meðal annars tekur til lífæragjafa. Landlæknir segir þörfina fyrir líffæri fara vaxandi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Átta á ári bíða líffæra

Átta Íslendingar á ári hafa að meðaltali verið á biðlista eftir nálíffærum, það er líffærum úr dánu fólki,  á árabilinu 1992 - 2002, að sögn Sigurbergs Kárasonar sérfræðings á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss.

Innlent
Fréttamynd

Skrá hinsta vilja sinn

Líknarskrá þar sem fólk getur skráð og undirritað hinsta vilja sinn varðandi læknismeðferð er í smíðum hjá Landlæknisembættinu, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Læknar fái að auglýsa

Auglýsingabann í heilbrigðisþjónustu verði afnumið og læknar, tannlæknar og aðrar heilbrigðisstéttir fái að auglýsa þjónustu sína segir í tillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Skurðstofumál í vinnslu

Verið er að láta hanna nauðsynlegar breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, meðal annars með tilliti til aukinnar skurðstofuþjónustu, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Hann segir þó engar dagsetningar komnar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikill skortur á gjafaaugum

Mikill skortur hefur verið á gjafaaugum hér á landi, svo hægt sé að framkvæma nauðsynlegar hornhimnuaðgerðir á ungu fólki sem þjáist af ættgengum sjúkdómi sem leiðir til blindu, að sögn Friðberts Jónassonar sérfræðings í augnlækningum.

Innlent
Fréttamynd

Enn flensuálag á LSH

Enn er talsvert álag á Landspítala háskólasjúkrahúsi vegna inflúensunnar sem geisað hefur hér á landi undanfarnar vikur, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur sviðsstjóra á lyflækningasviði.

Innlent
Fréttamynd

Fékk sjónina aftur eftir aðgerðir

Íris var komin með minna en 20% sjón og stefndi hraðbyri í að verða blind vegna arfgengs sjúkdóms. Þá fékk hún gefins hornhimnur, aðra frá Danmörku, hina frá Bandaríkjunum. Hún fór í tvær aðgerðir og fékk sjónina aftur. </font /></b />

Lífið
Fréttamynd

Flensulyf rokseljast

Gríðarleg sala hefur verið í hinum ýmsu tegundum flensulyfja undanfarnar tvær til þrjár vikur, að sögn Báru Einarsdóttur markaðsstjóra hjá Lyfjum og heilsu.

Innlent
Fréttamynd

Þarf 40 milljónir í skurðstofur

Heilbrigðisstofnun Suðurlands gæti haldið úti skurðstofu með tilheyrandi mannskap allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allan ársins hring ef hún fengi um það bil 40 milljónir króna til viðbótar við þá fjármuni sem stofnunin fær nú, segir Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á hjartamagnyli úr sögunni

Ný sending af hjartamagnyli er nú komin til landsins og í dreifingu, þannig að ekki kemur til skorts í lyfjaverslunum, samkvæmt upplýsingum frá Lilju Valdimarsdóttur sem starfar á markaðssviði lyfjafyrirtækisins Actavis.

Menning
Fréttamynd

Heiftarleg markaðssetning

Markaðssetning á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor. Hann rifjar upp fund framleiðandans í Berlín, með stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi þar sem Vioxx var lofsungið, en ekkert rætt um gallana. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Miltisbrandsgirðing stöðvuð

Vinna við girðinguna að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd hefur verið stöðvuð, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis.

Innlent
Fréttamynd

Aukin notkun þrátt fyrir viðvörun

Landlæknisembættið sendi út viðvörun til lækna um að fara gætilega í ávísun verkjalyfsins celebra, sem er af sama flokki og Vioxx og fellur undir svokallaða COX - 2 hemla.

Innlent
Fréttamynd

Til skammar fyrir landið

Það er til skammar fyrir landið hve lítið íslenskir læknar gera af því að tilkynna um aukaverkanir lyfja, segir Sif Ormarsdóttir læknir í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. Forstjóri Lyfjastofnunar segir slíkar tilkynningar fara í gagnabanka í Evrópusambandinu. </font /></b />

Innlent